„Helmingslíkur“ á því að upp úr sjóði á leiðtogafundi NATO Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2019 07:00 Donald Trump við komuna til Bretlands. AP/Frank Augstein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað. Þar mun hann líklegast halda áfram að gagnrýna aðra meðlimi bandalagsins vegna fjárútláta þeirra til varnarmála. Á síðustu leiðtogafundum NATO hefur Trump gagnrýnt aðrar þjóðir í bandalaginu og krafist þess að þær verji meira til varnarmála. Leiðtogar annarra NATO-ríkja hafa áhyggjur vegna viðhorfs Trump til bandalagsins. Sérstaklega með tilliti til þess að hann hefur ekki viljað staðfesta að hann myndi standa við fimmtu grein stofnsamnings NATO, sem snýr að því að árás á eitt ríki bandalagsins sé árás á þau öll. Þeirri grein hefur einungis einu sinni verið beitt og það var þegar árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York árið 2001. Trump hefur sömuleiðis hótað því að draga Bandaríkin úr NATO, hækki önnur ríki ekki varnarútlát sín. Forsvarsmenn NATO óttast ekki einungis Trump heldur einnig Emmanuel Macron, sem hefur verið óvægin í máli gagnvart bandalaginu og þá sérstaklega Bandaríkjunum að undanförnu. Í viðtali í síðasta mánuði lýsti hann því til dæmis yfir að NATO væri „heiladautt“ en hann er sagður vera reiður yfir einhliða aðgerðum Bandaríkjanna í Sýrlandi og annars staðar á síðustu misserum. Einn starfsmaður NATO sagði til dæmis við Washington Post í gær að það væru um helmingslíkur á því að sjóða myndi upp úr á leiðtogafundinum. Annar sagði bandalagið þjást af áfallastreituröskun og að forsvarsmenn þess hefðu sífellt áhyggjur af viðbrögðum Trump við ákvörðunum þeirra.Fundurinn er ekki af hefðbundnu sniði. Leiðtogarnir munu fá móttöku í Buckingham-höllinni og munu þeir ekki snæða saman eins og hefð er fyrir. Þar að auki munu leiðtogarnir ekki funda yfir tvo daga eins og áður heldur eingöngu ræða saman í þrjá tíma á miðvikudaginn. Bandaríkin Bretland Frakkland NATO Tengdar fréttir Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00 Þrýsta á NATO-ríki að auka viðbúnað Bandaríkin vilja að herdeildir, orrustuþotur og herskip verði klár í slaginn með stuttum fyrirvara. 5. júní 2018 16:52 Hætta að selja Tyrkjum vopn Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Rússar segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og sýrlenska stjórnarhersins. 15. október 2019 19:15 Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50 Kúrdar snúa sér til Assads og Erdogan ósáttur við Evrópuríki Sýrlenski stjórnarherinn hefur í dag þokast nær landamærunum við Tyrkland til að berjast við hlið Kúrda. Evrópusambandið takmarkar vopnasölu til Tyrklands. 14. október 2019 18:45 Merkel ósammála Macron og segir NATO aldrei hafa verið mikilvægara Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í dag að Atlantshafsbandalagið væri alveg jafnmikilvægt nú og í kalda stríðinu. Evrópa gæti ekki varið sig sjálf og þyrfti að treysta á NATO-samstarfið. 27. nóvember 2019 18:30 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað. Þar mun hann líklegast halda áfram að gagnrýna aðra meðlimi bandalagsins vegna fjárútláta þeirra til varnarmála. Á síðustu leiðtogafundum NATO hefur Trump gagnrýnt aðrar þjóðir í bandalaginu og krafist þess að þær verji meira til varnarmála. Leiðtogar annarra NATO-ríkja hafa áhyggjur vegna viðhorfs Trump til bandalagsins. Sérstaklega með tilliti til þess að hann hefur ekki viljað staðfesta að hann myndi standa við fimmtu grein stofnsamnings NATO, sem snýr að því að árás á eitt ríki bandalagsins sé árás á þau öll. Þeirri grein hefur einungis einu sinni verið beitt og það var þegar árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York árið 2001. Trump hefur sömuleiðis hótað því að draga Bandaríkin úr NATO, hækki önnur ríki ekki varnarútlát sín. Forsvarsmenn NATO óttast ekki einungis Trump heldur einnig Emmanuel Macron, sem hefur verið óvægin í máli gagnvart bandalaginu og þá sérstaklega Bandaríkjunum að undanförnu. Í viðtali í síðasta mánuði lýsti hann því til dæmis yfir að NATO væri „heiladautt“ en hann er sagður vera reiður yfir einhliða aðgerðum Bandaríkjanna í Sýrlandi og annars staðar á síðustu misserum. Einn starfsmaður NATO sagði til dæmis við Washington Post í gær að það væru um helmingslíkur á því að sjóða myndi upp úr á leiðtogafundinum. Annar sagði bandalagið þjást af áfallastreituröskun og að forsvarsmenn þess hefðu sífellt áhyggjur af viðbrögðum Trump við ákvörðunum þeirra.Fundurinn er ekki af hefðbundnu sniði. Leiðtogarnir munu fá móttöku í Buckingham-höllinni og munu þeir ekki snæða saman eins og hefð er fyrir. Þar að auki munu leiðtogarnir ekki funda yfir tvo daga eins og áður heldur eingöngu ræða saman í þrjá tíma á miðvikudaginn.
Bandaríkin Bretland Frakkland NATO Tengdar fréttir Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00 Þrýsta á NATO-ríki að auka viðbúnað Bandaríkin vilja að herdeildir, orrustuþotur og herskip verði klár í slaginn með stuttum fyrirvara. 5. júní 2018 16:52 Hætta að selja Tyrkjum vopn Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Rússar segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og sýrlenska stjórnarhersins. 15. október 2019 19:15 Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50 Kúrdar snúa sér til Assads og Erdogan ósáttur við Evrópuríki Sýrlenski stjórnarherinn hefur í dag þokast nær landamærunum við Tyrkland til að berjast við hlið Kúrda. Evrópusambandið takmarkar vopnasölu til Tyrklands. 14. október 2019 18:45 Merkel ósammála Macron og segir NATO aldrei hafa verið mikilvægara Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í dag að Atlantshafsbandalagið væri alveg jafnmikilvægt nú og í kalda stríðinu. Evrópa gæti ekki varið sig sjálf og þyrfti að treysta á NATO-samstarfið. 27. nóvember 2019 18:30 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Sjá meira
Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00
Þrýsta á NATO-ríki að auka viðbúnað Bandaríkin vilja að herdeildir, orrustuþotur og herskip verði klár í slaginn með stuttum fyrirvara. 5. júní 2018 16:52
Hætta að selja Tyrkjum vopn Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Rússar segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og sýrlenska stjórnarhersins. 15. október 2019 19:15
Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50
Kúrdar snúa sér til Assads og Erdogan ósáttur við Evrópuríki Sýrlenski stjórnarherinn hefur í dag þokast nær landamærunum við Tyrkland til að berjast við hlið Kúrda. Evrópusambandið takmarkar vopnasölu til Tyrklands. 14. október 2019 18:45
Merkel ósammála Macron og segir NATO aldrei hafa verið mikilvægara Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í dag að Atlantshafsbandalagið væri alveg jafnmikilvægt nú og í kalda stríðinu. Evrópa gæti ekki varið sig sjálf og þyrfti að treysta á NATO-samstarfið. 27. nóvember 2019 18:30