RÚV ber að birta lista yfir umsækjendur að sögn Helgu Völu Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2019 12:48 Ríkisútvarpið vill fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. Nú ber svo við að Brynjar stendur með RUV í því en Helga Vala segir að með þessu sé farið á svig við lög. Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. „Í upplýsingalögum er skýrt tekið fram að veita skuli upplýsingar um nöfn þeirra sem sækja um störf og því sé ég ekki að stjórn ríkisútvarpsins hafi heimild til að birta ekki lista umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra,“ segir Helga Vala Helgadóttir lögfræðingur og þingmaður.Eins og fram hefur komið er staða útvarpsstjóra laus til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út á mánudaginn. Vísir hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins fyrirspurn þar sem þess er óskað að listi yfir umsækjendur verði birtur. Með vísan í upplýsingalög og lög um Ríkisútvarpið ohf. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins sjálfs sagði af því í gær og vitnað í Kára Jónasson, formann stjórnar, að sá listi yrði ekki gerður opinber. Kári lét þess getið að þetta væri samkvæmt ráðum frá ráðningarskrifstofu Capacent. Helga Vala segir að þetta fái ekki staðist. „Samkvæmt lögum um ríkisútvarpið þá gilda upplýsingalög um starfsemi þess, en rík ástæða var fyrir því og um það fjallað í greinargerð með frumvarpinu. Ástæðan er sú að þessu opinbera hlutafélagi er ætlað að veita útvarpsþjónustu í almannaþágu. Því var tekin ákvörðun um að hafa þetta ákvæði um upplýsingalög sérstaklega inni í þessu tilviki, en ekki öllum opinberum hlutafélögum.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði þetta mál að umfjöllunarefni á þinginu í gær, sagði vissulega skjóta skökku við að fjölmiðill sem hafi verið upptekinn af gagnsæi væri það ekki þegar hann sjálfur væri undir. En Brynjar sagðist þó sammála stjórn Ríkisútvarpsins að mikilvægara væri að hæfir umsækjendur fáist í slík störf en að vera samkvæmur sjálfum sér. Samkvæmt þessu eignaðist Ríkisútvarpið óvæntan bandamann í því að vilja fara á svig við lög í Brynjari sem er fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands. Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. „Í upplýsingalögum er skýrt tekið fram að veita skuli upplýsingar um nöfn þeirra sem sækja um störf og því sé ég ekki að stjórn ríkisútvarpsins hafi heimild til að birta ekki lista umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra,“ segir Helga Vala Helgadóttir lögfræðingur og þingmaður.Eins og fram hefur komið er staða útvarpsstjóra laus til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út á mánudaginn. Vísir hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins fyrirspurn þar sem þess er óskað að listi yfir umsækjendur verði birtur. Með vísan í upplýsingalög og lög um Ríkisútvarpið ohf. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins sjálfs sagði af því í gær og vitnað í Kára Jónasson, formann stjórnar, að sá listi yrði ekki gerður opinber. Kári lét þess getið að þetta væri samkvæmt ráðum frá ráðningarskrifstofu Capacent. Helga Vala segir að þetta fái ekki staðist. „Samkvæmt lögum um ríkisútvarpið þá gilda upplýsingalög um starfsemi þess, en rík ástæða var fyrir því og um það fjallað í greinargerð með frumvarpinu. Ástæðan er sú að þessu opinbera hlutafélagi er ætlað að veita útvarpsþjónustu í almannaþágu. Því var tekin ákvörðun um að hafa þetta ákvæði um upplýsingalög sérstaklega inni í þessu tilviki, en ekki öllum opinberum hlutafélögum.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði þetta mál að umfjöllunarefni á þinginu í gær, sagði vissulega skjóta skökku við að fjölmiðill sem hafi verið upptekinn af gagnsæi væri það ekki þegar hann sjálfur væri undir. En Brynjar sagðist þó sammála stjórn Ríkisútvarpsins að mikilvægara væri að hæfir umsækjendur fáist í slík störf en að vera samkvæmur sjálfum sér. Samkvæmt þessu eignaðist Ríkisútvarpið óvæntan bandamann í því að vilja fara á svig við lög í Brynjari sem er fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands.
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30
RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42