Telja rétt að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. desember 2019 18:30 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir einstaklinga innan flokksins mjög andvíga fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Þá vilji þingflokkurinn minnka stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Hins vegar sé of snemmt að segja til um hvort og hversu miklar breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Í nýju fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra er lagt til að komið verði á fót stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun efnis. Fram kemur að hlutfall endurgreiðslu skuli að hámarki verða 18% af kostnaði við öflun frétta en ekki hærri en fimmtíu milljónir króna. Í frumvarpi í vor var gert ráð fyrir að endurgreiðslan yrði 25% en í fjárlögum fyrir árið 2020 eru settar 400 milljóna króna til stuðnings einkarekinna fjölmiðla og það nægir aðeins fyrir endurgreiðslu uppá 18% samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þá þurfa fjölmiðlar sem sækja um endurgreiðsluna að veita fullnægjandi upplýsingar um eignarhald. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis segir að nokkrir einstaklingar innan flokksins hefðu viljað fara aðra allt aðra leið. „Það er ekkert launungarmál að innan þingflokksins eru einstaklingar sem eru mjög andvígir þessari leið menntamálaráðherra. Þeir segja að heppilegra hefði verið að bæta samkeppnisumhverfið með almennari hætti. Þá horfa menn fyrst og fremst á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði sem þrengir að frjálsum fjölmiðlum. Loks velta menn fyrir sér hvort hefði mátt bæta skattlegt umhverfi frjálsra fjölmiðla frekar en að fara í beina styrki,“ segir Birgir. Þingflokkurinn telji að það þurfi að breyta samkeppnisumhverfi fjölmiðla. „Ég held að hálfu þingflokks Sjálfstæðismanna þá telji menn rétt að minnka umsvif ríkisins á þessum markaði til að gefa öðrum meira svigrúm. Það er spurning hvort að það kalli á lagabreytingu eða hvort hægt sé að útfæra það í þjónustusamningi við RÚV sem er til endurskoðunar núna,“ segir Birgir. Hins vegar sé of snemmt að segja til um hvort fjölmiðlafrumvarpið sjálft taki breytingum. „Við erum bara rétt að byrja. Það verður mælt fyrir málinu á næstu dögum þá gengur það til alllsherjar-og stjórnskipunarnefndar og á eftir að fara í umfjöllun þar. Þannig að það verður að koma í ljós hvort og hverjar breytingarnar verða,“ segir Birgir að lokum. Alþingi Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir einstaklinga innan flokksins mjög andvíga fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Þá vilji þingflokkurinn minnka stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Hins vegar sé of snemmt að segja til um hvort og hversu miklar breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Í nýju fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra er lagt til að komið verði á fót stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun efnis. Fram kemur að hlutfall endurgreiðslu skuli að hámarki verða 18% af kostnaði við öflun frétta en ekki hærri en fimmtíu milljónir króna. Í frumvarpi í vor var gert ráð fyrir að endurgreiðslan yrði 25% en í fjárlögum fyrir árið 2020 eru settar 400 milljóna króna til stuðnings einkarekinna fjölmiðla og það nægir aðeins fyrir endurgreiðslu uppá 18% samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þá þurfa fjölmiðlar sem sækja um endurgreiðsluna að veita fullnægjandi upplýsingar um eignarhald. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis segir að nokkrir einstaklingar innan flokksins hefðu viljað fara aðra allt aðra leið. „Það er ekkert launungarmál að innan þingflokksins eru einstaklingar sem eru mjög andvígir þessari leið menntamálaráðherra. Þeir segja að heppilegra hefði verið að bæta samkeppnisumhverfið með almennari hætti. Þá horfa menn fyrst og fremst á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði sem þrengir að frjálsum fjölmiðlum. Loks velta menn fyrir sér hvort hefði mátt bæta skattlegt umhverfi frjálsra fjölmiðla frekar en að fara í beina styrki,“ segir Birgir. Þingflokkurinn telji að það þurfi að breyta samkeppnisumhverfi fjölmiðla. „Ég held að hálfu þingflokks Sjálfstæðismanna þá telji menn rétt að minnka umsvif ríkisins á þessum markaði til að gefa öðrum meira svigrúm. Það er spurning hvort að það kalli á lagabreytingu eða hvort hægt sé að útfæra það í þjónustusamningi við RÚV sem er til endurskoðunar núna,“ segir Birgir. Hins vegar sé of snemmt að segja til um hvort fjölmiðlafrumvarpið sjálft taki breytingum. „Við erum bara rétt að byrja. Það verður mælt fyrir málinu á næstu dögum þá gengur það til alllsherjar-og stjórnskipunarnefndar og á eftir að fara í umfjöllun þar. Þannig að það verður að koma í ljós hvort og hverjar breytingarnar verða,“ segir Birgir að lokum.
Alþingi Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira