Innlent

Beittu varnarúða til að yfirbuga ökumann

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ekkert er gefið upp um meiðsl lögreglumannsins sem slasaðist í tilkynningu lögreglu.
Ekkert er gefið upp um meiðsl lögreglumannsins sem slasaðist í tilkynningu lögreglu. Vísir/vilhelm
Lögreglumaður slasaðist í átökum við ökumann sem reyndi að flýja vettvang eftir umferðaróhapp í Kópavogi á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þá þurfti lögregla að beita „varnarúða“ í átökum við manninn, líkt og það er orðað í dagbók lögreglu þar sem tilkynnt er um málið.

Ökumaðurinn reyndi að komast fótgangandi í burtu frá vettvangi eftir óhappið en var handtekinn skömmu síðar, eftir átökin.

Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Ekkert er frekar gefið upp um meiðsl lögreglumannsins í tilkynningu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×