Níu vörður á ferli Margrétar Láru Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2019 11:55 Margrét Lára lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki árið 2000 og þann síðasta 19 árum síðar. Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi, hefur lagt skóna á hilluna. Markadrottningin úr Vestmannaeyjum átti glæsilegan feril. Hún varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Val og einu sinni bikarmeistari. Margrét Lára varð markahæst í efstu deild á Íslandi fimm sinnum í röð auk þess sem hún vann gullskóinn í Svíþjóð. Hún skoraði 79 mörk í 124 landsleikjum á árunum 2003-19, þar af sex þrennur, og fór með íslenska landsliðinu á tvö stórmót (EM 2009 og 2013). Margrét Lára var valinn Íþróttamaður ársins 2007 og var fjórum sinnum valin Knattspyrnukona ársins. Hér fyrir neðan má lesa um níu (að sjálfsögðu) merkilegustu vörðurnar á ferli Margrétar Láru. Fyrsta landsliðsmarkiðÞað tók Margréti Láru ekki langan tíma að skora fyrsta landsliðsmarkið sitt.mynd/e.ól.Margrét Lára skoraði sitt fyrsta landsliðsmark af 79 í fyrsta landsleiknum sínum gegn Ungverjalandi í undankeppni EM á Laugardalsvellinum 14. júní 2003. Margrét Lára kom inn á sem varamaður fyrir Málfríði Ernu Sigurðardóttur á 66. mínútu. Fjórum mínútum skoraði þessi 16 ára leikmaður ÍBV með sinni fyrstu snertingu í landsliðsbúningnum. Hún skallaði þá boltann í netið af stuttu færi. Fullkoma árið 2007Margrét Lára fagnar einu 38 marka sinna sumarið 2007. Í bakgrunni er auglýsing sem lék í fyrir TM.vísir/valliGóðærið náði hápunkti árið 2007, líka inni á vellinum hjá Margréti Láru. Hún skoraði þá 38 mörk í 16 leikjum (!) þegar Valur varð Íslandsmeistari annað árið í röð. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk á einu tímabili í efstu deild kvenna á Íslandi. Margrét Lára skoraði fjórum sinnum þrjú mörk í leik, einu sinni fjögur mörk og tvisvar sinnum sex mörk. Hún skoraði í 13 af 16 deildarleikjum Vals. Þá skoraði Margrét Lára átta mörk fyrir íslenska landsliðið á árinu, m.a. sigurmarkið gegn sterku liði Frakklands á Laugardalsvelli. Íþróttamaður ársins Margrét Lára með verðlaunagripinn fyrir að vera valinn Íþróttamaður ársins. Með henni á myndinni eru foreldrar hennar.vísir/vilhelmMargrét Lára var valinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna 2007. Afrek hennar það árið voru tíunduð hér fyrir ofan. Margrét var fjórða konan sem var valin Íþróttamaður ársins og fyrsta fótboltakonan. Hún fékk 496 atkvæði í kjörinu og var 177 atkvæðum á undan næsta manni (Ólafi Stefánssyni). EM-sætið tryggtMargrét Lára fagnar marki sínu gegn Írlandi.vísir/stefánÍslenska kvennalandsliðið tryggði sér sæti í lokakeppni stórmóts (EM 2009) í fyrsta sinn með 3-0 sigri á Írlandi á flughálum Laugardalsvelli 30. október 2008. Ísland var í góðri stöðu eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Dublin. Í seinni leiknum voru Íslendingar svo mun sterkari aðilinn og unnu 3-0 sigur. Margrét Lára skoraði annað mark Íslands. Það var hennar tólfta mark í undankeppninni þar sem hún varð markahæst. Markahæst í SvíþjóðMargrét Lára fékk sex gullskó á ferlinum.vísir/daníelMargrét Lára varð fimm sinnum markahæst í efstu deild á Íslandi (2004-08) áður en hún fór í atvinnumennsku. Þar nældi hún sér í einn gullskó til viðbótar. Tímabilið 2011 var Margrét Lára markahæst í sænsku úrvalsdeildinni ásamt hinni hollensku Manon Melis. Margrét Lára skoraði 16 mörk fyrir Kristianstad þar sem hún lék aftur undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Margrét Lára skoraði tæplega helming marka Kristianstad í deildinni. Auk þess gaf hún fimm stoðsendingar. Markið gegn NoregiMargrét Lára skoraði annað af tveimur mörkum Íslands á EM 2013.vísir/vilhelmMargrét Lára brenndi af vítaspyrnu í fyrsta leik Íslands á EM 2009. Hún skoraði hins vegar úr vítaspyrnu í fyrsta leik Íslands á EM 2013. Noregur komst yfir á 26. mínútu en Margrét Lára jafnaði þremur mínútum fyrir leikslok og tryggði Íslandi sitt fyrsta stig á stórmóti. Í lokaleik riðlakeppninnar vann Ísland 1-0 sigur á Hollandi og komst þar með í 8-liða úrslit. Þar mætti Ísland heimaliði Svíþjóðar og tapaði, 4-0. Hundraðasti landsleikurinnMargrét Lára var heiðruð fyrir 100. landsleikinn.vísir/vilhelmMargrét Lára lék sinn 100. landsleik þegar Ísland vann 2-0 sigur á Hvíta-Rússlandi 22. september 2015. Hún varð sú fimmta til að ná þeim áfanga á eftir Katrínu Jónsdóttur, Þóru B. Helgadóttur, Eddu Garðarsdóttur og Dóru Maríu Lárusdóttur. „Þetta er mjög stór stund. Ég þakka bara bara kærlega fyrir mig. Maður er hálf hrærður bara yfir þessu. Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt. Ég er orðlaus,“ sagði Margrét Lára við Vísi eftir þennan tímamótaleik. Hún fékk gullið tækifæri til að skora í honum en skaut yfir úr vítaspyrnu. Kvaddi með titliMargrét Lára lyftir Íslandsmeistarabikarnum ásamt systur sinni, Elísu.vísir/daníel þórEftir að hafa misst af stórum hluti tímabilsins 2017, og EM það sumarið vegna krossbandsslita, og öllu tímabilinu 2018 vegna barneigna sneri Margrét Lára aftur á völlinn með Val í sumar. Margrét Lára skoraði 15 mörk í 17 leikjum fyrir Val sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn síðan 2010. Margrét Lára skoraði í sínum síðasta deildarleik á ferlinum, 3-2 sigri á Keflavík sem tryggði Val titilinn. Alls skoraði Margrét Lára 207 mörk í 143 leikjum í efstu deild á Íslandi. Aðeins Olga Færseth (269 mörk) hefur skorað fleiri. Síðasta landsliðsmarkiðMargrét Lára skoraði með sinni fyrstu snertingu í fyrsta landsleiknum og með sinni síðustu snertingu í síðasta landsleiknum. Í báðum leikjunum kom hún inn á sem varamaður. Þann 8. október síðastliðinn vann Ísland 0-6 sigur á Lettlandi í undankeppni EM 2021. Margrét Lára skoraði sjötta mark Íslands og sitt 79. landsliðsmark þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Það reyndist hennar síðasta mark á ferlinum. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Reykjavík Tímamót Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Skoraði í síðasta deildarleiknum og síðasta landsleiknum Viðeigandi endir á ferli markadrottningarinnar úr Vestmannaeyjum. 26. nóvember 2019 19:00 „Betri liðsfélaga, leiðtoga, vin og fyrirmynd er erfitt að finna“ Fjölmargir skrifuðu kveðju til Margrétar Láru Viðarsdóttur á samfélagsmiðlum í gær. 27. nóvember 2019 11:00 Margrét Lára leggur skóna á hilluna Markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi hefur lagt skóna á hilluna. 26. nóvember 2019 14:19 „Fyrir mér er þetta eins og eitthvað ótrúlega fallegt rómantískt ævintýri“ Markahæsta knattspyrnukona Íslands frá upphafi, Margrét Lára Viðarsdóttir, hefur lagt skóna á hilluna. Hún segir þetta hafa verið erfiða ákvörðin en segist kveðja stolt 26. nóvember 2019 20:51 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi, hefur lagt skóna á hilluna. Markadrottningin úr Vestmannaeyjum átti glæsilegan feril. Hún varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Val og einu sinni bikarmeistari. Margrét Lára varð markahæst í efstu deild á Íslandi fimm sinnum í röð auk þess sem hún vann gullskóinn í Svíþjóð. Hún skoraði 79 mörk í 124 landsleikjum á árunum 2003-19, þar af sex þrennur, og fór með íslenska landsliðinu á tvö stórmót (EM 2009 og 2013). Margrét Lára var valinn Íþróttamaður ársins 2007 og var fjórum sinnum valin Knattspyrnukona ársins. Hér fyrir neðan má lesa um níu (að sjálfsögðu) merkilegustu vörðurnar á ferli Margrétar Láru. Fyrsta landsliðsmarkiðÞað tók Margréti Láru ekki langan tíma að skora fyrsta landsliðsmarkið sitt.mynd/e.ól.Margrét Lára skoraði sitt fyrsta landsliðsmark af 79 í fyrsta landsleiknum sínum gegn Ungverjalandi í undankeppni EM á Laugardalsvellinum 14. júní 2003. Margrét Lára kom inn á sem varamaður fyrir Málfríði Ernu Sigurðardóttur á 66. mínútu. Fjórum mínútum skoraði þessi 16 ára leikmaður ÍBV með sinni fyrstu snertingu í landsliðsbúningnum. Hún skallaði þá boltann í netið af stuttu færi. Fullkoma árið 2007Margrét Lára fagnar einu 38 marka sinna sumarið 2007. Í bakgrunni er auglýsing sem lék í fyrir TM.vísir/valliGóðærið náði hápunkti árið 2007, líka inni á vellinum hjá Margréti Láru. Hún skoraði þá 38 mörk í 16 leikjum (!) þegar Valur varð Íslandsmeistari annað árið í röð. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk á einu tímabili í efstu deild kvenna á Íslandi. Margrét Lára skoraði fjórum sinnum þrjú mörk í leik, einu sinni fjögur mörk og tvisvar sinnum sex mörk. Hún skoraði í 13 af 16 deildarleikjum Vals. Þá skoraði Margrét Lára átta mörk fyrir íslenska landsliðið á árinu, m.a. sigurmarkið gegn sterku liði Frakklands á Laugardalsvelli. Íþróttamaður ársins Margrét Lára með verðlaunagripinn fyrir að vera valinn Íþróttamaður ársins. Með henni á myndinni eru foreldrar hennar.vísir/vilhelmMargrét Lára var valinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna 2007. Afrek hennar það árið voru tíunduð hér fyrir ofan. Margrét var fjórða konan sem var valin Íþróttamaður ársins og fyrsta fótboltakonan. Hún fékk 496 atkvæði í kjörinu og var 177 atkvæðum á undan næsta manni (Ólafi Stefánssyni). EM-sætið tryggtMargrét Lára fagnar marki sínu gegn Írlandi.vísir/stefánÍslenska kvennalandsliðið tryggði sér sæti í lokakeppni stórmóts (EM 2009) í fyrsta sinn með 3-0 sigri á Írlandi á flughálum Laugardalsvelli 30. október 2008. Ísland var í góðri stöðu eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Dublin. Í seinni leiknum voru Íslendingar svo mun sterkari aðilinn og unnu 3-0 sigur. Margrét Lára skoraði annað mark Íslands. Það var hennar tólfta mark í undankeppninni þar sem hún varð markahæst. Markahæst í SvíþjóðMargrét Lára fékk sex gullskó á ferlinum.vísir/daníelMargrét Lára varð fimm sinnum markahæst í efstu deild á Íslandi (2004-08) áður en hún fór í atvinnumennsku. Þar nældi hún sér í einn gullskó til viðbótar. Tímabilið 2011 var Margrét Lára markahæst í sænsku úrvalsdeildinni ásamt hinni hollensku Manon Melis. Margrét Lára skoraði 16 mörk fyrir Kristianstad þar sem hún lék aftur undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Margrét Lára skoraði tæplega helming marka Kristianstad í deildinni. Auk þess gaf hún fimm stoðsendingar. Markið gegn NoregiMargrét Lára skoraði annað af tveimur mörkum Íslands á EM 2013.vísir/vilhelmMargrét Lára brenndi af vítaspyrnu í fyrsta leik Íslands á EM 2009. Hún skoraði hins vegar úr vítaspyrnu í fyrsta leik Íslands á EM 2013. Noregur komst yfir á 26. mínútu en Margrét Lára jafnaði þremur mínútum fyrir leikslok og tryggði Íslandi sitt fyrsta stig á stórmóti. Í lokaleik riðlakeppninnar vann Ísland 1-0 sigur á Hollandi og komst þar með í 8-liða úrslit. Þar mætti Ísland heimaliði Svíþjóðar og tapaði, 4-0. Hundraðasti landsleikurinnMargrét Lára var heiðruð fyrir 100. landsleikinn.vísir/vilhelmMargrét Lára lék sinn 100. landsleik þegar Ísland vann 2-0 sigur á Hvíta-Rússlandi 22. september 2015. Hún varð sú fimmta til að ná þeim áfanga á eftir Katrínu Jónsdóttur, Þóru B. Helgadóttur, Eddu Garðarsdóttur og Dóru Maríu Lárusdóttur. „Þetta er mjög stór stund. Ég þakka bara bara kærlega fyrir mig. Maður er hálf hrærður bara yfir þessu. Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt. Ég er orðlaus,“ sagði Margrét Lára við Vísi eftir þennan tímamótaleik. Hún fékk gullið tækifæri til að skora í honum en skaut yfir úr vítaspyrnu. Kvaddi með titliMargrét Lára lyftir Íslandsmeistarabikarnum ásamt systur sinni, Elísu.vísir/daníel þórEftir að hafa misst af stórum hluti tímabilsins 2017, og EM það sumarið vegna krossbandsslita, og öllu tímabilinu 2018 vegna barneigna sneri Margrét Lára aftur á völlinn með Val í sumar. Margrét Lára skoraði 15 mörk í 17 leikjum fyrir Val sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn síðan 2010. Margrét Lára skoraði í sínum síðasta deildarleik á ferlinum, 3-2 sigri á Keflavík sem tryggði Val titilinn. Alls skoraði Margrét Lára 207 mörk í 143 leikjum í efstu deild á Íslandi. Aðeins Olga Færseth (269 mörk) hefur skorað fleiri. Síðasta landsliðsmarkiðMargrét Lára skoraði með sinni fyrstu snertingu í fyrsta landsleiknum og með sinni síðustu snertingu í síðasta landsleiknum. Í báðum leikjunum kom hún inn á sem varamaður. Þann 8. október síðastliðinn vann Ísland 0-6 sigur á Lettlandi í undankeppni EM 2021. Margrét Lára skoraði sjötta mark Íslands og sitt 79. landsliðsmark þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Það reyndist hennar síðasta mark á ferlinum.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Reykjavík Tímamót Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Skoraði í síðasta deildarleiknum og síðasta landsleiknum Viðeigandi endir á ferli markadrottningarinnar úr Vestmannaeyjum. 26. nóvember 2019 19:00 „Betri liðsfélaga, leiðtoga, vin og fyrirmynd er erfitt að finna“ Fjölmargir skrifuðu kveðju til Margrétar Láru Viðarsdóttur á samfélagsmiðlum í gær. 27. nóvember 2019 11:00 Margrét Lára leggur skóna á hilluna Markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi hefur lagt skóna á hilluna. 26. nóvember 2019 14:19 „Fyrir mér er þetta eins og eitthvað ótrúlega fallegt rómantískt ævintýri“ Markahæsta knattspyrnukona Íslands frá upphafi, Margrét Lára Viðarsdóttir, hefur lagt skóna á hilluna. Hún segir þetta hafa verið erfiða ákvörðin en segist kveðja stolt 26. nóvember 2019 20:51 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Skoraði í síðasta deildarleiknum og síðasta landsleiknum Viðeigandi endir á ferli markadrottningarinnar úr Vestmannaeyjum. 26. nóvember 2019 19:00
„Betri liðsfélaga, leiðtoga, vin og fyrirmynd er erfitt að finna“ Fjölmargir skrifuðu kveðju til Margrétar Láru Viðarsdóttur á samfélagsmiðlum í gær. 27. nóvember 2019 11:00
Margrét Lára leggur skóna á hilluna Markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi hefur lagt skóna á hilluna. 26. nóvember 2019 14:19
„Fyrir mér er þetta eins og eitthvað ótrúlega fallegt rómantískt ævintýri“ Markahæsta knattspyrnukona Íslands frá upphafi, Margrét Lára Viðarsdóttir, hefur lagt skóna á hilluna. Hún segir þetta hafa verið erfiða ákvörðin en segist kveðja stolt 26. nóvember 2019 20:51