Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar 16. janúar 2026 12:46 Raforkukerfi Íslands stendur á tímamótum. Þróunin í alþjóðamálum, aukin óvissa og flóknara tæknilegt umhverfi hafa breytt forsendum og skapað nýjar fjölþættar ógnir. Í ljósi þess er brýnt að endurmeta og efla öryggi raforkuinnviða landsins. Samkvæmt gögnum Landsnets og greiningum sérfræðinga er ljóst að ógnir sem áður voru metnar sem ólíklegar eru nú raunhæfur þáttur í rekstri raforkukerfisins. Þar má nefna vaxandi netógnir, hættu á skemmdaverkum, upplýsingaóreiðu, óstöðugleika í aðfangakeðjunni og flóknari samfélagsinnviði, sem þurfa samhæfð og fumlaus viðbrögð. Fjölþátta ógnir krefjast nýrrar nálgunar Gögn sem lögð hafa verið fyrir stjórnvöld sýna að mörg Evrópulönd hafa nú þegar innleitt strangari kröfur um rekstrar- og netöryggi raforkukerfa. Á Íslandi er staðan mun brothættari þar sem laga- og regluverk hér heima styður ekki nægilega vel við þær öryggiskröfur sem gerðar eru til mikilvægra innviða. Þar kemur jafnframt fram að skortur á skýru boðvaldi og ábyrgð í neyðarástandi sé endurtekið vandamál sem komið hafi skýrt fram í neyðaræfingum innan raforkukerfisins. Vaxandi netógnir, stöðumat fyrirtækja ólíkt og eftirlit veikburða Í kjölfar greininga stjórnvalda frá 2025 kemur fram að of stór hluti orku- og veitufyrirtækja uppfyllir ekki lágmarkskröfur um netöryggisvarnir. Sérfræðingar í netöryggisráði Samorku benda á að eftirlit stjórnvalda sé takmarkað og að ábyrgð og verkaskipting óljós. CERT-IS á þó lof skilið fyrir fagmennsku. Samhliða koma fram ýmsar vísbendingar um að tækifæri séu fyrir stjórnvöld að bæta sýn á stöðu mála og að skortir á reglubundnar greiningar og heildaryfirsýn í tilfelli raforkuinnviða, sem eru grunnstoð samfélagsins. Þetta eru sannarlega varnaðarorð sem verður að taka alvarlega. Afhendingaröryggi og rekstraröryggi Mikilvægar innviðatengingar eins og flutningskerfi raforku eru lykilþættir í samfélagsins til að tryggja öryggi og stöðugleika enda getur straumleysi haft alvarleg áhrif á öryggi fólks og heimila, atvinnulíf, fjarskiptakerfi og viðbragðsgetu samfélagsins. Í kerfisáætlun Landsnets 2025–2034 er lögð rík áhersla á að öryggi flutningskerfisins sé grundvöllur efnahagslegrar velgengni og að raforkuafhending verði sífellt mikilvægari í stafrænum og orkufrekum heimi. Þar er einnig rætt um náttúruvá og að auknar sveiflur í eftirspurn séu orðnar mun stærri þáttur en áður. Neyðarfjarskipti og samhæfing eru burðarásar í öryggismálum Í gögnum um öryggis- og neyðarfjarskipti kemur skýrt fram að traust fjarskiptakerfi sé forsenda fumlausra viðbragða við ófyrirséðum atburðum, hvort sem um er að ræða bilun, fjölþáttaógnir, náttúruvá eða almannavarnaástand. Þar er lögð áhersla á að allir lykilaðilar noti samhæfð kerfi og að yfirsýn, samtengimöguleikar og að sameiginlegt stjórnunarferli séu til staðar. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að tryggja bæði tæknilegan búnað og verklag sem stenst álag og alvarlegar truflanir í rekstri raforkukerfisins. Huga þarf sem fyrst að neyðarfjarskiptakerfi sem tekur við af TETRA kerfinu og leysir það af hólmi þar sem stuðningur framleiðanda við TETRA kerfið er að fjara út. Innkaupa- og aðfangakeðjur Í umræðum um öryggismál er líka bent á hækkandi kostnað, lengri afhendingartíma og aukna færslu viðskipta til Asíu og Kína, sem eykur áhættu í innviðauppbyggingu. Þetta hefur bein áhrif á getu fyrirtækja til að ráðast hratt í viðgerðir, viðhald og uppbyggingu og gerir nauðsyn þess að styrkja öryggiskröfur enn brýnni. Hvað þarf að gera? Samantekt gagna bendir til nokkurra lykilatriða sem samfélagið, stjórnvöld og orkufyrirtæki þurfa að bregðast við: 1. Uppfæra laga- og regluverk Eðlilegt er að Ísland samræmi kröfur sínar við það sem gengur og gerist í öðrum Evrópulöndum, sérstaklega varðandi öryggisvarnir og vöktun, netöryggi og rekstraröryggi innviða. 2. Skýra verkaskiptingu og boðvald í neyðarástandi Neyðaræfingar hafa sýnt að óljós ábyrgð og ómarkviss stjórnun getur tafið viðbrögð og aukið áhættu. 3. Efla aðbúnað og samhæfingu öryggisvarna Stjórnvöld þurfa að koma á reglulegu eftirliti, mati ásamt skýrri forgangsröðun og heildarsýn í vöktun og öryggisvörnum, þar með talið netöryggi mikilvægara innviða. 4. Byggja upp seiglu í aðfangakeðju og innviðauppbyggingu Langir afhendingartímar, flutningshömlur og verðhækkandi markaður geta haft bein áhrif á öryggi raforkukerfisins. Setja þarf innkaupastefnu m.t.t stöðu heimsmála. 5. Styrkja neyðarfjarskipti og sameiginlega stjórnun Fjárfesta þarf í nýrri tækni til að styrkja neyðarfjarskipti. Sameiginlegt, áreiðanlegt og samhæft neyðarfjarskiptakerfi verður hornsteinn í öryggi raforkukerfisins næstu árin. Þurfum að horfa til framtíðar Í breyttri heimsmynd, þar sem alþjóðleg spenna, tæknileg þróun og aukin óreiða í upplýsingakerfum skapa ófyrirséðar áskoranir, þarf Ísland að horfa til framtíðar með öflugu og samhæfðu öryggissjónarhorni. Raforkuinnviðirnir eru ein af mikilvægustu lífæðum samfélagsins og því þarf að tryggja að þeir standist álagspróf 21. aldarinnar. Höfundur er öryggisstjóri Landsnets og formaður neyðarsamstarfs raforkukerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Raforkukerfi Íslands stendur á tímamótum. Þróunin í alþjóðamálum, aukin óvissa og flóknara tæknilegt umhverfi hafa breytt forsendum og skapað nýjar fjölþættar ógnir. Í ljósi þess er brýnt að endurmeta og efla öryggi raforkuinnviða landsins. Samkvæmt gögnum Landsnets og greiningum sérfræðinga er ljóst að ógnir sem áður voru metnar sem ólíklegar eru nú raunhæfur þáttur í rekstri raforkukerfisins. Þar má nefna vaxandi netógnir, hættu á skemmdaverkum, upplýsingaóreiðu, óstöðugleika í aðfangakeðjunni og flóknari samfélagsinnviði, sem þurfa samhæfð og fumlaus viðbrögð. Fjölþátta ógnir krefjast nýrrar nálgunar Gögn sem lögð hafa verið fyrir stjórnvöld sýna að mörg Evrópulönd hafa nú þegar innleitt strangari kröfur um rekstrar- og netöryggi raforkukerfa. Á Íslandi er staðan mun brothættari þar sem laga- og regluverk hér heima styður ekki nægilega vel við þær öryggiskröfur sem gerðar eru til mikilvægra innviða. Þar kemur jafnframt fram að skortur á skýru boðvaldi og ábyrgð í neyðarástandi sé endurtekið vandamál sem komið hafi skýrt fram í neyðaræfingum innan raforkukerfisins. Vaxandi netógnir, stöðumat fyrirtækja ólíkt og eftirlit veikburða Í kjölfar greininga stjórnvalda frá 2025 kemur fram að of stór hluti orku- og veitufyrirtækja uppfyllir ekki lágmarkskröfur um netöryggisvarnir. Sérfræðingar í netöryggisráði Samorku benda á að eftirlit stjórnvalda sé takmarkað og að ábyrgð og verkaskipting óljós. CERT-IS á þó lof skilið fyrir fagmennsku. Samhliða koma fram ýmsar vísbendingar um að tækifæri séu fyrir stjórnvöld að bæta sýn á stöðu mála og að skortir á reglubundnar greiningar og heildaryfirsýn í tilfelli raforkuinnviða, sem eru grunnstoð samfélagsins. Þetta eru sannarlega varnaðarorð sem verður að taka alvarlega. Afhendingaröryggi og rekstraröryggi Mikilvægar innviðatengingar eins og flutningskerfi raforku eru lykilþættir í samfélagsins til að tryggja öryggi og stöðugleika enda getur straumleysi haft alvarleg áhrif á öryggi fólks og heimila, atvinnulíf, fjarskiptakerfi og viðbragðsgetu samfélagsins. Í kerfisáætlun Landsnets 2025–2034 er lögð rík áhersla á að öryggi flutningskerfisins sé grundvöllur efnahagslegrar velgengni og að raforkuafhending verði sífellt mikilvægari í stafrænum og orkufrekum heimi. Þar er einnig rætt um náttúruvá og að auknar sveiflur í eftirspurn séu orðnar mun stærri þáttur en áður. Neyðarfjarskipti og samhæfing eru burðarásar í öryggismálum Í gögnum um öryggis- og neyðarfjarskipti kemur skýrt fram að traust fjarskiptakerfi sé forsenda fumlausra viðbragða við ófyrirséðum atburðum, hvort sem um er að ræða bilun, fjölþáttaógnir, náttúruvá eða almannavarnaástand. Þar er lögð áhersla á að allir lykilaðilar noti samhæfð kerfi og að yfirsýn, samtengimöguleikar og að sameiginlegt stjórnunarferli séu til staðar. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að tryggja bæði tæknilegan búnað og verklag sem stenst álag og alvarlegar truflanir í rekstri raforkukerfisins. Huga þarf sem fyrst að neyðarfjarskiptakerfi sem tekur við af TETRA kerfinu og leysir það af hólmi þar sem stuðningur framleiðanda við TETRA kerfið er að fjara út. Innkaupa- og aðfangakeðjur Í umræðum um öryggismál er líka bent á hækkandi kostnað, lengri afhendingartíma og aukna færslu viðskipta til Asíu og Kína, sem eykur áhættu í innviðauppbyggingu. Þetta hefur bein áhrif á getu fyrirtækja til að ráðast hratt í viðgerðir, viðhald og uppbyggingu og gerir nauðsyn þess að styrkja öryggiskröfur enn brýnni. Hvað þarf að gera? Samantekt gagna bendir til nokkurra lykilatriða sem samfélagið, stjórnvöld og orkufyrirtæki þurfa að bregðast við: 1. Uppfæra laga- og regluverk Eðlilegt er að Ísland samræmi kröfur sínar við það sem gengur og gerist í öðrum Evrópulöndum, sérstaklega varðandi öryggisvarnir og vöktun, netöryggi og rekstraröryggi innviða. 2. Skýra verkaskiptingu og boðvald í neyðarástandi Neyðaræfingar hafa sýnt að óljós ábyrgð og ómarkviss stjórnun getur tafið viðbrögð og aukið áhættu. 3. Efla aðbúnað og samhæfingu öryggisvarna Stjórnvöld þurfa að koma á reglulegu eftirliti, mati ásamt skýrri forgangsröðun og heildarsýn í vöktun og öryggisvörnum, þar með talið netöryggi mikilvægara innviða. 4. Byggja upp seiglu í aðfangakeðju og innviðauppbyggingu Langir afhendingartímar, flutningshömlur og verðhækkandi markaður geta haft bein áhrif á öryggi raforkukerfisins. Setja þarf innkaupastefnu m.t.t stöðu heimsmála. 5. Styrkja neyðarfjarskipti og sameiginlega stjórnun Fjárfesta þarf í nýrri tækni til að styrkja neyðarfjarskipti. Sameiginlegt, áreiðanlegt og samhæft neyðarfjarskiptakerfi verður hornsteinn í öryggi raforkukerfisins næstu árin. Þurfum að horfa til framtíðar Í breyttri heimsmynd, þar sem alþjóðleg spenna, tæknileg þróun og aukin óreiða í upplýsingakerfum skapa ófyrirséðar áskoranir, þarf Ísland að horfa til framtíðar með öflugu og samhæfðu öryggissjónarhorni. Raforkuinnviðirnir eru ein af mikilvægustu lífæðum samfélagsins og því þarf að tryggja að þeir standist álagspróf 21. aldarinnar. Höfundur er öryggisstjóri Landsnets og formaður neyðarsamstarfs raforkukerfisins.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun