Treystir sér til að fóðra ráðhúsfólkið fyrir miklu minni pening Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2019 11:43 Ráðhúsfólkið er vel haldið en Kristján treystir sér til að fóðra það fyrir umtalsvert minni pening en nú fer í kostinn. Margir furða sig á því hversu vel borgarfulltrúar gera við sig í mat og drykk en eins og fram hefur komið borða þeir og drekka fyrir 360 þúsund krónur á fundi hverjum. Einn þeirra er veitingamaðurinn Kristján Þorsteinsson, annar eiganda veitingastaðarins Osushi á Facebook:Illa farið með fé útsvarsgreiðenda „Þetta er með hreinum ólíkindum. Ég er tilbúinn að bjóða borginni veitingar á þessa fundi á 70 prósentum lægra verði - og jafnvel bjóða einn kaldan með. Hér er einfaldlega farið illa með fé útsvarsgreiðenda.“ Kristján segir í samtali við Vísi að ekki myndi standa á sér með slíkt. Hann hafi kynnt sér málið á sínum tíma, starfsfólk ráðhússins sé með mötuneyti auk þess sem það geti keypt sér eitthvað aukreitis svo sem salat eða samloku lítist þeim ekki á það sem er í matinn í það og það skiptið. Kristján vildi bjóða uppá aukamöguleika í þeim efnum og hafði samband við þá sem hafa með veitingar í ráðhúsinu að gera en var þá sagt að hann yrði að tala við Múlakaffi um það. „Engar veitingar færu þarna inn nema í gegnum þá.“ Múlakaffi með hreðjatak á ráðhúsfólki Þannig virðist sem Múlakaffi hefi eitthvert hreðjatak á ráðhúsinu með það, einhvern samning sem útilokar aðra. „Þeir eru sennilega með einhvern samning við Múlakaffi og sá samningur er ekki góður. Eins og ég segi fullum fetum: Ég myndi treysta mér til að bjóða uppá veitingar á 70 prósent lægra verði en Múlakaffi er að taka fyrir þetta. Og ég held að flestir veitingamenn væru tilbúnir að bjóða það sama. Þetta er absúrd verð,“ segir Kristján og bendir á að ekkert jólahlaðborð á almennum markaði sé svo dýrt sem þetta. „Væri gaman að fá að vita hvað þau eru að fá að borða, það hlýtur að vera eitthvað stórglæsilegt. Fyrir þessa upphæð,“ segir Kristján. Hann teldi reyndar ekki úr vegi að borgarfulltrúarnir færu úr húsi á þá fjölmörgu veitingastaði sem eru í grenndinni hvar rekstur er í járnum. Framundan séu erfiðir mánuðir; janúar, febrúar og mars eru þungir fyrir veitingafólk. Borgarstjórn Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Ljóst er að borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn sem er vegna veitinga við þeirra eigin fundahöld. 3. desember 2019 09:17 Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Margir furða sig á því hversu vel borgarfulltrúar gera við sig í mat og drykk en eins og fram hefur komið borða þeir og drekka fyrir 360 þúsund krónur á fundi hverjum. Einn þeirra er veitingamaðurinn Kristján Þorsteinsson, annar eiganda veitingastaðarins Osushi á Facebook:Illa farið með fé útsvarsgreiðenda „Þetta er með hreinum ólíkindum. Ég er tilbúinn að bjóða borginni veitingar á þessa fundi á 70 prósentum lægra verði - og jafnvel bjóða einn kaldan með. Hér er einfaldlega farið illa með fé útsvarsgreiðenda.“ Kristján segir í samtali við Vísi að ekki myndi standa á sér með slíkt. Hann hafi kynnt sér málið á sínum tíma, starfsfólk ráðhússins sé með mötuneyti auk þess sem það geti keypt sér eitthvað aukreitis svo sem salat eða samloku lítist þeim ekki á það sem er í matinn í það og það skiptið. Kristján vildi bjóða uppá aukamöguleika í þeim efnum og hafði samband við þá sem hafa með veitingar í ráðhúsinu að gera en var þá sagt að hann yrði að tala við Múlakaffi um það. „Engar veitingar færu þarna inn nema í gegnum þá.“ Múlakaffi með hreðjatak á ráðhúsfólki Þannig virðist sem Múlakaffi hefi eitthvert hreðjatak á ráðhúsinu með það, einhvern samning sem útilokar aðra. „Þeir eru sennilega með einhvern samning við Múlakaffi og sá samningur er ekki góður. Eins og ég segi fullum fetum: Ég myndi treysta mér til að bjóða uppá veitingar á 70 prósent lægra verði en Múlakaffi er að taka fyrir þetta. Og ég held að flestir veitingamenn væru tilbúnir að bjóða það sama. Þetta er absúrd verð,“ segir Kristján og bendir á að ekkert jólahlaðborð á almennum markaði sé svo dýrt sem þetta. „Væri gaman að fá að vita hvað þau eru að fá að borða, það hlýtur að vera eitthvað stórglæsilegt. Fyrir þessa upphæð,“ segir Kristján. Hann teldi reyndar ekki úr vegi að borgarfulltrúarnir færu úr húsi á þá fjölmörgu veitingastaði sem eru í grenndinni hvar rekstur er í járnum. Framundan séu erfiðir mánuðir; janúar, febrúar og mars eru þungir fyrir veitingafólk.
Borgarstjórn Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Ljóst er að borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn sem er vegna veitinga við þeirra eigin fundahöld. 3. desember 2019 09:17 Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Ljóst er að borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn sem er vegna veitinga við þeirra eigin fundahöld. 3. desember 2019 09:17
Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48
Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30