Sama hvaðan gott kemur? Sýnum góða starfshætti í loftslagsaðgerðum Bergur Sigfússon, Edda Sif Pind Aradóttir og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir og Sigurður Reynir Gíslason skrifa 6. desember 2019 14:00 Á dögunum kynnti Landsvirkjun fyrirætlanir félagsins um að draga úr losun koltvíoxíðs (CO2) frá Kröfluvirkjun með föngun þess, niðurdælingu og förgun. Því fögnum við og óskum Landsvirkjun til hamingju með að hafa stigið þetta stóra skref. Það er mikilvægt að grípa hratt og vel til stórtækra aðgerða til að draga úr beinni losun gróðurhúsalofttegunda með tæknilausnum samhliða því að horfa til annarra atriða, svo sem orkuskipta í samgöngum, endurheimtar votlendis, kolefnisbindingar í gróðri - að ógleymdri minni neyslu. Landsvirkjun bætist hér í lið með Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefur beitt CarbFix aðferðinni til að fanga og dæla niður CO2 frá Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2014. Á komandi árum stendur til að stórauka þau umsvif til að markmið um kolefnishlutleysi náist. Allt frá árinu 2006 hafa Orkuveita Reykjavíkur og Háskóli Íslands átt samstarf við innlenda og erlenda háskóla, vísindastofnanir og verkfræðistofur við þróun CarbFix aðferðarinnar, sem felur í sér að fanga CO2 úr jarðhitagufu í stað þess að sleppa því út í andrúmsloftið. Vatni með uppleystu CO2 – nokkurs konar sódavatni - er svo dælt ofan í berglög þar sem náttúrleg ferli taka við og umbreyta uppleysta koltvíoxíðinu í grjót. Gróft áætlað hefur um hundrað ársverkum vísindafólks, iðnaðar- og tæknifólks auk annars samstarfsfólks og hátt í fjórum milljörðum íslenskra króna verið varið í rannsóknir og nýsköpun undir merkjum CarbFix. Hátt í hundrað ritrýndar vísindagreinar hafa verið birtar um þessar rannsóknir og tæknin er í alþjóðlegu einkaleyfaferli. Þrettán nemar hafa lokið doktorsprófi með rannsóknum tengdum verkefninu, flestir frá Háskóla Íslands. Landsvirkjun virðist ætla að beita CarbFix aðferðinni í Kröflu. Það er klókt enda er þetta raunprófaða, íslenska hugverk í senn hagkvæmt og umhverfisvænt og leiðir til varanlegrar bindingar CO2 í bergi. Okkur finnst hinsvegar miður að Landsvirkjun nefni hvergi uppruna aðferðarinnar í kynningarefni um áform sín og þá gríðarmiklu nýsköpun sem þegar hefur farið fram þó að aðlaga þurfi aðferðina að staðháttum. Þvert á móti er gefið í skyn að um nýja aðferð sé að ræða. Hugmyndin um að nýta þetta náttúrulega ferli til kolefnisbindingar kviknaði í vísindaheiminum á 10. áratug síðustu aldar. Hugmyndin að CarbFix varð til fyrir 13 árum. Góðir starfshættir í rannsóknum og nýsköpun fela í sér að geta heimilda og uppruna aðferða. Hver skal státa af eigin fjöðrum.Höfundar eru kolefnisfargarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Á dögunum kynnti Landsvirkjun fyrirætlanir félagsins um að draga úr losun koltvíoxíðs (CO2) frá Kröfluvirkjun með föngun þess, niðurdælingu og förgun. Því fögnum við og óskum Landsvirkjun til hamingju með að hafa stigið þetta stóra skref. Það er mikilvægt að grípa hratt og vel til stórtækra aðgerða til að draga úr beinni losun gróðurhúsalofttegunda með tæknilausnum samhliða því að horfa til annarra atriða, svo sem orkuskipta í samgöngum, endurheimtar votlendis, kolefnisbindingar í gróðri - að ógleymdri minni neyslu. Landsvirkjun bætist hér í lið með Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefur beitt CarbFix aðferðinni til að fanga og dæla niður CO2 frá Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2014. Á komandi árum stendur til að stórauka þau umsvif til að markmið um kolefnishlutleysi náist. Allt frá árinu 2006 hafa Orkuveita Reykjavíkur og Háskóli Íslands átt samstarf við innlenda og erlenda háskóla, vísindastofnanir og verkfræðistofur við þróun CarbFix aðferðarinnar, sem felur í sér að fanga CO2 úr jarðhitagufu í stað þess að sleppa því út í andrúmsloftið. Vatni með uppleystu CO2 – nokkurs konar sódavatni - er svo dælt ofan í berglög þar sem náttúrleg ferli taka við og umbreyta uppleysta koltvíoxíðinu í grjót. Gróft áætlað hefur um hundrað ársverkum vísindafólks, iðnaðar- og tæknifólks auk annars samstarfsfólks og hátt í fjórum milljörðum íslenskra króna verið varið í rannsóknir og nýsköpun undir merkjum CarbFix. Hátt í hundrað ritrýndar vísindagreinar hafa verið birtar um þessar rannsóknir og tæknin er í alþjóðlegu einkaleyfaferli. Þrettán nemar hafa lokið doktorsprófi með rannsóknum tengdum verkefninu, flestir frá Háskóla Íslands. Landsvirkjun virðist ætla að beita CarbFix aðferðinni í Kröflu. Það er klókt enda er þetta raunprófaða, íslenska hugverk í senn hagkvæmt og umhverfisvænt og leiðir til varanlegrar bindingar CO2 í bergi. Okkur finnst hinsvegar miður að Landsvirkjun nefni hvergi uppruna aðferðarinnar í kynningarefni um áform sín og þá gríðarmiklu nýsköpun sem þegar hefur farið fram þó að aðlaga þurfi aðferðina að staðháttum. Þvert á móti er gefið í skyn að um nýja aðferð sé að ræða. Hugmyndin um að nýta þetta náttúrulega ferli til kolefnisbindingar kviknaði í vísindaheiminum á 10. áratug síðustu aldar. Hugmyndin að CarbFix varð til fyrir 13 árum. Góðir starfshættir í rannsóknum og nýsköpun fela í sér að geta heimilda og uppruna aðferða. Hver skal státa af eigin fjöðrum.Höfundar eru kolefnisfargarar.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun