Erlent

Robin­son játar aðild að flutningnum

Atli Ísleifsson skrifar
Maurice Robinson er 25 ára gamall.
Maurice Robinson er 25 ára gamall. FAcebook
Norður-írski flutningabílstjórinn Maurice Robinson, sem sakaður er um aðild að dauða 39 sem fundist látin í gámi vöruflutningabíls í síðasta mánuði, hefur játað sök vegna ákæru um aðstoð við ólöglega fólksflutninga.

Hinn 25 ára Robinson er sakaður um að tengjast alþjóðlegum smyglhring og hefur verið ákærður um manndráp. 39 einstaklingar, allir frá Víetnam, fundust látin í gámi bílsins á iðnaðarsvæði í Grays, austur af London, þann 23. október síðastliðinn.

Í hópi hinna látnu voru 31 karlmaður og átta konur. Þeir yngstu í hópnum voru tveir fimmtán ára drengir.

Robinson kom fyrir dómara í morgun, í gegnum myndsendibúnað, en hann er nú í varðhaldi í Belmarsh-fangelsinu í London.

Robinson var ekki beðinn um að taka afstöðu til ákæruliðs sem snýr að manndrápi, að svo stöddu. Hann mætir næst fyrir dómara þann 13. desember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×