Sama hvaðan gott kemur? Sýnum góða starfshætti í loftslagsaðgerðum Bergur Sigfússon, Edda Sif Pind Aradóttir og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir og Sigurður Reynir Gíslason skrifa 6. desember 2019 14:00 Á dögunum kynnti Landsvirkjun fyrirætlanir félagsins um að draga úr losun koltvíoxíðs (CO2) frá Kröfluvirkjun með föngun þess, niðurdælingu og förgun. Því fögnum við og óskum Landsvirkjun til hamingju með að hafa stigið þetta stóra skref. Það er mikilvægt að grípa hratt og vel til stórtækra aðgerða til að draga úr beinni losun gróðurhúsalofttegunda með tæknilausnum samhliða því að horfa til annarra atriða, svo sem orkuskipta í samgöngum, endurheimtar votlendis, kolefnisbindingar í gróðri - að ógleymdri minni neyslu. Landsvirkjun bætist hér í lið með Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefur beitt CarbFix aðferðinni til að fanga og dæla niður CO2 frá Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2014. Á komandi árum stendur til að stórauka þau umsvif til að markmið um kolefnishlutleysi náist. Allt frá árinu 2006 hafa Orkuveita Reykjavíkur og Háskóli Íslands átt samstarf við innlenda og erlenda háskóla, vísindastofnanir og verkfræðistofur við þróun CarbFix aðferðarinnar, sem felur í sér að fanga CO2 úr jarðhitagufu í stað þess að sleppa því út í andrúmsloftið. Vatni með uppleystu CO2 – nokkurs konar sódavatni - er svo dælt ofan í berglög þar sem náttúrleg ferli taka við og umbreyta uppleysta koltvíoxíðinu í grjót. Gróft áætlað hefur um hundrað ársverkum vísindafólks, iðnaðar- og tæknifólks auk annars samstarfsfólks og hátt í fjórum milljörðum íslenskra króna verið varið í rannsóknir og nýsköpun undir merkjum CarbFix. Hátt í hundrað ritrýndar vísindagreinar hafa verið birtar um þessar rannsóknir og tæknin er í alþjóðlegu einkaleyfaferli. Þrettán nemar hafa lokið doktorsprófi með rannsóknum tengdum verkefninu, flestir frá Háskóla Íslands. Landsvirkjun virðist ætla að beita CarbFix aðferðinni í Kröflu. Það er klókt enda er þetta raunprófaða, íslenska hugverk í senn hagkvæmt og umhverfisvænt og leiðir til varanlegrar bindingar CO2 í bergi. Okkur finnst hinsvegar miður að Landsvirkjun nefni hvergi uppruna aðferðarinnar í kynningarefni um áform sín og þá gríðarmiklu nýsköpun sem þegar hefur farið fram þó að aðlaga þurfi aðferðina að staðháttum. Þvert á móti er gefið í skyn að um nýja aðferð sé að ræða. Hugmyndin um að nýta þetta náttúrulega ferli til kolefnisbindingar kviknaði í vísindaheiminum á 10. áratug síðustu aldar. Hugmyndin að CarbFix varð til fyrir 13 árum. Góðir starfshættir í rannsóknum og nýsköpun fela í sér að geta heimilda og uppruna aðferða. Hver skal státa af eigin fjöðrum.Höfundar eru kolefnisfargarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum kynnti Landsvirkjun fyrirætlanir félagsins um að draga úr losun koltvíoxíðs (CO2) frá Kröfluvirkjun með föngun þess, niðurdælingu og förgun. Því fögnum við og óskum Landsvirkjun til hamingju með að hafa stigið þetta stóra skref. Það er mikilvægt að grípa hratt og vel til stórtækra aðgerða til að draga úr beinni losun gróðurhúsalofttegunda með tæknilausnum samhliða því að horfa til annarra atriða, svo sem orkuskipta í samgöngum, endurheimtar votlendis, kolefnisbindingar í gróðri - að ógleymdri minni neyslu. Landsvirkjun bætist hér í lið með Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefur beitt CarbFix aðferðinni til að fanga og dæla niður CO2 frá Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2014. Á komandi árum stendur til að stórauka þau umsvif til að markmið um kolefnishlutleysi náist. Allt frá árinu 2006 hafa Orkuveita Reykjavíkur og Háskóli Íslands átt samstarf við innlenda og erlenda háskóla, vísindastofnanir og verkfræðistofur við þróun CarbFix aðferðarinnar, sem felur í sér að fanga CO2 úr jarðhitagufu í stað þess að sleppa því út í andrúmsloftið. Vatni með uppleystu CO2 – nokkurs konar sódavatni - er svo dælt ofan í berglög þar sem náttúrleg ferli taka við og umbreyta uppleysta koltvíoxíðinu í grjót. Gróft áætlað hefur um hundrað ársverkum vísindafólks, iðnaðar- og tæknifólks auk annars samstarfsfólks og hátt í fjórum milljörðum íslenskra króna verið varið í rannsóknir og nýsköpun undir merkjum CarbFix. Hátt í hundrað ritrýndar vísindagreinar hafa verið birtar um þessar rannsóknir og tæknin er í alþjóðlegu einkaleyfaferli. Þrettán nemar hafa lokið doktorsprófi með rannsóknum tengdum verkefninu, flestir frá Háskóla Íslands. Landsvirkjun virðist ætla að beita CarbFix aðferðinni í Kröflu. Það er klókt enda er þetta raunprófaða, íslenska hugverk í senn hagkvæmt og umhverfisvænt og leiðir til varanlegrar bindingar CO2 í bergi. Okkur finnst hinsvegar miður að Landsvirkjun nefni hvergi uppruna aðferðarinnar í kynningarefni um áform sín og þá gríðarmiklu nýsköpun sem þegar hefur farið fram þó að aðlaga þurfi aðferðina að staðháttum. Þvert á móti er gefið í skyn að um nýja aðferð sé að ræða. Hugmyndin um að nýta þetta náttúrulega ferli til kolefnisbindingar kviknaði í vísindaheiminum á 10. áratug síðustu aldar. Hugmyndin að CarbFix varð til fyrir 13 árum. Góðir starfshættir í rannsóknum og nýsköpun fela í sér að geta heimilda og uppruna aðferða. Hver skal státa af eigin fjöðrum.Höfundar eru kolefnisfargarar.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun