Árásarmaðurinn á Lundúnabrú nafngreindur Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 08:58 Lögreglumenn rannsaka vettvang árásarinnar í gærkvöldi. Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar í árás á Lundúnabrú hefur verið nafngreindur. Hann hét Usman Khan og var 28 ára. Khan var dæmdur hryðjuverkamaður og var á reynslulausn þegar hann framdi árásina í gær, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC.Maður og kona létust í árásinni á brúnni síðdegis í gær og þrír særðust, þar af einn lífshættulega. Samkvæmt upplýsingum frá breskri lögreglu réðst Khan, vopnaður hnífi og íklæddur eftirlíkingu af sprengjuvesti, að vegfarendum. Lögreglumenn skutu hann síðar til bana eftir að hópur almennra borgara réðst að honum, afvopnaði hann og sneri hann niður. Lögregla skilgreinir árásina sem hryðjuverk. Í frétt BBC segir að Khan hafi verið góðkunningi lögreglu en hann var dæmdur fyrir hryðjuverk árið 2012.Usman Khan.Vísir/EPAHonum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn í desember í fyrra og var undir rafrænu eftirliti í gegnum ökklaband. Hann var með bandið á sér þegar hann réðst á fólkið á brúnni í gær, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins Times. Fleiri eru ekki grunaðir um aðild að árásinni. Þá stendur leit lögreglu yfir í íbúð Khans í Staffordskíri. Ekkert fórnarlambanna hefur verið nafngreint að svo stöddu. Þá hafa stjórnmálaleiðtogar lofað viðbrögð almennings við árásinni, þar á meðal Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jeremy Corbyn, keppinautur hans hjá Verkamannaflokknum. Athygli hefur vakið að einn þeirra sem mætti árásarmanninum á brúnni hélt á því sem virðist í fyrstu vera löng hvít stöng. Í ljós hefur komið að um er að ræða náhvalstönn sem aðilinn fjarlægði úr Fishmonger‘s Hall byggingunni í nágrenni London Bridge og hugðist beita gegn árásarmanninum. Bretland England Tengdar fréttir Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39 Einn skotinn af lögreglu eftir hnífaárás í London Nokkur fjöldi fólks er talinn hafa slasast eftir hnífaárás á London Bridge í ensku höfuðborginni um klukkan tvö í dag. Lögregla er með mikinn viðbúnað vegna málsins og hefur að minnsta kosti einn verið skotinn í tengslum við árásirnar. 29. nóvember 2019 15:49 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar í árás á Lundúnabrú hefur verið nafngreindur. Hann hét Usman Khan og var 28 ára. Khan var dæmdur hryðjuverkamaður og var á reynslulausn þegar hann framdi árásina í gær, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC.Maður og kona létust í árásinni á brúnni síðdegis í gær og þrír særðust, þar af einn lífshættulega. Samkvæmt upplýsingum frá breskri lögreglu réðst Khan, vopnaður hnífi og íklæddur eftirlíkingu af sprengjuvesti, að vegfarendum. Lögreglumenn skutu hann síðar til bana eftir að hópur almennra borgara réðst að honum, afvopnaði hann og sneri hann niður. Lögregla skilgreinir árásina sem hryðjuverk. Í frétt BBC segir að Khan hafi verið góðkunningi lögreglu en hann var dæmdur fyrir hryðjuverk árið 2012.Usman Khan.Vísir/EPAHonum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn í desember í fyrra og var undir rafrænu eftirliti í gegnum ökklaband. Hann var með bandið á sér þegar hann réðst á fólkið á brúnni í gær, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins Times. Fleiri eru ekki grunaðir um aðild að árásinni. Þá stendur leit lögreglu yfir í íbúð Khans í Staffordskíri. Ekkert fórnarlambanna hefur verið nafngreint að svo stöddu. Þá hafa stjórnmálaleiðtogar lofað viðbrögð almennings við árásinni, þar á meðal Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jeremy Corbyn, keppinautur hans hjá Verkamannaflokknum. Athygli hefur vakið að einn þeirra sem mætti árásarmanninum á brúnni hélt á því sem virðist í fyrstu vera löng hvít stöng. Í ljós hefur komið að um er að ræða náhvalstönn sem aðilinn fjarlægði úr Fishmonger‘s Hall byggingunni í nágrenni London Bridge og hugðist beita gegn árásarmanninum.
Bretland England Tengdar fréttir Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39 Einn skotinn af lögreglu eftir hnífaárás í London Nokkur fjöldi fólks er talinn hafa slasast eftir hnífaárás á London Bridge í ensku höfuðborginni um klukkan tvö í dag. Lögregla er með mikinn viðbúnað vegna málsins og hefur að minnsta kosti einn verið skotinn í tengslum við árásirnar. 29. nóvember 2019 15:49 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39
Einn skotinn af lögreglu eftir hnífaárás í London Nokkur fjöldi fólks er talinn hafa slasast eftir hnífaárás á London Bridge í ensku höfuðborginni um klukkan tvö í dag. Lögregla er með mikinn viðbúnað vegna málsins og hefur að minnsta kosti einn verið skotinn í tengslum við árásirnar. 29. nóvember 2019 15:49