Mikilvægi sjálfboðastarfs Þorgeir Þorsteinsson skrifar 5. desember 2019 10:00 Í landi þar sem efnahagsástandið er mjög óstöðugt í augnablikinu og framtíðarhorfur eru óvissar, er eitt alveg ljóst: þörfin fyrir hjálparhönd og samheldni hefur sjaldan verið meiri. Sem betur fer eru Argentínumennirnir þeir vingjarnlegustu sem hægt er að finna og hversu miklu þeir deila er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður. Þrátt fyrir að margir Argentínumenn hafi upplifað svipaða tíma áður, þá er þetta fyrsta upplifunin fyrir börnin sem ég hef unnið með í Las Tejedoras sem er mjög fátækt hverfi í útjaðri Buenos Aires. Efnahagslegir erfiðleikar lenda oftast verst á hinum fátækustu og fyrir suma íbúa í Ingeniero Budge hverfinu, þar sem fjölskyldan sem ég dvelst hjá, eru erfiðir tímar. Sumt fólk í hverfinu hefur um árabil sýnt ótrúlegt rausnarskap sitt með því að gefa af tíma sínum og fjármunum til umbóta í samfélaginu. Börn á öllum aldri geta komið þangað, fengið sér mat og tekið þátt í því sem við skipuleggjum með þeim.Matarpökkum er einnig dreift til fjölskyldna í neyð. Ástandið var ekki eins slæmt fyrir fjórum mánuðum þegar ég kom og við höfum séð aukningu á börnunum sem mæta Þó er það góð tilfinning að sjá þau fara heim með bros á vör. Það eru forréttindi að geta farið til annars lands og upplifað menninguna, sérstaklega með því að búa hjá argentínskri fjölskyldu. Þú færð einstaka innsýn í líf venjulegra Argentínumanna og gerir vonandi eitthvað gott á meðan þú ert á staðnum. Það er stundum erfitt að ræða við vini mína hér úr hverfinu um Ísland og aðstæðurnar þar, mér finnst það næstum vandræðalegt og ég vildi óska þess að þeir hefðu sömu tækifæri og ég. Reynsla mín hér hefur gert mér grein fyrir því hve ótrúlega gott við höfum það heima. Það hefur opnað augu mín fyrir mörgu og þó svo að ég hafi eytt miklum tíma í Las Tejedoras, þá finnst mér það jafn mikilvægt og aðalverkefnið um félagslegt frumkvöðlastarf.AðsendÁsamt samtökunum Subir al Sur höfum við skipulagt viðburði með það að markmiði að styrkja sjálfboðaliðastarf í Buenos Aires þar sem sjálfboðaliðastarf er órjúfanlegur hluti flestra samfélaga og getur haft ótrúlegan samfélagslegan ávinning sem og faglegan ávinning fyrir fólk. Það er mjög mikilvægt að hafa sterkan grunn sjálfboðaliða og annarra sem taka þátt og með þessum verkefnum stefnum við að því að ná til heimamanna og fræða þá um mikilvægi sjálfboðaliða og aðstoða almennt. Við vonumst til að bæði mennta og fá í lið með okkur fleiri heimamenn sem sjálfboðaliða fyrir innlend, sem og erlend verkefni. Helsti markhópurinn er ungt fólk á aldrinum 16 til 30 ára en að fá leiðbeinendur fyrir sjálfboðaliða og hýsifjölskyldur er einnig stór hluti af markmiði okkar. Það er órjúfanlegur hluti af því að styrkja núverandi innviði sjálfboðaliðasamtaka í Buenos Aires og við vonumst til að byggja á því mikla starfi sem þegar hefur verið unnið. Eftir að hafa verið hér í Argentínu í meira en fjóra mánuði, sem er rúmur helmingur dvalar minnar hér, er áhugavert að líta til baka og hugsa um það sem hefur gerst hingað til. Að sjá og upplifa andstæðurnar milli þessa lands og míns (lands sem er nokkuð einangrað og mjög stöðugt) hefur gefið mér annað sjónarhorn og maður getur vissulega séð mikilvægi og þörf sjálfboðaliða á stað eins og þessum. Sérstaklega að búa hjá fjölskyldu, í hverfi þar sem erfiðleikar hafa verið miklir og er enn með mörg vandamál, gefur virkilega áhugaverða innsýn í menningu og líf venjulegs fólks. Einnig sú ótrúlega vinna sem samtök sjálfboðaliða vinna alls staðar. Þú sérð hluti í sjónvarpinu eða lest eitthvað á netinu svo þú hefur ákveðnar væntingar áður en þú kemur á staðinn, en svo er raunveruleikinn allt öðruvísi þegar þú ert þar og hittir og umgengst fólkið. Á tíma mínum hérna hef ég ekki aðeins lært tungumálið og hvernig á að spila Truco heldur hef ég lært mikilvægi þess að deila, hjálpa, vera þakklátur fyrir og nota það sem ég hef. Þetta eru þau atriði sem ég tek með mér aftur heim og deili með fólki þar, sem verður hluti af mér það sem eftir er ævinnar.Höfundur er sjálfboðaliði í Argentínu. Greinin er rituð í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfboðaliða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í landi þar sem efnahagsástandið er mjög óstöðugt í augnablikinu og framtíðarhorfur eru óvissar, er eitt alveg ljóst: þörfin fyrir hjálparhönd og samheldni hefur sjaldan verið meiri. Sem betur fer eru Argentínumennirnir þeir vingjarnlegustu sem hægt er að finna og hversu miklu þeir deila er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður. Þrátt fyrir að margir Argentínumenn hafi upplifað svipaða tíma áður, þá er þetta fyrsta upplifunin fyrir börnin sem ég hef unnið með í Las Tejedoras sem er mjög fátækt hverfi í útjaðri Buenos Aires. Efnahagslegir erfiðleikar lenda oftast verst á hinum fátækustu og fyrir suma íbúa í Ingeniero Budge hverfinu, þar sem fjölskyldan sem ég dvelst hjá, eru erfiðir tímar. Sumt fólk í hverfinu hefur um árabil sýnt ótrúlegt rausnarskap sitt með því að gefa af tíma sínum og fjármunum til umbóta í samfélaginu. Börn á öllum aldri geta komið þangað, fengið sér mat og tekið þátt í því sem við skipuleggjum með þeim.Matarpökkum er einnig dreift til fjölskyldna í neyð. Ástandið var ekki eins slæmt fyrir fjórum mánuðum þegar ég kom og við höfum séð aukningu á börnunum sem mæta Þó er það góð tilfinning að sjá þau fara heim með bros á vör. Það eru forréttindi að geta farið til annars lands og upplifað menninguna, sérstaklega með því að búa hjá argentínskri fjölskyldu. Þú færð einstaka innsýn í líf venjulegra Argentínumanna og gerir vonandi eitthvað gott á meðan þú ert á staðnum. Það er stundum erfitt að ræða við vini mína hér úr hverfinu um Ísland og aðstæðurnar þar, mér finnst það næstum vandræðalegt og ég vildi óska þess að þeir hefðu sömu tækifæri og ég. Reynsla mín hér hefur gert mér grein fyrir því hve ótrúlega gott við höfum það heima. Það hefur opnað augu mín fyrir mörgu og þó svo að ég hafi eytt miklum tíma í Las Tejedoras, þá finnst mér það jafn mikilvægt og aðalverkefnið um félagslegt frumkvöðlastarf.AðsendÁsamt samtökunum Subir al Sur höfum við skipulagt viðburði með það að markmiði að styrkja sjálfboðaliðastarf í Buenos Aires þar sem sjálfboðaliðastarf er órjúfanlegur hluti flestra samfélaga og getur haft ótrúlegan samfélagslegan ávinning sem og faglegan ávinning fyrir fólk. Það er mjög mikilvægt að hafa sterkan grunn sjálfboðaliða og annarra sem taka þátt og með þessum verkefnum stefnum við að því að ná til heimamanna og fræða þá um mikilvægi sjálfboðaliða og aðstoða almennt. Við vonumst til að bæði mennta og fá í lið með okkur fleiri heimamenn sem sjálfboðaliða fyrir innlend, sem og erlend verkefni. Helsti markhópurinn er ungt fólk á aldrinum 16 til 30 ára en að fá leiðbeinendur fyrir sjálfboðaliða og hýsifjölskyldur er einnig stór hluti af markmiði okkar. Það er órjúfanlegur hluti af því að styrkja núverandi innviði sjálfboðaliðasamtaka í Buenos Aires og við vonumst til að byggja á því mikla starfi sem þegar hefur verið unnið. Eftir að hafa verið hér í Argentínu í meira en fjóra mánuði, sem er rúmur helmingur dvalar minnar hér, er áhugavert að líta til baka og hugsa um það sem hefur gerst hingað til. Að sjá og upplifa andstæðurnar milli þessa lands og míns (lands sem er nokkuð einangrað og mjög stöðugt) hefur gefið mér annað sjónarhorn og maður getur vissulega séð mikilvægi og þörf sjálfboðaliða á stað eins og þessum. Sérstaklega að búa hjá fjölskyldu, í hverfi þar sem erfiðleikar hafa verið miklir og er enn með mörg vandamál, gefur virkilega áhugaverða innsýn í menningu og líf venjulegs fólks. Einnig sú ótrúlega vinna sem samtök sjálfboðaliða vinna alls staðar. Þú sérð hluti í sjónvarpinu eða lest eitthvað á netinu svo þú hefur ákveðnar væntingar áður en þú kemur á staðinn, en svo er raunveruleikinn allt öðruvísi þegar þú ert þar og hittir og umgengst fólkið. Á tíma mínum hérna hef ég ekki aðeins lært tungumálið og hvernig á að spila Truco heldur hef ég lært mikilvægi þess að deila, hjálpa, vera þakklátur fyrir og nota það sem ég hef. Þetta eru þau atriði sem ég tek með mér aftur heim og deili með fólki þar, sem verður hluti af mér það sem eftir er ævinnar.Höfundur er sjálfboðaliði í Argentínu. Greinin er rituð í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfboðaliða.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun