Mál Íslands snúist ekki um sjálfstæði dómstóla Heimir Már Pétursson skrifar 6. desember 2019 18:45 Íslensk stjórnvöld krefjast þess að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafni niðurstöðu dómstólsins frá í vor um að Ísland hafi gerst brotlegt við sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu með skipan fjögurra dómara í Landsrétt.Ríkisstjórnin afgreiddi í dag greinargerð dómsmálaráðherra til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu vegna áfrýjunar stjórnvalda. En Arnfríður Einarsdóttir, einn fjögurra dómara sem Sigríður Andersen skipaði fram hjá niðurstöðu hæfisnefndar í Landsrétt dæmdi í máli þar sem maður var fundinn sekur. Hann vísaði máli sínu til Mannréttindadómstólsins á þeirri forsendu að ekki hafi verið staðið rétt að skipan dómarans og féllst Mannréttindadómstóllinn á þau sjónarmið í mars. Dómararnir fjórir drógu sig frá störfum við réttinn eftir þessa niðurstöðu og Sigríður Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra. Stjórnvöld áfrýjuðu málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins sem tekur málið fyrir hinn 5. febrúar.Sjá einnig: Landsréttarmálið tekið fyrir hjá yfirdeild MDE í byrjun febrúarÍ greinargerð stjórnvalda segir meðal annars að skipan dómaranna hafi farið fram með gagnsæjum og opnum hætti, þar sem óháður aðili hafi talið Arnfríði að fullu hæfa til dómarastarfa, Alþingi hafi samþykkt skipan hennar og forseti Íslands skipað hana í embættið. Hún hafi tekið til starfa og þar með orðið bundin af viðeigandi skilyrðum stjórnarskrár og ekkert bendi til annars en hún hafi unnið eftir þeim.Kjartan Bjarni Björgvinsson formaður Dómarafélagsins og sem fór fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur segir verulegt áhyggjuefni að pólsk yfirvöld styðji íslenska ríkið í Landsréttarmálinu. Stjórnvöld þar hafi verið sökuð um fjandsamlega yfirtöku á dómskerfinu. Pólskir dómarar hafi undanfarin ár sætt ofsóknum og skipulögðum rógsherferðum stjórnarflokksins sem vilji afnema sjálfstæði dómstóla.Sjá einnig: Lýsir áhyggjum af stuðningi pólskra yfirvalda við íslenska ríkiðEn í greinargerð íslenskra stjórnvalda segir að mjög mikilvægt sé að skilja þetta mál frá dæmigerðum vandamálum sem nýlega hafi komið upp í öðrum Evrópuríkjum. Í þeim löndum virðist mál snúast um sjálfstæði dómstóla fremur en samkvæmt lögunum sjálfum. Mál Íslands snúist ekki um sjálfstæði dómstóla eins og 6. grein mannréttindasáttmálans kveði á um. Dómstólar Landsréttarmálið Mannréttindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Íslensk stjórnvöld krefjast þess að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafni niðurstöðu dómstólsins frá í vor um að Ísland hafi gerst brotlegt við sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu með skipan fjögurra dómara í Landsrétt.Ríkisstjórnin afgreiddi í dag greinargerð dómsmálaráðherra til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu vegna áfrýjunar stjórnvalda. En Arnfríður Einarsdóttir, einn fjögurra dómara sem Sigríður Andersen skipaði fram hjá niðurstöðu hæfisnefndar í Landsrétt dæmdi í máli þar sem maður var fundinn sekur. Hann vísaði máli sínu til Mannréttindadómstólsins á þeirri forsendu að ekki hafi verið staðið rétt að skipan dómarans og féllst Mannréttindadómstóllinn á þau sjónarmið í mars. Dómararnir fjórir drógu sig frá störfum við réttinn eftir þessa niðurstöðu og Sigríður Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra. Stjórnvöld áfrýjuðu málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins sem tekur málið fyrir hinn 5. febrúar.Sjá einnig: Landsréttarmálið tekið fyrir hjá yfirdeild MDE í byrjun febrúarÍ greinargerð stjórnvalda segir meðal annars að skipan dómaranna hafi farið fram með gagnsæjum og opnum hætti, þar sem óháður aðili hafi talið Arnfríði að fullu hæfa til dómarastarfa, Alþingi hafi samþykkt skipan hennar og forseti Íslands skipað hana í embættið. Hún hafi tekið til starfa og þar með orðið bundin af viðeigandi skilyrðum stjórnarskrár og ekkert bendi til annars en hún hafi unnið eftir þeim.Kjartan Bjarni Björgvinsson formaður Dómarafélagsins og sem fór fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur segir verulegt áhyggjuefni að pólsk yfirvöld styðji íslenska ríkið í Landsréttarmálinu. Stjórnvöld þar hafi verið sökuð um fjandsamlega yfirtöku á dómskerfinu. Pólskir dómarar hafi undanfarin ár sætt ofsóknum og skipulögðum rógsherferðum stjórnarflokksins sem vilji afnema sjálfstæði dómstóla.Sjá einnig: Lýsir áhyggjum af stuðningi pólskra yfirvalda við íslenska ríkiðEn í greinargerð íslenskra stjórnvalda segir að mjög mikilvægt sé að skilja þetta mál frá dæmigerðum vandamálum sem nýlega hafi komið upp í öðrum Evrópuríkjum. Í þeim löndum virðist mál snúast um sjálfstæði dómstóla fremur en samkvæmt lögunum sjálfum. Mál Íslands snúist ekki um sjálfstæði dómstóla eins og 6. grein mannréttindasáttmálans kveði á um.
Dómstólar Landsréttarmálið Mannréttindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira