Af Churchill og félögum
Churchill var lykilpersóna í stjórnmálum Bretlands og heimvaldaríkjanna allan fyrrihluta síðustu aldar og er arfleiðin skelfileg, ekki hvað síst í fyrrum nýlendum Breta í Afríku, Indlandi og víðar. Hann reyndi hvað hann gat til þess að berja niður uppreisn frelsishreyfingarinnar í Kenía en komið var upp gaddavírsgirtum einangrunarbúðum fjarri mannabyggðum, ekki ósvipuðum búðunum þar sem Þjóðverjar geymdu Gyðinga skömmu áður og var réttilega fordæmt. Hann tók virkan þátt í að steypa af stóli lýðræðislega kjörinni stjórn Mosaddeq í Íran 1953 og koma Resa Pahlavi keisara til valda sem ríkti með skelfilegu harðræði fram til uppreisnarinnar 1979. Indland og Churchill er harðneskulegur kapítuli útaf fyrir sig. Ekki má gleyma skelfilegu loftárásum Breta á Dresden þegar heimsvaldastríðinu var í raun lokið – hermdarárás á almenna borgara, ekki ósvipuð kjarnorkuvopnaárás Bandaríkjanna á Japan sem hafði enga hernaðarlega þýðingu nema til að prófa sprengjuna. Churchill vildi rækta hinn hreina kynstofn eins og margur á þessum tíma, m.a. hér á landi, og lagði til lög sem mundu stemma stigu við „offjölgun stétta fávita og geðsjúklinga“, sem hann taldi „ógn við þjóð og kynþátt sem ómögulegt er að ýkja.“ Hann lagði til að „100.000 úrkynjaðir Bretar verði gerðir ófrjóir með valdi og aðrir settir í vinnubúðir til þess að hægja á hrörnun breska kynþáttarins.“Það munar ekki um það!
Allt frá hruni Tyrkjaveldis (Ottómanveldisins) snemma á síðustu öld hafa átök heimsvaldaríkjanna um Írak verði miðpunktur átaka um olíuauðlindir í Mið-Austurlöndum. Í kjölfar þessa mændi breska ráðastéttin gráðugum augum á olíubirgðirnar og þá lykilstöðu sem Persaflóí hefur sem samgönguæð til og frá Indlandi, kórónu breska heimsveldisins og nýlendnanna í Norður-Afríku. Gerður voru fjöldi samninga við héraðsstjórnir á þessu svæði á tímum fyrri heimsstyrjaldar við þjóðernishreyfingar Araba þar sem sjálfstæði var lofað að stríðinu loknu styddu þær ekki Þjóðverja.
Þrátt fyrir það gerði Bretlandsstjórn leynilega hið þekkta Sykes-Picot samkomulag 1916 við Frakka sem kvað á um skiptingu Tyrkjaveldis. Suður-Mesópotamía (Írak), Palestína og Jórdan m.a. féllu í hlut Bretlands en Sýrland, Líbanon ásamt hluta af Tyrklandi og Írak í hlut Frakka. Þessi samningar var gerður með vitund og vilja zar-stjórnarinnar í Rússlandi og leit hann fyrst dagsins ljós eftir byltinguna í Rússlandi 1917 en byltingarstjórnin opinberaði alla leynisamninga sem zarinn hafði komið að.
Í júlí 1920 varð almenn uppreisn í Írak gegn hernámi erlendra ríkja. Uppreisnin var kveðin niður með umfangsmiklum loftárásum breska flughersins á þorp Araba, m.a. var beitt eiturgasi. Ráðherra stríðsmála, Winston Churchill svaraði þegar hann var spurður út í þessa tilraun til að nota efnavopn gegn „óhlýðnum“ Aröbum: „Ég styð heilshugar að beitt sé efnavopnum gegn frumstæðum (uncivilices) ættbálkum“!
Í Fréttablaðinu 2. ágúst síðastliðinn er grein undir fyrirsögninni: Winston Churchill sjaldan fyrirferðameiri. Þar segir m.a. eftirfarandi: „Og aðdáun á Churchill er ekki bara bundin við Bretland því víða um heim hittast menn reglulega til að spjalla og fræðast um ævi hans og arfleið. Á Íslandi er Churchill klúbbur sem hefur verið starfræktur frá 2008. Að sögn Árna Sigurðssonar, formanns klúbbsins, er hann hugsaður sem fræðsluvettvangur um ævi og störf sir Winston Churchill og þau gildi sem hann hafði í heiðri: Hugrekki, staðfestu, stórlyndi, velvilja og virðingu fyrir lýðræði og frelsi einstaklingsins.“
Spurningin mín er þessi: Teljast þessi örfáu sögubrot sem hér hafa verið rakin til hugrekkis, staðfestu, stórlyndis, velvilja eða virðingu fyrir lýðræði og frelsi einstaklingsins?
Höfundur er áhugasamur um það sem er að gerast í heiminum.
Skoðun
Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi
Matthildur Bjarnadóttir skrifar
Með styrka hönd á stýri í eigin lífi
Árni Sigurðsson skrifar
Hjólað inní framtíðinna
Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn.
Stefán Jón Hafstein skrifar
Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð
Sara María Júlíudóttir skrifar
Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Upprætum óttann við óttann
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar
Hér er kona, um konu…
Vilborg Gunnarsdóttir skrifar
Vegna greinar Snorra Mássonar
Guðmundur Andri Thorsson skrifar
Ertu á krossgötum?
Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins?
Sigurjón Þórðarson skrifar
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg?
Gunnar Ármannsson skrifar
Máttur kaffibollans
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar
Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin
Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Árið 1975 er að banka
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar?
Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Val Vigdísar
Skúli Ólafsson skrifar
Friður á jörðu
Þröstur Friðfinnsson skrifar
Af hverju eru kennarar að fara í verkfall?
Anton Már Gylfason skrifar
Opið bréf til Íslandspósts ohf.
Gróa Jóhannsdóttir skrifar
Gaza getur ekki beðið lengur
Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar
Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu
Jón Frímann Jónsson skrifar
SVEIT – Kastið inn handklæðinu
Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar
Skjáfíkn - vísindi eða trú?
Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Evrópusambandið eða nasismi
Snorri Másson skrifar
Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað
Andri Þorvarðarson skrifar
Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi
Sæunn Kjartansdóttir skrifar
Listin að styðja en ekki stýra
Árni Sigurðsson skrifar