Óttast að mótmæli í Kongó komi niður á viðbrögðum gegn ebólu Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2019 08:21 Meðal annars krefjast mótmælendur þess að Sameinuðu þjóðirnar grípi til aðgerða gegn uppreisnarmönnum eða yfirgefi svæðið. Sameinuðu þjóðirnar eru með um 18 þúsund friðargæsluliða á svæðinu. AP/Al-hadji Kudra Maliro Læknar sem vinna gegn útbreiðslu ebólu í Kongó hafa leitað skjóls í borginni Beni eftir að íbúar réðust á stöðu Sameinuðu þjóðanna til að mótmæla ítrekuðum árásum uppreisnarmanna. Starfsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar hafa barist gegn ebólu á svæðinu en faraldurinn er næst versti í sögunni. Tedros Adhanom, yfirmaður WHO, segir ástandið harmleik og það koma niður á viðbragðinu við faraldrinum.AP fréttaveitan segir íbúa Beni reiða yfir því að uppreisnarmenn „Allied Democratic Forces“ haldi mannskæðum árásum sínum áfram, þrátt fyrir að friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna og hermenn Kongó haldi til í boginni. Hundruð almennra borgara hafa fallið í árásum ADF undanfarin ár og þar af átta í árás í Beni á sunnudagskvöld.Meðal annars krefjast mótmælendur þess að Sameinuðu þjóðirnar grípi til aðgerða gegn uppreisnarmönnum eða yfirgefi svæðið. Sameinuðu þjóðirnar eru með um 18 þúsund friðargæsluliða á svæðinu.Bæjarskrifstofa Beni var brennd í mótmælunum í gær auk áðurnefndrar herstöðvar. Sameinuðu þjóðirnar sögðu fljótt eftir mótmælin að ekki væri hægt að grípa til einhliða aðgerða á svæði þar sem herinn væri þegar virkur. Felix Tshisekedi, forseti Kongó, hélt neyðarfund í gær þar sem ákveðið var að leyfa sameiginlega aðgerðir hers Kongó og Sameinuðu þjóðanna. Frá því dreifing ebólu var skilgreind sem faraldur í ágúst í fyrra hafa minnst 3.100 manns smitast og þar af hafa 2.100 dáið. Undanfarið hefur þó dregið verulega úr smitum og hefur nokkrum sinnum komið fyrir í þessum mánuði að enginn smitaðist á einum degi. Svo WHO geti lýst því yfir að faraldrinum sé lokið þurfa 42 dagar að líða án nýrra smita. Austur-Kongó Ebóla Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Læknar sem vinna gegn útbreiðslu ebólu í Kongó hafa leitað skjóls í borginni Beni eftir að íbúar réðust á stöðu Sameinuðu þjóðanna til að mótmæla ítrekuðum árásum uppreisnarmanna. Starfsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar hafa barist gegn ebólu á svæðinu en faraldurinn er næst versti í sögunni. Tedros Adhanom, yfirmaður WHO, segir ástandið harmleik og það koma niður á viðbragðinu við faraldrinum.AP fréttaveitan segir íbúa Beni reiða yfir því að uppreisnarmenn „Allied Democratic Forces“ haldi mannskæðum árásum sínum áfram, þrátt fyrir að friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna og hermenn Kongó haldi til í boginni. Hundruð almennra borgara hafa fallið í árásum ADF undanfarin ár og þar af átta í árás í Beni á sunnudagskvöld.Meðal annars krefjast mótmælendur þess að Sameinuðu þjóðirnar grípi til aðgerða gegn uppreisnarmönnum eða yfirgefi svæðið. Sameinuðu þjóðirnar eru með um 18 þúsund friðargæsluliða á svæðinu.Bæjarskrifstofa Beni var brennd í mótmælunum í gær auk áðurnefndrar herstöðvar. Sameinuðu þjóðirnar sögðu fljótt eftir mótmælin að ekki væri hægt að grípa til einhliða aðgerða á svæði þar sem herinn væri þegar virkur. Felix Tshisekedi, forseti Kongó, hélt neyðarfund í gær þar sem ákveðið var að leyfa sameiginlega aðgerðir hers Kongó og Sameinuðu þjóðanna. Frá því dreifing ebólu var skilgreind sem faraldur í ágúst í fyrra hafa minnst 3.100 manns smitast og þar af hafa 2.100 dáið. Undanfarið hefur þó dregið verulega úr smitum og hefur nokkrum sinnum komið fyrir í þessum mánuði að enginn smitaðist á einum degi. Svo WHO geti lýst því yfir að faraldrinum sé lokið þurfa 42 dagar að líða án nýrra smita.
Austur-Kongó Ebóla Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira