Lækkar laun sjúkraflutningamanna vegna rekstrarvanda Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. nóvember 2019 14:18 Díana Óskarsdóttir er forstjóri HSU. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir það miður að sjúkraflutningamenn líti á það sem hótun samþykki þeir ekki skerðingu launa þeirra.Vísir greindi frá því í morgun að Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefði ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu. Með ákvörðuninni þurfa sjúkraflutningamenn á svæðinu að taka á sig verulega launalækkun. Díana segir í skriflegu svari til fréttastofu að sjúkraflutningamenn hafi fengið greidda yfirvinnu sem nemi tuttugu mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Hún segir fyrirkomulagið ekki tíðkast meðal annarra starfsmanna stofnunarinnar. Díana segir jafnframt að samkvæmt kjarasamningum eigi samvistarstund að rúmast innan vinnutíma. Það eigi að vera innan verkahrings varðstjóra og yfirmanna að tryggja að upplýsingar fari á milli vakta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur fyrirkomulagið um yfirvinnutímanna verið lengi við lýði á meðal sjúkraflutningamanna. Díana segir það ekki hafa verið samþykkt af hálfu framkvæmdastjórnar og samningar þess eðlis ekki verið gerðir. Hún áréttar að framkvæmdastjórn hafi átt fund með fulltrúum starfsmanna sem og fulltrúa frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Aðspurð um hvort frekari hagræðingar séu fyrirhugaðar hjá stofnuninni eða hvort framkvæmdastjórn eða forstjóri muni lækka laun sín til hagræðingar segist Díana ekki geta rætt einstaka samninga. Hún segir að varðandi reksturinn þurfi stöðugt að leita leiða til hagræðingar og á saman tíma auka þjónustu við sjúklinga, sem séu alltaf í forgangi. Rekstrarstaða Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sé þung, því sé eðlilegt að grípa í taumana. Díana segir að ákvörðunin sé liður í því. Árborg Sjúkraflutningar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hóta sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi taki þeir ekki á sig launalækkun Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu og skerða þannig kjör þeirra. 28. nóvember 2019 09:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir það miður að sjúkraflutningamenn líti á það sem hótun samþykki þeir ekki skerðingu launa þeirra.Vísir greindi frá því í morgun að Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefði ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu. Með ákvörðuninni þurfa sjúkraflutningamenn á svæðinu að taka á sig verulega launalækkun. Díana segir í skriflegu svari til fréttastofu að sjúkraflutningamenn hafi fengið greidda yfirvinnu sem nemi tuttugu mínútum í upphafi og lok hverrar vaktar og kallaður er samvistartími. Hún segir fyrirkomulagið ekki tíðkast meðal annarra starfsmanna stofnunarinnar. Díana segir jafnframt að samkvæmt kjarasamningum eigi samvistarstund að rúmast innan vinnutíma. Það eigi að vera innan verkahrings varðstjóra og yfirmanna að tryggja að upplýsingar fari á milli vakta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur fyrirkomulagið um yfirvinnutímanna verið lengi við lýði á meðal sjúkraflutningamanna. Díana segir það ekki hafa verið samþykkt af hálfu framkvæmdastjórnar og samningar þess eðlis ekki verið gerðir. Hún áréttar að framkvæmdastjórn hafi átt fund með fulltrúum starfsmanna sem og fulltrúa frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Aðspurð um hvort frekari hagræðingar séu fyrirhugaðar hjá stofnuninni eða hvort framkvæmdastjórn eða forstjóri muni lækka laun sín til hagræðingar segist Díana ekki geta rætt einstaka samninga. Hún segir að varðandi reksturinn þurfi stöðugt að leita leiða til hagræðingar og á saman tíma auka þjónustu við sjúklinga, sem séu alltaf í forgangi. Rekstrarstaða Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sé þung, því sé eðlilegt að grípa í taumana. Díana segir að ákvörðunin sé liður í því.
Árborg Sjúkraflutningar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hóta sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi taki þeir ekki á sig launalækkun Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu og skerða þannig kjör þeirra. 28. nóvember 2019 09:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Hóta sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi taki þeir ekki á sig launalækkun Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og breyta vinnufyrirkomulagi sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sem snýr að yfirvinnu og skerða þannig kjör þeirra. 28. nóvember 2019 09:15