Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grindavík 90-92 | Grindvíkingar höfðu betur í háspennuleik Árni Jóhannsson skrifar 28. nóvember 2019 21:45 vísir/bára Bæði ÍR og Grindavík voru meðvituð um mikilvægi þess að ná í sigur úr viðureign liðanna í 9. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta sem fram fór fyrr í kvöld. Liðin gætu verið á svipuðum stað í lok deildarkeppninnar og því mikilvægt að ná í innbyrðis viðureignina. Kannski var það spennan en bæði lið virkuðu á köflum kærulaus í leik sínum og var einbeitingin ekki alltaf upp á 10 hjá liðunum. Gestirnir úr Grindavík voru þar verri í því að halda sinni einbeitingu í fyrsta leikhluta og heimamenn gengu á lagið og náðu fínu forskoti eftir u.þ.b. þriggja mínútna leik sem þeir áttu eftir að halda þangað til fimm mínútu lifðu eftir af leiknum. En sökum þess að ÍR missti niður fókusinn einnig þá voru Grindvíkingar alltaf inn í leiknum. Staðan eftir fyrsta leikhluta 28-25 en flautu karfa lagaði stöðuna fyrir gestina. Annar leikhluti var svipaður og náði ÍR að bæta örlítið við forskotið sitt eftir að Grindvíkingar náðu góðum kafla og jöfnuðu metin um miðbik leikhlutans. Bæði lið áttu góða kafla varnarlega en einnig góða spretti sóknarlega þar sem þristum rigndi sem orsakaði hátt stiga skor. Staðan í hálfleik 52-44 en maður hafði það á tilfinningunni að ÍR hefði getað verið með stærra forskot. Grindvíkingar náðu að nýta sína kafla þegar þeir voru í sambandi til að halda sér inn í leiknum. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var Jamal Olaswere vikið af velli eftir að hafa fengið óíþróttamannslega villu og tæknivillu. Grindvíkingar virtust eflast við það mótlæti en margur hefur örugglega haldið að ÍR ættu sigur vísan og auðveldara verk fyrir höndum eftir þennan atburð. Í þriðja leikhluta byrjaði endurkoman hjá Grindvíkingum en þeir unnu þann leikhluta með þremur stigu en þeir virtust ná upp meiri ákafa í varnarleik sínum og var staðan 73-68 þegar þriðja leikhluta lauk og spennan orðin áþreifanleg. ÍR náði að halda gestunum í skefjum alveg þangað til að um þrjár mínútur voru eftir af leiknum en þá náði Sigtryggur Arnar að setja niður þriggja stiga körfu ásamt því að fá villu og setja niður vítaskot. Þá var staðan orðin 85-87 og gestirnir komnir yfir í fyrsta sinn síðan í fyrsta leikhluta. Liðin skiptust á körfum og þegar um 15 sekúndur lifuð af leiknum var staðn 90-89 fyrir ÍR en Grindavík átti tvö vítaskot. Ingvi Guðmundsson skoraði úr fyrra vítinu og klikkaði á seinna en áðurnefnt einbeitingaleysi hjá ÍR í þetta skiptið gerði það að verkum að Óli Óla náði sóknarfrákasti. Hann gaf boltann út og fékk hann aftur og flugbraut að körfunni þar sem hann lagði boltann ofan í og tryggði gestunum sigur. Lokaskot Singletary geigaði og Grindvíkingar brunar brautina heim með tvö stig í farteskinu.Afhverju vann Grindavík?Þegar á reyndi þá stigu aðalmenn liðsins upp og nýttu sér einbeitingaleysi ÍR-inga til að naga niður forskot þeirra og vinna leikinn. Gestirnir voru heppnir að missa ÍR ekki lengra fram úr sér en ÍR var betra liðið á lengri köflum leiksins. Sóknarfráköst og barátta tryggði það að Grindavík var inn í leiknum og náðu að vinna.Bestir á vellinum?Evan Singletary átti stórleik fyrir ÍR en kappinn skilaði 30 stigum og 12 stoðsendingum. Því miður fyrir hann þá náði það ekki að skila sigri. Valdas Vasylius var stigahæstur gestanna en honum til halds og traust var Sigtryggur Arnar með 24 stig. Þá má ekki gleyma framlögum Ólafs Ólafssonar og Ingva Guðmundssonar sem voru mikilvægir fyrir gestina á lokamínútum leiksins.Hvað gekk illa?Fyrir bæði lið gekk illa að halda einbeitingu í allar 40 míntúturnar. ÍR missti sína á ögurstundu og Grindvíkingar nýttu það að fullu og náu í stigin.Tölfræði sem verku athygliBorche talaði