Reikna með Dalvíkurlínu í rekstur í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2019 10:27 Frá rafmagnsviðgerðum á Norðurlandi í liðinni viku. vísir/egill Landsnet hefur sent frá sér tilkynningu með stöðu mála hvað varðar tengivirkin í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið 10. og 11. desember. Viðgerð á Dalvíkurlínu gekk vel í gær og er gert ráð fyrir því að línan fari í rekstur eftir viðgerð í dag. Þá unnu tuttugu manns að viðgerð á Kópaskerslínu og hafa tólf af 28 rafmagnsstaurum sem féllu verið reistir. Þá lauk viðgerð á Húsavíkurlínu í gær en Laxárlína bíður enn um sinn á meðan unnið er að viðgerð annarra lína. Tengivirkið í Hrútatungu Tengivirkið hefur verið í rekstri frá því á mánudagsmorgun. Við erum enn á svæðinu. Hugsanlega þarf að aftengja eða skipta um einn skilrofa í virkinu sem grunur leikur á að hafi skemmst í veðurofsanum um daginn. Dalvíkurlína 1 Þrátt fyrir erfiðar veðuraðstæður fór verkið langt í gær. Gerum enn ráð fyrir því að línan fari í rekstur eftir viðgerð í dag. Kópaskerslína 1 Um 20 manns hafa unnið að viðgerð og hafa 12 staurar af 28 verið reistir. Til stóð að nokkrir bættust í viðgerðarteymið í gær en vegna bilunar á Fljótsdalslínu 4 gat það ekki orðið. Áætlað er að vinnu við línuna verði lokið um komandi helgi. Húsavíkurlína 1 Viðgerð á línunni lauk í gær og fór hún aftur í rekstur í gærkvöldi. Laxárlína 1 Beðið verður með viðgerð um sinn meðan unnið er við lagfæringar á öðrum línum. Fljótsdalslína 4 Bilun kom upp í Fljóstdalslínu 4 um miðjan dag. Í ljós kom að festing sem tengir skálakeðju við afspennt mastur nr. 67 hafði brotnað og liggur því einn fasinn niðri. Viðgerðarteymi er komið á staðinn ásamt tækjum sem komu frá Dalvíkurlínu. Viðgerð er í undirbúningi og mun hefjast í nú í morgunsárið. Ísingavöktun verður höfð á Fljótsdalslínu 3 á meðan ástandið varir, en óvíst er hvað viðgerð tekur langan tíma. Tengivirkið Reykjanesi Í gær kom í ljós að mikil selta hafði safnast á eldingarvara og gegnumtök við tengivirkið og hætta á skemmdum á búnaði. Því var tekin ákvörðun um að taka Reykjaneslínu og Reykjanesvirkjun úr rekstri á meðan búnaður var hreinsaður. Verkið tók nokkrar klst.Fréttin var uppfærð kl. 11:53 með nýjum upplýsingum frá Landsneti um að Dalvíkurlína komist í rekstur í dag. Dalvíkurbyggð Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Landsnet hefur sent frá sér tilkynningu með stöðu mála hvað varðar tengivirkin í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið 10. og 11. desember. Viðgerð á Dalvíkurlínu gekk vel í gær og er gert ráð fyrir því að línan fari í rekstur eftir viðgerð í dag. Þá unnu tuttugu manns að viðgerð á Kópaskerslínu og hafa tólf af 28 rafmagnsstaurum sem féllu verið reistir. Þá lauk viðgerð á Húsavíkurlínu í gær en Laxárlína bíður enn um sinn á meðan unnið er að viðgerð annarra lína. Tengivirkið í Hrútatungu Tengivirkið hefur verið í rekstri frá því á mánudagsmorgun. Við erum enn á svæðinu. Hugsanlega þarf að aftengja eða skipta um einn skilrofa í virkinu sem grunur leikur á að hafi skemmst í veðurofsanum um daginn. Dalvíkurlína 1 Þrátt fyrir erfiðar veðuraðstæður fór verkið langt í gær. Gerum enn ráð fyrir því að línan fari í rekstur eftir viðgerð í dag. Kópaskerslína 1 Um 20 manns hafa unnið að viðgerð og hafa 12 staurar af 28 verið reistir. Til stóð að nokkrir bættust í viðgerðarteymið í gær en vegna bilunar á Fljótsdalslínu 4 gat það ekki orðið. Áætlað er að vinnu við línuna verði lokið um komandi helgi. Húsavíkurlína 1 Viðgerð á línunni lauk í gær og fór hún aftur í rekstur í gærkvöldi. Laxárlína 1 Beðið verður með viðgerð um sinn meðan unnið er við lagfæringar á öðrum línum. Fljótsdalslína 4 Bilun kom upp í Fljóstdalslínu 4 um miðjan dag. Í ljós kom að festing sem tengir skálakeðju við afspennt mastur nr. 67 hafði brotnað og liggur því einn fasinn niðri. Viðgerðarteymi er komið á staðinn ásamt tækjum sem komu frá Dalvíkurlínu. Viðgerð er í undirbúningi og mun hefjast í nú í morgunsárið. Ísingavöktun verður höfð á Fljótsdalslínu 3 á meðan ástandið varir, en óvíst er hvað viðgerð tekur langan tíma. Tengivirkið Reykjanesi Í gær kom í ljós að mikil selta hafði safnast á eldingarvara og gegnumtök við tengivirkið og hætta á skemmdum á búnaði. Því var tekin ákvörðun um að taka Reykjaneslínu og Reykjanesvirkjun úr rekstri á meðan búnaður var hreinsaður. Verkið tók nokkrar klst.Fréttin var uppfærð kl. 11:53 með nýjum upplýsingum frá Landsneti um að Dalvíkurlína komist í rekstur í dag.
Dalvíkurbyggð Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira