Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2019 12:42 Búist er við aftakaveðri á nær öllu landinu á morgun. vísir/vilhelm Mögulegt er að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. Áður hafði Vegagerðin sagt á heimasíðu sinni að búist væri við að leiðunum yrði lokað. Orðalagið hefur verið mildað í uppfærðri tilkynningu á vef Vegagerðarinnar og nú segir að lokanir séu mögulegar. „Líkast til höfum við kveðið full sterkt að orði í síðasta pósti og þótt talað hafi verið um áætlaðar lokanir hafa margir skilið það sem svo að lokanirnar væru fast ákveðnar,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Er áréttað að Vegagerðin muni að sjálfsögðu miða aðgerðir sínar við aðstæður hverju sinni, vonandi þurfi ekki að loka öllum þessum vegum - eða loka þeim svona lengi – en rétt sé að vara við og vera við öllu búin. Búist er við aftakaveðri á nær öllu landinu á morgun og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun nær alls staðar. Líklegt er að öllum helstu leiðum út úr Reykjavík verði lokað um hádegi á morgun.vísir/hjalti Á vef Vegagerðarinnar segir að Suðurlandsvegur (frá Rauðavatni að Hveragerði), bæði um Hellisheiði og Þrengsli, verði líklegast lokaður frá hádegi á morgun, þriðjudag, til klukkan 13 á miðvikudag. Sömu sögu er að segja um Reykjanesbraut. Vegagerðin gerir sömuleiðis ráð fyrir að Vesturlandsvegi um Kjalarnes verði lokað klukkan 13 á morgun og í sólarhring. Að neðan má sjá áætlun Vegagerðarinnar um lokanir eins og staðan er núna en tekið skal fram að ef veðurspá breytist – eða aðrar aðstæður – geti lokanir tekið mið af því.Fréttin hefur verið uppfærð eftir uppfærða tilkynningu frá Vegagerðinni. Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Samgöngur Veður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Mögulegt er að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. Áður hafði Vegagerðin sagt á heimasíðu sinni að búist væri við að leiðunum yrði lokað. Orðalagið hefur verið mildað í uppfærðri tilkynningu á vef Vegagerðarinnar og nú segir að lokanir séu mögulegar. „Líkast til höfum við kveðið full sterkt að orði í síðasta pósti og þótt talað hafi verið um áætlaðar lokanir hafa margir skilið það sem svo að lokanirnar væru fast ákveðnar,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Er áréttað að Vegagerðin muni að sjálfsögðu miða aðgerðir sínar við aðstæður hverju sinni, vonandi þurfi ekki að loka öllum þessum vegum - eða loka þeim svona lengi – en rétt sé að vara við og vera við öllu búin. Búist er við aftakaveðri á nær öllu landinu á morgun og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun nær alls staðar. Líklegt er að öllum helstu leiðum út úr Reykjavík verði lokað um hádegi á morgun.vísir/hjalti Á vef Vegagerðarinnar segir að Suðurlandsvegur (frá Rauðavatni að Hveragerði), bæði um Hellisheiði og Þrengsli, verði líklegast lokaður frá hádegi á morgun, þriðjudag, til klukkan 13 á miðvikudag. Sömu sögu er að segja um Reykjanesbraut. Vegagerðin gerir sömuleiðis ráð fyrir að Vesturlandsvegi um Kjalarnes verði lokað klukkan 13 á morgun og í sólarhring. Að neðan má sjá áætlun Vegagerðarinnar um lokanir eins og staðan er núna en tekið skal fram að ef veðurspá breytist – eða aðrar aðstæður – geti lokanir tekið mið af því.Fréttin hefur verið uppfærð eftir uppfærða tilkynningu frá Vegagerðinni.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Samgöngur Veður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira