Treystir sér til að fóðra ráðhúsfólkið fyrir miklu minni pening Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2019 11:43 Ráðhúsfólkið er vel haldið en Kristján treystir sér til að fóðra það fyrir umtalsvert minni pening en nú fer í kostinn. Margir furða sig á því hversu vel borgarfulltrúar gera við sig í mat og drykk en eins og fram hefur komið borða þeir og drekka fyrir 360 þúsund krónur á fundi hverjum. Einn þeirra er veitingamaðurinn Kristján Þorsteinsson, annar eiganda veitingastaðarins Osushi á Facebook:Illa farið með fé útsvarsgreiðenda „Þetta er með hreinum ólíkindum. Ég er tilbúinn að bjóða borginni veitingar á þessa fundi á 70 prósentum lægra verði - og jafnvel bjóða einn kaldan með. Hér er einfaldlega farið illa með fé útsvarsgreiðenda.“ Kristján segir í samtali við Vísi að ekki myndi standa á sér með slíkt. Hann hafi kynnt sér málið á sínum tíma, starfsfólk ráðhússins sé með mötuneyti auk þess sem það geti keypt sér eitthvað aukreitis svo sem salat eða samloku lítist þeim ekki á það sem er í matinn í það og það skiptið. Kristján vildi bjóða uppá aukamöguleika í þeim efnum og hafði samband við þá sem hafa með veitingar í ráðhúsinu að gera en var þá sagt að hann yrði að tala við Múlakaffi um það. „Engar veitingar færu þarna inn nema í gegnum þá.“ Múlakaffi með hreðjatak á ráðhúsfólki Þannig virðist sem Múlakaffi hefi eitthvert hreðjatak á ráðhúsinu með það, einhvern samning sem útilokar aðra. „Þeir eru sennilega með einhvern samning við Múlakaffi og sá samningur er ekki góður. Eins og ég segi fullum fetum: Ég myndi treysta mér til að bjóða uppá veitingar á 70 prósent lægra verði en Múlakaffi er að taka fyrir þetta. Og ég held að flestir veitingamenn væru tilbúnir að bjóða það sama. Þetta er absúrd verð,“ segir Kristján og bendir á að ekkert jólahlaðborð á almennum markaði sé svo dýrt sem þetta. „Væri gaman að fá að vita hvað þau eru að fá að borða, það hlýtur að vera eitthvað stórglæsilegt. Fyrir þessa upphæð,“ segir Kristján. Hann teldi reyndar ekki úr vegi að borgarfulltrúarnir færu úr húsi á þá fjölmörgu veitingastaði sem eru í grenndinni hvar rekstur er í járnum. Framundan séu erfiðir mánuðir; janúar, febrúar og mars eru þungir fyrir veitingafólk. Borgarstjórn Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Ljóst er að borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn sem er vegna veitinga við þeirra eigin fundahöld. 3. desember 2019 09:17 Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Margir furða sig á því hversu vel borgarfulltrúar gera við sig í mat og drykk en eins og fram hefur komið borða þeir og drekka fyrir 360 þúsund krónur á fundi hverjum. Einn þeirra er veitingamaðurinn Kristján Þorsteinsson, annar eiganda veitingastaðarins Osushi á Facebook:Illa farið með fé útsvarsgreiðenda „Þetta er með hreinum ólíkindum. Ég er tilbúinn að bjóða borginni veitingar á þessa fundi á 70 prósentum lægra verði - og jafnvel bjóða einn kaldan með. Hér er einfaldlega farið illa með fé útsvarsgreiðenda.“ Kristján segir í samtali við Vísi að ekki myndi standa á sér með slíkt. Hann hafi kynnt sér málið á sínum tíma, starfsfólk ráðhússins sé með mötuneyti auk þess sem það geti keypt sér eitthvað aukreitis svo sem salat eða samloku lítist þeim ekki á það sem er í matinn í það og það skiptið. Kristján vildi bjóða uppá aukamöguleika í þeim efnum og hafði samband við þá sem hafa með veitingar í ráðhúsinu að gera en var þá sagt að hann yrði að tala við Múlakaffi um það. „Engar veitingar færu þarna inn nema í gegnum þá.“ Múlakaffi með hreðjatak á ráðhúsfólki Þannig virðist sem Múlakaffi hefi eitthvert hreðjatak á ráðhúsinu með það, einhvern samning sem útilokar aðra. „Þeir eru sennilega með einhvern samning við Múlakaffi og sá samningur er ekki góður. Eins og ég segi fullum fetum: Ég myndi treysta mér til að bjóða uppá veitingar á 70 prósent lægra verði en Múlakaffi er að taka fyrir þetta. Og ég held að flestir veitingamenn væru tilbúnir að bjóða það sama. Þetta er absúrd verð,“ segir Kristján og bendir á að ekkert jólahlaðborð á almennum markaði sé svo dýrt sem þetta. „Væri gaman að fá að vita hvað þau eru að fá að borða, það hlýtur að vera eitthvað stórglæsilegt. Fyrir þessa upphæð,“ segir Kristján. Hann teldi reyndar ekki úr vegi að borgarfulltrúarnir færu úr húsi á þá fjölmörgu veitingastaði sem eru í grenndinni hvar rekstur er í járnum. Framundan séu erfiðir mánuðir; janúar, febrúar og mars eru þungir fyrir veitingafólk.
Borgarstjórn Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Ljóst er að borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn sem er vegna veitinga við þeirra eigin fundahöld. 3. desember 2019 09:17 Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Ljóst er að borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn sem er vegna veitinga við þeirra eigin fundahöld. 3. desember 2019 09:17
Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48
Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30