Ríkisstjórnin ætlar að setja aukafjármagn í Samherjarannsóknir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 19:30 Héraðssaksóknari hefur sótt um aukafjármagn vegna Samherjarannsóknarinnar og ætlar ríkisstjórnin að verða við því að sögn fjármálaráðherra. Staða sjávarútvegsráðherra hefur ekki verið rædd innan Sjálfstæðisflokksins. Embætti héraðssaksóknara hóf rannsókn á Samherja eftir umfjöllun Kveiks þann 12. nóvember. Sama dag fór Jóhannes Stefánsson sem sagði frá viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibiu í yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara. Héraðssaksóknari sótti um aukafjármagn vegna rannsóknarinnar þann 21. nóvember. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að við þessu verði brugðist. „Bréf héraðsaksóknara er dagsett 21. nóvember sem er örfáum dögum fyrir þriðju umræðu fjárlaga. Undir venjulegum kringumstæðum tökum við við slíkum beiðnum á vorin þannig að þetta er að koma fram ótrúlega seint. Við getum engu að síður brugðist við og embættið er búið að setja fram sínar hugmyndir um fjárþörfina og við munum geta brugðist við því,“ segir Bjarni. Aðspurður um hversu mikið fjármagnið verður sagði hann ekki tímabært að svara því. Þá fá skattayfirvöld einnig aukafjármagn vegna rannsóknar á Samherja. „Skattrannsóknarstjóri og ríkiskattstjóra hafa haft samráð með hvernig embættin geta sameinað krafta sína í þessari rannsókn og við munum styðja við þá með þeim sjóðum sem við höfum fyrir embættin,“ segir Bjarni. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu var leystur úr haldi lögreglu í dag eftir að samþykkt var að ógilda handtökutilskipun á hendur honum samkvæmt namibískum fjölmiðlum. Þá hafa lögregluyfirvöld í Namibíu sent frá sér handtökutilskipun á fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins og tvo aðra sem tengjast málinu. Loks kom fram hjá RÚV að spillingarlögreglan í Namibíu hafi lýst yfir að öll gögn sem hafi verið skoðuð í Samherjamálinu bendi til þess að mútur, peningaþvætti, skattsvik og spilling hafi verið framin. Hér á landi var efnt til mótmæla á Austurvelli í gær og þess krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér vegna málsins. Bjarni segir að staða sjávarútvegsráðherra hafi ekki verið rædd í Sjálfstæðisflokknum. „Þess er krafist að það verði samin ný stjórnarskrá, þess er krafist að Kristján Þór víki hann segi af sér það er krafa sem beinist að honum. Ég sé ekki að það sé neitt fram komið sem að bendlar hann við þessi brot sem rætt er um og hans staða hefur ekki verið sérstaklega til umræðu,“ segir Bjarni. Alþingi Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur sótt um aukafjármagn vegna Samherjarannsóknarinnar og ætlar ríkisstjórnin að verða við því að sögn fjármálaráðherra. Staða sjávarútvegsráðherra hefur ekki verið rædd innan Sjálfstæðisflokksins. Embætti héraðssaksóknara hóf rannsókn á Samherja eftir umfjöllun Kveiks þann 12. nóvember. Sama dag fór Jóhannes Stefánsson sem sagði frá viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibiu í yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara. Héraðssaksóknari sótti um aukafjármagn vegna rannsóknarinnar þann 21. nóvember. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að við þessu verði brugðist. „Bréf héraðsaksóknara er dagsett 21. nóvember sem er örfáum dögum fyrir þriðju umræðu fjárlaga. Undir venjulegum kringumstæðum tökum við við slíkum beiðnum á vorin þannig að þetta er að koma fram ótrúlega seint. Við getum engu að síður brugðist við og embættið er búið að setja fram sínar hugmyndir um fjárþörfina og við munum geta brugðist við því,“ segir Bjarni. Aðspurður um hversu mikið fjármagnið verður sagði hann ekki tímabært að svara því. Þá fá skattayfirvöld einnig aukafjármagn vegna rannsóknar á Samherja. „Skattrannsóknarstjóri og ríkiskattstjóra hafa haft samráð með hvernig embættin geta sameinað krafta sína í þessari rannsókn og við munum styðja við þá með þeim sjóðum sem við höfum fyrir embættin,“ segir Bjarni. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu var leystur úr haldi lögreglu í dag eftir að samþykkt var að ógilda handtökutilskipun á hendur honum samkvæmt namibískum fjölmiðlum. Þá hafa lögregluyfirvöld í Namibíu sent frá sér handtökutilskipun á fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins og tvo aðra sem tengjast málinu. Loks kom fram hjá RÚV að spillingarlögreglan í Namibíu hafi lýst yfir að öll gögn sem hafi verið skoðuð í Samherjamálinu bendi til þess að mútur, peningaþvætti, skattsvik og spilling hafi verið framin. Hér á landi var efnt til mótmæla á Austurvelli í gær og þess krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér vegna málsins. Bjarni segir að staða sjávarútvegsráðherra hafi ekki verið rædd í Sjálfstæðisflokknum. „Þess er krafist að það verði samin ný stjórnarskrá, þess er krafist að Kristján Þór víki hann segi af sér það er krafa sem beinist að honum. Ég sé ekki að það sé neitt fram komið sem að bendlar hann við þessi brot sem rætt er um og hans staða hefur ekki verið sérstaklega til umræðu,“ segir Bjarni.
Alþingi Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira