Buguð móðir dæmd fyrir „yfirgengilega háttsemi“ gagnvart ungu barni sínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2019 13:05 Lögreglunni barst tilkynning um framkomu móður við barn sitt. Lögreglan lét barnaverndaryfirvöld vita sem mættu á svæðið. Vísir/Vilhelm Móðir á Vestfjörðum hefur verið dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi fyrir barnaverndarlagabrot og brot í nánu sambandi. Hún var ákærð fyrir að hafa á árinu ráðist að dóttur sinni, sýnt henni vanvirðandi háttsemi og ruddalega framkomu með því að kasta henni nauðugri í rúm á heimili þeirra með þeim afleiðingum að hún endurkastaðist á gólfið og lenti þar á leikföngum. Þá var henni gefið að sök að hafa stuttu síðar rifið harkalega í buxur dóttur sinnar í því skyni að klæða hana úr þeim með þeim afleiðingum að hún dróst með buxunum fram úr rúminu og féll aftur á gólfið og ofan á leikföng. Hlaut dóttirin eymsli í baki og smá sár á hné. Daginn eftir var barninu ekki leyft að fara í skólann. Aðdragandi þess sem á gekk var að móðirin kom að læstu heimili seinni part dags eftir vinnu og dóttir hennar ekki heima. Móðirin leit inn um glugga og sá óreiðuna sem blasti við. Var hún verulega ósátt þegar dóttir henni skilaði sér heim. Dóttirin sagðist geta komist inn um gluggann til að opna fyrir þeim.Gekkst við illri framkomu Móðirin viðurkenndi að hafa komið illa fram við barnið sitt, talað til þess með ókvæðisorðum á borð við „Drullaðu þér þá inn um helvítis gluggann og opnaðu fyrir mér“ og „Drullaðu þér inn í herbergi þú átt að fara að sofa“. Þá hefði hún vakið barnið um nótt, verið því reið og sagt því að fara að taka til. Einnig viðurkenndi hún að hafa fært barnið úr buxum með þeim afleiðingum að barnið missti fótanna og datt ofan á leikföng á gólfinu. Hún kannaðist þó ekki við að hafa kastað barninu á rúmið áður þannig að það hefði í raun fallið í tvígang í gólfið eins og lýst var í ákæru. Framburður móðurinnar fyrir dómi var í góðu samræmi við skýrslugjöf hjá lögreglu. Barnið lýsti því í skýrslutöku í Barnahúsi að hafa í tvígang dottið í gólfið og meitt sig fyrir tilverknað móður. Tveir aðilar sem barnið sagði frá atvikum lýstu frásögn barnsins með ólíkum hætti. Ýmist að það hefði dottið einu sinni eða tvisvar í gólfið. Þá sagðist eldri systir barnsins hafa séð systur sína detta einu sinni í gólfið.Lýsti fleiri atvikum sem áttu sér ekki stað Að þessu virtu og því að barnið lýstu ýmsum alvarlegum atvikum sem gögn málsins sýndu að ættu sér enga stoð í raunveruleikanum var móðirin ekki sakfelld fyrir en þá sem hún viðurkenndi. Hún skýrði háttsemi sína með því að hafa verið þreytt, pirruð og reið. Hefði komið heim úr vinnu, á leið í aðra vinnu, verið læst úti og séð ástandið á heimilinu þar sem allt var í drasli. Dómurinn leit svo á að móðirin hefði látið sér í léttu rúmi liggja hverjar afleiðingarnar af háttsemi hennar gagnvart ungu barni yrðu. Þá var við mat á saknæmi móðurinn litið til þess að „yfirgengileg háttsemi“ hennar gagnvart barninu stóð yfir í fleiri klukkustundir og fram á næsta dag. Móðirin hefur ekki áður gerst brotleg við lög og þótti hæfileg refsing tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi auk 200 þúsund króna miskabótagreiðslu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða. Barnavernd Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Móðir á Vestfjörðum hefur verið dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi fyrir barnaverndarlagabrot og brot í nánu sambandi. Hún var ákærð fyrir að hafa á árinu ráðist að dóttur sinni, sýnt henni vanvirðandi háttsemi og ruddalega framkomu með því að kasta henni nauðugri í rúm á heimili þeirra með þeim afleiðingum að hún endurkastaðist á gólfið og lenti þar á leikföngum. Þá var henni gefið að sök að hafa stuttu síðar rifið harkalega í buxur dóttur sinnar í því skyni að klæða hana úr þeim með þeim afleiðingum að hún dróst með buxunum fram úr rúminu og féll aftur á gólfið og ofan á leikföng. Hlaut dóttirin eymsli í baki og smá sár á hné. Daginn eftir var barninu ekki leyft að fara í skólann. Aðdragandi þess sem á gekk var að móðirin kom að læstu heimili seinni part dags eftir vinnu og dóttir hennar ekki heima. Móðirin leit inn um glugga og sá óreiðuna sem blasti við. Var hún verulega ósátt þegar dóttir henni skilaði sér heim. Dóttirin sagðist geta komist inn um gluggann til að opna fyrir þeim.Gekkst við illri framkomu Móðirin viðurkenndi að hafa komið illa fram við barnið sitt, talað til þess með ókvæðisorðum á borð við „Drullaðu þér þá inn um helvítis gluggann og opnaðu fyrir mér“ og „Drullaðu þér inn í herbergi þú átt að fara að sofa“. Þá hefði hún vakið barnið um nótt, verið því reið og sagt því að fara að taka til. Einnig viðurkenndi hún að hafa fært barnið úr buxum með þeim afleiðingum að barnið missti fótanna og datt ofan á leikföng á gólfinu. Hún kannaðist þó ekki við að hafa kastað barninu á rúmið áður þannig að það hefði í raun fallið í tvígang í gólfið eins og lýst var í ákæru. Framburður móðurinnar fyrir dómi var í góðu samræmi við skýrslugjöf hjá lögreglu. Barnið lýsti því í skýrslutöku í Barnahúsi að hafa í tvígang dottið í gólfið og meitt sig fyrir tilverknað móður. Tveir aðilar sem barnið sagði frá atvikum lýstu frásögn barnsins með ólíkum hætti. Ýmist að það hefði dottið einu sinni eða tvisvar í gólfið. Þá sagðist eldri systir barnsins hafa séð systur sína detta einu sinni í gólfið.Lýsti fleiri atvikum sem áttu sér ekki stað Að þessu virtu og því að barnið lýstu ýmsum alvarlegum atvikum sem gögn málsins sýndu að ættu sér enga stoð í raunveruleikanum var móðirin ekki sakfelld fyrir en þá sem hún viðurkenndi. Hún skýrði háttsemi sína með því að hafa verið þreytt, pirruð og reið. Hefði komið heim úr vinnu, á leið í aðra vinnu, verið læst úti og séð ástandið á heimilinu þar sem allt var í drasli. Dómurinn leit svo á að móðirin hefði látið sér í léttu rúmi liggja hverjar afleiðingarnar af háttsemi hennar gagnvart ungu barni yrðu. Þá var við mat á saknæmi móðurinn litið til þess að „yfirgengileg háttsemi“ hennar gagnvart barninu stóð yfir í fleiri klukkustundir og fram á næsta dag. Móðirin hefur ekki áður gerst brotleg við lög og þótti hæfileg refsing tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi auk 200 þúsund króna miskabótagreiðslu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða.
Barnavernd Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“