Maggi meistari látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2019 22:15 Magnús Ingi Magnússon, betur þekktur sem Texas-Maggi eða Maggi meistari, vakti mikla athygli fyrir hressleika sinn og góða nærveru hvort sem var í eldhúsinu eða sjónvarpsskjánum. visir/vilhelm Magnús Ingi Magnússon, kokkur og fjölmiðlamaður, er látinn 59 ára gamall. Magnús Ingi, sem var í seinni tíð betur þekktur sem Maggi meistari eða Texas-Maggi, hefur verið afar áberandi í veitinga- og fjölmiðlabransanum undanfarin ár og bauð jafnframt fram krafta sína til embættis forseta Íslands árið 2016. „Ég býð öllum sem skrifa undir Texas-ostborgara með frönskum fyrir viðvikið,“ sagði Maggi þegar hann tilkynnti um framboð sitt en hann rak um árabil veitingastaðinn Texasborgara úti á Granda. Magnús Ingi, sem kallaður var Maggi af öllum, er fæddur árið 1960 og hlaut að eigin sögn heilbrigt og gott uppeldi á venjulegu heimili. Sautján fór hann í Hótel- og veitingaskólann að læra til matreiðslumanns en vann á millilandaskipum áður en hann fór að læra kokkinn á Hótel Sögu. Eftir það vann hann á veitingahúsum í Reykjavík, sem skólabryti og kennari að Laugum í Þingeyjarsýslu og kokkur á sumrin þar. Þaðan hélt Maggi til Þrándheims í Noregi og vann á Royal Garden-hótelinu. Hann stofnaði eigin veitingarekstur árið 1988 og rak veitingahúsið Árberg í Ármúla, veitingahúsið Munaðarnes í Borgarfirði, Hótel Eldborg á Snæfellsnesi og mötuneyti hjá ríkisstofnunum. Þá starfaði hann á skemmtiferðaskipinu Black Watch og rak veitingahúsið Sjanghæ við Laugaveg. Síðustu árin rak Maggi svo Sjávarbarinn og Texasborgara úti á Granda og veisluþjónustuna Mína menn samhliða því. Í sumar opnaði Magnús Ingi svo veitingastaðinn Matbarinn við Laugaveg 178 þar sem hann bauð upp á mömmumat. „Það sem þú borðar heima hjá þér og mamma eldar.“ sagði Maggi í viðtali við Vísi í sumar. „Bara heimilislegir réttir. Rjómagúllas. Þessir réttir eru, skal ég segja þér, byggðir á bók sem ég gaf út um árið sem heitir Eldhúsið okkar, íslenskur hátíðarmaður og íslenskar hversdagskræsingar. Seldi ókjör af þessum bókum.“ Auk bókaútgáfu kom Maggi víða við í fjölmiðlum. Hann hélt úti þáttunum Eldhús meistaranna á sjónvarpsstöðinni ÍNN, þar sem mottóið var afþreying, skemmtun og fróðleikur. Þar tók hann menn tengda mat alls staðar að af landinu tali en þættirnir urðu um fjögur hundruð áður en yfir lauk. Maggi kvæntist Analisu Montecello frá Filippseyjum árið 2006. Andlát Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Magnús Ingi Magnússon, kokkur og fjölmiðlamaður, er látinn 59 ára gamall. Magnús Ingi, sem var í seinni tíð betur þekktur sem Maggi meistari eða Texas-Maggi, hefur verið afar áberandi í veitinga- og fjölmiðlabransanum undanfarin ár og bauð jafnframt fram krafta sína til embættis forseta Íslands árið 2016. „Ég býð öllum sem skrifa undir Texas-ostborgara með frönskum fyrir viðvikið,“ sagði Maggi þegar hann tilkynnti um framboð sitt en hann rak um árabil veitingastaðinn Texasborgara úti á Granda. Magnús Ingi, sem kallaður var Maggi af öllum, er fæddur árið 1960 og hlaut að eigin sögn heilbrigt og gott uppeldi á venjulegu heimili. Sautján fór hann í Hótel- og veitingaskólann að læra til matreiðslumanns en vann á millilandaskipum áður en hann fór að læra kokkinn á Hótel Sögu. Eftir það vann hann á veitingahúsum í Reykjavík, sem skólabryti og kennari að Laugum í Þingeyjarsýslu og kokkur á sumrin þar. Þaðan hélt Maggi til Þrándheims í Noregi og vann á Royal Garden-hótelinu. Hann stofnaði eigin veitingarekstur árið 1988 og rak veitingahúsið Árberg í Ármúla, veitingahúsið Munaðarnes í Borgarfirði, Hótel Eldborg á Snæfellsnesi og mötuneyti hjá ríkisstofnunum. Þá starfaði hann á skemmtiferðaskipinu Black Watch og rak veitingahúsið Sjanghæ við Laugaveg. Síðustu árin rak Maggi svo Sjávarbarinn og Texasborgara úti á Granda og veisluþjónustuna Mína menn samhliða því. Í sumar opnaði Magnús Ingi svo veitingastaðinn Matbarinn við Laugaveg 178 þar sem hann bauð upp á mömmumat. „Það sem þú borðar heima hjá þér og mamma eldar.“ sagði Maggi í viðtali við Vísi í sumar. „Bara heimilislegir réttir. Rjómagúllas. Þessir réttir eru, skal ég segja þér, byggðir á bók sem ég gaf út um árið sem heitir Eldhúsið okkar, íslenskur hátíðarmaður og íslenskar hversdagskræsingar. Seldi ókjör af þessum bókum.“ Auk bókaútgáfu kom Maggi víða við í fjölmiðlum. Hann hélt úti þáttunum Eldhús meistaranna á sjónvarpsstöðinni ÍNN, þar sem mottóið var afþreying, skemmtun og fróðleikur. Þar tók hann menn tengda mat alls staðar að af landinu tali en þættirnir urðu um fjögur hundruð áður en yfir lauk. Maggi kvæntist Analisu Montecello frá Filippseyjum árið 2006.
Andlát Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira