Funduðu með rannsakendum frá Noregi og Namibíu í Haag Birgir Olgeirsson skrifar 17. desember 2019 19:00 Fulltrúar embættis héraðssaksóknara fóru til Haag í Hollandi í síðustu viku til að funda með rannsakendum frá Namibíu og Noregi vegna Samherjamálsins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Skattrannsóknarstjóri og héraðssaksóknara rannsaka Samherja málið hér á landi. Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar rannsakar viðskipti Samherja við norska bankann DNB og spillingarlögreglan í Namibíu fer með rannsókn málsins þar í landi. Rannsakendur frá héraðssaksóknara, norsku lögreglunni og þeirri namibísku funduðu í hollensku borginni Haag í síðustu viku. Í Haag er að finna höfuðstöðvar Evrópulögreglunnar Europol þar sem Ísland á sinn tengslafulltrúa. Þau brot sem grunur er um að hafi verið framin í Namibíu falla undir íslensk hegningarlög. Þar segir að refsa skuli eftir íslenskum lögum fyrir mútugreiðslur til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Jóhannes Stefánsson uppljóstrari hefur þegar gefið skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara skýrslu um málið. Sjö eru í haldi í Namibíu vegna rannsóknar á mútugreiðslum sem eiga að hafa borist frá félögum Samherja til ráðamanna fyrir úthlutun aflaheimilda. Þar á meðal eru fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins og hákarlarnir þrír. Beiðni þeirra um að vera sleppt tafarlaust úr haldi verður tekin fyrir á fimmtudag. Sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi segir ásakanirnar byggðar á pólitískum grunni með það að markmiði að koma ráðandi stjórnvöldum frá. Sá sjöundi sem er í haldi var gripinn glóðvolgur á laugardag við að reyna fjarlægja meint sönnunargögn af heimili dómsmálaráðherrans fyrrverandi, sem er einn hákarlanna. Holland Namibía Noregur Samherjaskjölin Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Fulltrúar embættis héraðssaksóknara fóru til Haag í Hollandi í síðustu viku til að funda með rannsakendum frá Namibíu og Noregi vegna Samherjamálsins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Skattrannsóknarstjóri og héraðssaksóknara rannsaka Samherja málið hér á landi. Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar rannsakar viðskipti Samherja við norska bankann DNB og spillingarlögreglan í Namibíu fer með rannsókn málsins þar í landi. Rannsakendur frá héraðssaksóknara, norsku lögreglunni og þeirri namibísku funduðu í hollensku borginni Haag í síðustu viku. Í Haag er að finna höfuðstöðvar Evrópulögreglunnar Europol þar sem Ísland á sinn tengslafulltrúa. Þau brot sem grunur er um að hafi verið framin í Namibíu falla undir íslensk hegningarlög. Þar segir að refsa skuli eftir íslenskum lögum fyrir mútugreiðslur til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Jóhannes Stefánsson uppljóstrari hefur þegar gefið skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara skýrslu um málið. Sjö eru í haldi í Namibíu vegna rannsóknar á mútugreiðslum sem eiga að hafa borist frá félögum Samherja til ráðamanna fyrir úthlutun aflaheimilda. Þar á meðal eru fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins og hákarlarnir þrír. Beiðni þeirra um að vera sleppt tafarlaust úr haldi verður tekin fyrir á fimmtudag. Sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi segir ásakanirnar byggðar á pólitískum grunni með það að markmiði að koma ráðandi stjórnvöldum frá. Sá sjöundi sem er í haldi var gripinn glóðvolgur á laugardag við að reyna fjarlægja meint sönnunargögn af heimili dómsmálaráðherrans fyrrverandi, sem er einn hákarlanna.
Holland Namibía Noregur Samherjaskjölin Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira