Brown stóð fyrir utan verslun á Northumberland-verslunargötunni þegar að starfsfólk verslunarinnar, Fenwick‘s hringdi á lögreglu. Kom þá í ljós um hvern væri að ræða. Brown var umsvifalaust handtekinn og hefur nú verið dæmdur til sex vikna fangelsisvistar. Brown er ekki heimilt að vera í návist barna án þess að þau séu í fylgd forráðamanns sem þekkir til brota Browns.
Um er að ræða annað skiptið sem Brown brýtur gegn dómi síðan honum var sleppt úr fangelsi í janúar 2017.
Lögreglustjóri lögreglunnar í Norðumbralandi, sýslunni hvar Newcastle er, þakkaði starfsfólki verslunarinnar fyrir aðstoðina. „Margir hefðu labbað fram hjá Brown og fundist það eðlilegt að hann væri að bjóðast til að sitja fyrir á myndum. Starfsfólk Fenwicks fundu það á sér að ekki væri allt með felldu og hringdu eftir aðstoð. Brown mun dvelja í fangelsi yfir jólin og ég vona að það sendi sterk skilaboð til Brown og sakamanna sem framið hafa samskonar brot,“ sagði lögreglustjórinn Steve Wykes.