Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2019 09:17 Borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn vegna þeirra veitinga sem í boði eru í ráðhúsinu. Borgarfulltrúum mörgum er greinilega brugðið vegna upplýsinga um kostnað vegna funda þeirra. Þeir höfðu ekki áttað sig á hinum mikla kostnaði en svo virðist sem þeir lifi í vellystingum og graðki í sig rándýru fíneríinu á kostnað borgarbúa samkvæmt nýlegum fréttum. Þannig kom fram að 360 þúsund krónur fer í hvern fund í að fóðra borgarfulltrúana. Pawel Bartoszek Viðreisn segist hafa óskað eftir upplýsingum um þennan kostnað vegna borgarstjórnarfundanna. „Mér finnst gott að borgarbúar og borgarfulltrúar séu meðvitaðir um að hver borgarstjórnarfundur kosti hátt í milljón. Kostnaðurinn eykst eftir því sem fundirnir lengjast og dragast meira inn í nóttina. Og hafa gjarnan verið upp undir tíu tímar á kjörtímabilinu,“ segir Pawel á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Hann grunar reyndar að heildartalan sé hærri, því til dæmis vanti enn að taka með í reikninginn kostnað vegna innkomu varamanna sem eykst líka að jafnaði eftir því sem fundirnir lengjast.Meirihlutinn þverskallast við Vigdís Hauksdóttir fulltrúi Miðflokksins velkist ekki í vafa um hverjum er um að kenna. Hún tjáir sig einnig á Facebook og vill greinilega ekki að þessi veislugleði sé kennd við sig. „Meirihlutinn þverskallast við að byrja borgarstjórnarfundi kl. 9 eða 10 á daginn - margítrekaðar óskir og tillögur hafa komið fram frá okkur í minnihlutanum í þá veru Svarið er alltaf NEI - en málið snýst um gríðarlegan sparnað fyrir borgarbúa,“ segir Vigdís sem bókar að hrikalegar tölur birtist borgarfulltrúum: „Veitingar séu 40 prósent af heildarupphæðinni og þarna séu því mikil tækifæri til sparnaðar. „Sú tillaga hefur margoft komið fram og er ótrúlega einföld. Byrja fundi fyrr.“ Byrja fyrr Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokki tjáir sig einnig um málið á sinni Facebooksíðu. Hún segir borgarfulltrúa vel hafa efni á að borga matinn ofan í sig sjálfir: „Byrja fyrr, ljúka fundi fyrr, þá minnka líkur á því að við borðum kvöldmat á staðnum en fundir borgarstjórnar byrja klukkan 14:00 (í undantekningartilfellum byrja þeir fyrr, t.d. þegar við erum að afgreiða eitthvað stórt sem þarf tvær umræður í borgarstjórn) og við fundum langt fram eftir. Svo finnst mér að það mætti rukka okkur borgarfulltrúa fyrir matinn, við höfum efni á því. Afhverju erum við ekki frekar að bjóða einhverjum á lágum launum sem sinnir mikilvægu starfi í borginni, í mat?“ Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir einnig á fjölda borgarfulltrúa og flokka í borgarstjórn í færslu á Twitter. Það að hafa átta flokka lengir fundi borgarstjórnar enn meira: „Það er enginn þröskuldur fyrir flokk að ná manni inn í borgarstjórn en nú eru tveir flokkar með mann inni sem fengu undir 5% atkvæða,“ segir Katrín.Fundirnir byrja of seint, borgarfulltrúar eru 23 sem er ógeðslega mikið og flokkarnir eru 8 sem lengir fundi enn meira. Það er enginn þröskuldur fyrir flokk að ná manni inn í borgarstjórn en nú eru tveir flokkar með mann inni sem fengu undir 5% atkvæða. https://t.co/FvoWrLlgoy — Katrín Atladóttir (@katrinat) December 3, 2019 Borgarstjórn Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Borgarfulltrúum mörgum er greinilega brugðið vegna upplýsinga um kostnað vegna funda þeirra. Þeir höfðu ekki áttað sig á hinum mikla kostnaði en svo virðist sem þeir lifi í vellystingum og graðki í sig rándýru fíneríinu á kostnað borgarbúa samkvæmt nýlegum fréttum. Þannig kom fram að 360 þúsund krónur fer í hvern fund í að fóðra borgarfulltrúana. Pawel Bartoszek Viðreisn segist hafa óskað eftir upplýsingum um þennan kostnað vegna borgarstjórnarfundanna. „Mér finnst gott að borgarbúar og borgarfulltrúar séu meðvitaðir um að hver borgarstjórnarfundur kosti hátt í milljón. Kostnaðurinn eykst eftir því sem fundirnir lengjast og dragast meira inn í nóttina. Og hafa gjarnan verið upp undir tíu tímar á kjörtímabilinu,“ segir Pawel á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Hann grunar reyndar að heildartalan sé hærri, því til dæmis vanti enn að taka með í reikninginn kostnað vegna innkomu varamanna sem eykst líka að jafnaði eftir því sem fundirnir lengjast.Meirihlutinn þverskallast við Vigdís Hauksdóttir fulltrúi Miðflokksins velkist ekki í vafa um hverjum er um að kenna. Hún tjáir sig einnig á Facebook og vill greinilega ekki að þessi veislugleði sé kennd við sig. „Meirihlutinn þverskallast við að byrja borgarstjórnarfundi kl. 9 eða 10 á daginn - margítrekaðar óskir og tillögur hafa komið fram frá okkur í minnihlutanum í þá veru Svarið er alltaf NEI - en málið snýst um gríðarlegan sparnað fyrir borgarbúa,“ segir Vigdís sem bókar að hrikalegar tölur birtist borgarfulltrúum: „Veitingar séu 40 prósent af heildarupphæðinni og þarna séu því mikil tækifæri til sparnaðar. „Sú tillaga hefur margoft komið fram og er ótrúlega einföld. Byrja fundi fyrr.“ Byrja fyrr Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokki tjáir sig einnig um málið á sinni Facebooksíðu. Hún segir borgarfulltrúa vel hafa efni á að borga matinn ofan í sig sjálfir: „Byrja fyrr, ljúka fundi fyrr, þá minnka líkur á því að við borðum kvöldmat á staðnum en fundir borgarstjórnar byrja klukkan 14:00 (í undantekningartilfellum byrja þeir fyrr, t.d. þegar við erum að afgreiða eitthvað stórt sem þarf tvær umræður í borgarstjórn) og við fundum langt fram eftir. Svo finnst mér að það mætti rukka okkur borgarfulltrúa fyrir matinn, við höfum efni á því. Afhverju erum við ekki frekar að bjóða einhverjum á lágum launum sem sinnir mikilvægu starfi í borginni, í mat?“ Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir einnig á fjölda borgarfulltrúa og flokka í borgarstjórn í færslu á Twitter. Það að hafa átta flokka lengir fundi borgarstjórnar enn meira: „Það er enginn þröskuldur fyrir flokk að ná manni inn í borgarstjórn en nú eru tveir flokkar með mann inni sem fengu undir 5% atkvæða,“ segir Katrín.Fundirnir byrja of seint, borgarfulltrúar eru 23 sem er ógeðslega mikið og flokkarnir eru 8 sem lengir fundi enn meira. Það er enginn þröskuldur fyrir flokk að ná manni inn í borgarstjórn en nú eru tveir flokkar með mann inni sem fengu undir 5% atkvæða. https://t.co/FvoWrLlgoy — Katrín Atladóttir (@katrinat) December 3, 2019
Borgarstjórn Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30