Manchester City menn öskureiðir vegna baktjaldamakks Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 09:00 Mikel Arteta við hlið Pep Guardiola á varamannabekk Manchester City í gær. Getty/Robin Jones Mikel Arteta var á varamannabekk Manchester City í gær þegar liðið sló Oxford United út enska deildabikarnum en á sama tíma voru lögfræðingar hans sagðir vera að ganga frá nýjum samningi við Arsenal. Forráðamenn Manchester City eru víst allt annað en sáttir með það. Guardian segir frá þessari reiði Manchester City manna sem vilja þó ekki standa í vegi fyrir að Mikel Arteta fá þetta stóra tækifæri. Arsenal á hins vegar eftir að ganga frá „kaupum“ á Mikel Arteta sem er enn starfsmaður Manchester City. Framganga lögfræðinganna og þetta baktjaldamakk Arsenal hefur vakið upp mikla reiði hjá Manchester City. Manchester City furious as Mikel Arteta holds final talks over Arsenal job @FabrizioRomanohttps://t.co/egGpG04bWi— Guardian sport (@guardian_sport) December 18, 2019 „Það kemur mikið á óvart að heyra af því að Arsenal sé með plön um að kynna okkar þjálfara sem þeirra nýja knattspyrnustjóra á föstudaginn vegna þess að þeir hafa ekkert haft samnband við okkar félag,“ hefur Fabrizio Romano, blaðamaður Guardian, eftir heimildarmanni sínum hjá Manchester City. Pep Guardiola neitaði að ræða framtíð Mikel Arteta eftir sigurinn á Oxford United í gærkvöldi. „Ég mun svara þegar það eru einhverjar fréttir en það eru engar fréttir af þessu máli,“ sagði Pep Guardiola. Manchester City are yet to agree compensation with Arsenal for Mikel Arteta. They are also not happy with Arsenal's conduct. More: https://t.co/lT6QtRZBVl#bbcfootball#MCFC#Arsenalpic.twitter.com/rpLRAxLKnw— BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2019 Arsène Wenger styður þessa ráðningu Arsenal á Mikel Arteta en ráðleggur honum að velja teymið sitt vel. „Ég trúi því að Arteta eigi frábæra framtíð í þessu starfi. Hann hefur þegar lært mikið sem aðstoðarmaður Guardiola en hann þarf bæði meiri reynslu og að velja mennina vel í kringum sig,“ sagði Arsène Wenger. Mikel Arteta er 37 ára gamall og hefur verið aðstoðarmaður Pep Guardiola frá árinu 2016. Arteta lék síðustu fimm ár ferilsins hjá Arsenal eða frá 2011 til 2016 en þar áður var hann hjá Evertin í sex ár (2005-11). Enski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira
Mikel Arteta var á varamannabekk Manchester City í gær þegar liðið sló Oxford United út enska deildabikarnum en á sama tíma voru lögfræðingar hans sagðir vera að ganga frá nýjum samningi við Arsenal. Forráðamenn Manchester City eru víst allt annað en sáttir með það. Guardian segir frá þessari reiði Manchester City manna sem vilja þó ekki standa í vegi fyrir að Mikel Arteta fá þetta stóra tækifæri. Arsenal á hins vegar eftir að ganga frá „kaupum“ á Mikel Arteta sem er enn starfsmaður Manchester City. Framganga lögfræðinganna og þetta baktjaldamakk Arsenal hefur vakið upp mikla reiði hjá Manchester City. Manchester City furious as Mikel Arteta holds final talks over Arsenal job @FabrizioRomanohttps://t.co/egGpG04bWi— Guardian sport (@guardian_sport) December 18, 2019 „Það kemur mikið á óvart að heyra af því að Arsenal sé með plön um að kynna okkar þjálfara sem þeirra nýja knattspyrnustjóra á föstudaginn vegna þess að þeir hafa ekkert haft samnband við okkar félag,“ hefur Fabrizio Romano, blaðamaður Guardian, eftir heimildarmanni sínum hjá Manchester City. Pep Guardiola neitaði að ræða framtíð Mikel Arteta eftir sigurinn á Oxford United í gærkvöldi. „Ég mun svara þegar það eru einhverjar fréttir en það eru engar fréttir af þessu máli,“ sagði Pep Guardiola. Manchester City are yet to agree compensation with Arsenal for Mikel Arteta. They are also not happy with Arsenal's conduct. More: https://t.co/lT6QtRZBVl#bbcfootball#MCFC#Arsenalpic.twitter.com/rpLRAxLKnw— BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2019 Arsène Wenger styður þessa ráðningu Arsenal á Mikel Arteta en ráðleggur honum að velja teymið sitt vel. „Ég trúi því að Arteta eigi frábæra framtíð í þessu starfi. Hann hefur þegar lært mikið sem aðstoðarmaður Guardiola en hann þarf bæði meiri reynslu og að velja mennina vel í kringum sig,“ sagði Arsène Wenger. Mikel Arteta er 37 ára gamall og hefur verið aðstoðarmaður Pep Guardiola frá árinu 2016. Arteta lék síðustu fimm ár ferilsins hjá Arsenal eða frá 2011 til 2016 en þar áður var hann hjá Evertin í sex ár (2005-11).
Enski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira