Enski boltinn

Stjóri Villa fór inn í klefa Liverpool og hrósaði guttunum fyrir frammistöðuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dean Smith og John Terry hrósuðu Liverpool-strákunum eftir leikinn á Villa Park í gær.
Dean Smith og John Terry hrósuðu Liverpool-strákunum eftir leikinn á Villa Park í gær. vísir/getty

Dean Smith, knattspyrnustjóri Aston Villa, og John Terry, aðstoðarmaður hans, fóru inn í búningsklefa Liverpool eftir leik liðanna í deildabikarnum í gær og hrósuðu hinum ungu leikmönnum Rauða hersins fyrir góða frammistöðu. Villa vann leikinn, 5-0, og er komið í undanúrslit deildabikarsins.

Liverpool tefldi fram ungu og óreyndu liði í leiknum í gær. Liverpool mætir Monterrey í undanúrslitum heimsmeistaramóts félagsliða í dag og allir fastamenn liðsins eru í Katar þar sem HM fer fram.

Þrátt fyrir stórt tap á Villa Park í gær heilluðu hinir ungu leikmenn Liverpool með góðri spilamennsku. Og eftir leikinn fóru Smith og Terry inn í búningsklefa Villa til að hrósa Liverpool fyrir frammistöðuna.

„Þeir sögðu okkur að halda áfram og óskuðu okkur góðs gengis. Við leikmennirnir munum aldrei gleyma þessu augnabliki,“ sagði Neil Critchley, sem stýrði Liverpool í gær, um heimsókn þeirra Smiths og Terrys í búningsklefann.

Liverpool hefur aldrei teflt fram yngra byrjunarliði í keppnisleik en í gær. Meðalaldur þess var 19 ár og 182 dagar.

Harvey Elliot, sem Liverpool fékk frá Fulham fyrir tímabilið, var sá yngsti í byrjunarliðinu í gær; aðeins 16 ára og rúmlega átta mánaða.


Tengdar fréttir

„Ótrúlega stoltur af strákunum“

Neil Critchley, þjálfari U23 liðs Liverpool, stýrði Liverpool í 8-liða úrslitum enska deildarbikarsins í fjarveru Jurgen Klopp í kvöld. Hann var gríðarstoltur af frammistöðu liðsins þrátt fyrir 5-0 tap.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×