um það í viðtali að fráköstin hefðu kostað sína menn þennan leik meðal annars. Ef skoðuð eru stig eftir sóknarfráköst kemur í ljós að Grindavík skoraði 11 þannig stig á móti 9 þannig að Borche hefur ýmislegt til síns máls.Hvað næst?Grindavík heldur heim á leið og fær Þór frá Akureyri í næstu umferð. Þar er tækifæri til að sauma saman tvo sigurleiki en eins og sést þá er Þór orðin sýnd veiði en ekki gefin. ÍR þarf að sleikja sárin og ná sér því þeir fá Tindastól í heimsókn og það er verðugt verkefni. Daníel Guðni: Þetta var krefjandi leikur og mikið mótlæti en við stigum heldur betur uppÞjálfara Grindvíkinga var auðsýnilega létt þegar blaðamaður náði á hann en var stoltur af sínum mönnum ásamt því að vera á því að þetta hafi verið rosalegur sigur. „Rosalega stór sigur fyrir okkur en þetta var erfitt fyrir okkur. Ég hef aldrei átt auðveldan leik hérna og það var raunin í kvöld ásamt því að lenda í miklu mótlæti þegar Jamal er vikið af velli. Strákarnir stigu mjög vel upp, náðu að halda þessu í jafnvægi fram að hálfleik og bættu í í seinni hálfleik. Alveg eins og við töluðum um í hálfleik. Ég er rosalega sáttur við frammistöðuna hjá mínum mönnum í kvöld“. Eins og áður segir var einbeitingin ekki alltaf í lagi hjá liðunum en Daníel var á því að gæðin í hópnum sínum hafi tryggt það að Grindavík náði í sigurinn. „Það eru gæði í þessum hóp og Arnar og Ólafur voru kannski ekki sérstakir framan af en stigu heldur betur upp í seinni háfleik. Ingvi náði síðan nánast að klára þetta af línunni ásamt Ólafi í lok leikins. Ég er mjög sáttur við frammistöðuna hjá öllum hópnum. Allir voru að leggja sitt af mörkum, líka sjúkraþjálfarar og aðstoðarþjálfarinn. Um þetta snýst þetta, maður er í þessu fyrir þessa leiki og það er svo gaman að sigra. Þetta var krefjandi leikur og mikið mótlæti en við stigum heldur betur upp“. Daníel var spurður að því hvort hans menn hafi verið meðvitaðir um mikilvægi leiksins í stóra samhenginu fyrir leikinn. „Það er test í hverri einustu viku. Við áttum fínan leik á móti Þór Þ. sem fór í framlengingu og tapaðist og fínan leik á móti Val. Við spiluðum svo við hörkulið í kvöld sem er vel þjálfað. Hver leikur er mikilvægur það eru tvö stig í boði alls staðar og sama hver mótherjinn er. Þetta er mjög krefjandi deild en þetta er skemmtilegt“. Borche: Við hefðum átt að vinna leikinn en svona er körfuboltinnÞjálfari ÍR var skiljanlega svekktur með úrslit kvöldsins en byrjaði á því að hrósa dómurum leiksins sem honum þótti standa sig vel. „Mig langar að hrósa dómurunum en við erum of duglegir við að gagnrýna þá en þegar það á við verðum við að benda á það sem vel er gert. Þeir dæmdu þennan leik vel og þa er skylda mín að benda á það“. Borche var spurður að því hvort honum hefði fundist ÍR átt að vera með meira forskot í seinasta fjórðungi leiksins en hann var sammála því. „Við hefðum átt að vinna leikinn en svona er körfuboltinn. Við töpuðum fókus í lok leiksins og vorum ekki nógu klárir, skipulagið gekk ekki upp í sókninni og það skapaði vandræði sóknarlega. Stærsta vandamálið var síðan frákasta baráttan. Grindavík tók 13 fleiri fráköst en við og þar skiptu sóknarfráköstin sköpum eins og í endann þegar staðan er 90-90. Við gleymdum síðan Óla sem náði að skora og það skrifast á einbeitingarleysi hjá okkur“. Jamal Olaswere, leikmanni Grindavíkur, var vikið af vellin snemma leiks og var Borche spurður að því hvort hans menn hafi haldið að frákastabaráttan yrði auðveldari fyrir vikið. „Kannski, það gæti útskýrt þetta að hluta. Við spiluðum samt vel meirihluta leiksins en í lok hans þá misstum við hausinn og vandamálin voru varnarfráköst hjá okkur. Við vorum að ruglast þegar við skiptum í svæðisvörn og svo aftur í maður á mann vörn. Þá gleymdu menn sér sem skapaði færir fyrir Grindavík sem þeir nýttu sér. Við hefðum átt að gera betur í vörninni“. Dominos-deild karla
Bæði ÍR og Grindavík voru meðvituð um mikilvægi þess að ná í sigur úr viðureign liðanna í 9. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta sem fram fór fyrr í kvöld. Liðin gætu verið á svipuðum stað í lok deildarkeppninnar og því mikilvægt að ná í innbyrðis viðureignina. Kannski var það spennan en bæði lið virkuðu á köflum kærulaus í leik sínum og var einbeitingin ekki alltaf upp á 10 hjá liðunum. Gestirnir úr Grindavík voru þar verri í því að halda sinni einbeitingu í fyrsta leikhluta og heimamenn gengu á lagið og náðu fínu forskoti eftir u.þ.b. þriggja mínútna leik sem þeir áttu eftir að halda þangað til fimm mínútu lifðu eftir af leiknum. En sökum þess að ÍR missti niður fókusinn einnig þá voru Grindvíkingar alltaf inn í leiknum. Staðan eftir fyrsta leikhluta 28-25 en flautu karfa lagaði stöðuna fyrir gestina. Annar leikhluti var svipaður og náði ÍR að bæta örlítið við forskotið sitt eftir að Grindvíkingar náðu góðum kafla og jöfnuðu metin um miðbik leikhlutans. Bæði lið áttu góða kafla varnarlega en einnig góða spretti sóknarlega þar sem þristum rigndi sem orsakaði hátt stiga skor. Staðan í hálfleik 52-44 en maður hafði það á tilfinningunni að ÍR hefði getað verið með stærra forskot. Grindvíkingar náðu að nýta sína kafla þegar þeir voru í sambandi til að halda sér inn í leiknum. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var Jamal Olaswere vikið af velli eftir að hafa fengið óíþróttamannslega villu og tæknivillu. Grindvíkingar virtust eflast við það mótlæti en margur hefur örugglega haldið að ÍR ættu sigur vísan og auðveldara verk fyrir höndum eftir þennan atburð. Í þriðja leikhluta byrjaði endurkoman hjá Grindvíkingum en þeir unnu þann leikhluta með þremur stigu en þeir virtust ná upp meiri ákafa í varnarleik sínum og var staðan 73-68 þegar þriðja leikhluta lauk og spennan orðin áþreifanleg. ÍR náði að halda gestunum í skefjum alveg þangað til að um þrjár mínútur voru eftir af leiknum en þá náði Sigtryggur Arnar að setja niður þriggja stiga körfu ásamt því að fá villu og setja niður vítaskot. Þá var staðan orðin 85-87 og gestirnir komnir yfir í fyrsta sinn síðan í fyrsta leikhluta. Liðin skiptust á körfum og þegar um 15 sekúndur lifuð af leiknum var staðn 90-89 fyrir ÍR en Grindavík átti tvö vítaskot. Ingvi Guðmundsson skoraði úr fyrra vítinu og klikkaði á seinna en áðurnefnt einbeitingaleysi hjá ÍR í þetta skiptið gerði það að verkum að Óli Óla náði sóknarfrákasti. Hann gaf boltann út og fékk hann aftur og flugbraut að körfunni þar sem hann lagði boltann ofan í og tryggði gestunum sigur. Lokaskot Singletary geigaði og Grindvíkingar brunar brautina heim með tvö stig í farteskinu.Afhverju vann Grindavík?Þegar á reyndi þá stigu aðalmenn liðsins upp og nýttu sér einbeitingaleysi ÍR-inga til að naga niður forskot þeirra og vinna leikinn. Gestirnir voru heppnir að missa ÍR ekki lengra fram úr sér en ÍR var betra liðið á lengri köflum leiksins. Sóknarfráköst og barátta tryggði það að Grindavík var inn í leiknum og náðu að vinna.Bestir á vellinum?Evan Singletary átti stórleik fyrir ÍR en kappinn skilaði 30 stigum og 12 stoðsendingum. Því miður fyrir hann þá náði það ekki að skila sigri. Valdas Vasylius var stigahæstur gestanna en honum til halds og traust var Sigtryggur Arnar með 24 stig. Þá má ekki gleyma framlögum Ólafs Ólafssonar og Ingva Guðmundssonar sem voru mikilvægir fyrir gestina á lokamínútum leiksins.Hvað gekk illa?Fyrir bæði lið gekk illa að halda einbeitingu í allar 40 míntúturnar. ÍR missti sína á ögurstundu og Grindvíkingar nýttu það að fullu og náu í stigin.Tölfræði sem verku athygliBorche talaði um það í viðtali að fráköstin hefðu kostað sína menn þennan leik meðal annars. Ef skoðuð eru stig eftir sóknarfráköst kemur í ljós að Grindavík skoraði 11 þannig stig á móti 9 þannig að Borche hefur ýmislegt til síns máls.Hvað næst?Grindavík heldur heim á leið og fær Þór frá Akureyri í næstu umferð. Þar er tækifæri til að sauma saman tvo sigurleiki en eins og sést þá er Þór orðin sýnd veiði en ekki gefin. ÍR þarf að sleikja sárin og ná sér því þeir fá Tindastól í heimsókn og það er verðugt verkefni. Daníel Guðni: Þetta var krefjandi leikur og mikið mótlæti en við stigum heldur betur uppÞjálfara Grindvíkinga var auðsýnilega létt þegar blaðamaður náði á hann en var stoltur af sínum mönnum ásamt því að vera á því að þetta hafi verið rosalegur sigur. „Rosalega stór sigur fyrir okkur en þetta var erfitt fyrir okkur. Ég hef aldrei átt auðveldan leik hérna og það var raunin í kvöld ásamt því að lenda í miklu mótlæti þegar Jamal er vikið af velli. Strákarnir stigu mjög vel upp, náðu að halda þessu í jafnvægi fram að hálfleik og bættu í í seinni hálfleik. Alveg eins og við töluðum um í hálfleik. Ég er rosalega sáttur við frammistöðuna hjá mínum mönnum í kvöld“. Eins og áður segir var einbeitingin ekki alltaf í lagi hjá liðunum en Daníel var á því að gæðin í hópnum sínum hafi tryggt það að Grindavík náði í sigurinn. „Það eru gæði í þessum hóp og Arnar og Ólafur voru kannski ekki sérstakir framan af en stigu heldur betur upp í seinni háfleik. Ingvi náði síðan nánast að klára þetta af línunni ásamt Ólafi í lok leikins. Ég er mjög sáttur við frammistöðuna hjá öllum hópnum. Allir voru að leggja sitt af mörkum, líka sjúkraþjálfarar og aðstoðarþjálfarinn. Um þetta snýst þetta, maður er í þessu fyrir þessa leiki og það er svo gaman að sigra. Þetta var krefjandi leikur og mikið mótlæti en við stigum heldur betur upp“. Daníel var spurður að því hvort hans menn hafi verið meðvitaðir um mikilvægi leiksins í stóra samhenginu fyrir leikinn. „Það er test í hverri einustu viku. Við áttum fínan leik á móti Þór Þ. sem fór í framlengingu og tapaðist og fínan leik á móti Val. Við spiluðum svo við hörkulið í kvöld sem er vel þjálfað. Hver leikur er mikilvægur það eru tvö stig í boði alls staðar og sama hver mótherjinn er. Þetta er mjög krefjandi deild en þetta er skemmtilegt“. Borche: Við hefðum átt að vinna leikinn en svona er körfuboltinnÞjálfari ÍR var skiljanlega svekktur með úrslit kvöldsins en byrjaði á því að hrósa dómurum leiksins sem honum þótti standa sig vel. „Mig langar að hrósa dómurunum en við erum of duglegir við að gagnrýna þá en þegar það á við verðum við að benda á það sem vel er gert. Þeir dæmdu þennan leik vel og þa er skylda mín að benda á það“. Borche var spurður að því hvort honum hefði fundist ÍR átt að vera með meira forskot í seinasta fjórðungi leiksins en hann var sammála því. „Við hefðum átt að vinna leikinn en svona er körfuboltinn. Við töpuðum fókus í lok leiksins og vorum ekki nógu klárir, skipulagið gekk ekki upp í sókninni og það skapaði vandræði sóknarlega. Stærsta vandamálið var síðan frákasta baráttan. Grindavík tók 13 fleiri fráköst en við og þar skiptu sóknarfráköstin sköpum eins og í endann þegar staðan er 90-90. Við gleymdum síðan Óla sem náði að skora og það skrifast á einbeitingarleysi hjá okkur“. Jamal Olaswere, leikmanni Grindavíkur, var vikið af vellin snemma leiks og var Borche spurður að því hvort hans menn hafi haldið að frákastabaráttan yrði auðveldari fyrir vikið. „Kannski, það gæti útskýrt þetta að hluta. Við spiluðum samt vel meirihluta leiksins en í lok hans þá misstum við hausinn og vandamálin voru varnarfráköst hjá okkur. Við vorum að ruglast þegar við skiptum í svæðisvörn og svo aftur í maður á mann vörn. Þá gleymdu menn sér sem skapaði færir fyrir Grindavík sem þeir nýttu sér. Við hefðum átt að gera betur í vörninni“.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum