Um ellefu þúsund íbúar voru án rafmagns Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. desember 2019 16:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti í dag á Alþingi munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins sem gekk yfir landið í síðustu viku og viðbrögð stjórnvalda. Málið var eitt af þeim síðustu á dagskrá Alþingis árið 2019 en þingið fer að óbreyttu í jólafrí að loknum þingfundi í dag. Umræður standa nú yfir um áhrif ofsaveðursins á Alþingi. „Það er ekki ofsögum sagt þegar við tölum um aftakaveður en fram hefur komið, meðal annars hjá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, að horfa þurfi allt aftur til ársins 1973 til að sjá sambærilegt veður, norðanveður með seltu þar sem þrýstingur yfir landinu er sambærilegur en slíkt veður gekk yfir landið í febrúar í miðju Heimaeyjargosinu,“ sagði Katrín við upphaf ræðu sinnar. „Það er alveg ljóst að við eigum alveg ótrúlegan kraft í okkar samfélagi því viðbragðsaðilar unnu margir hverjir þrekvirki í sínum störfum, voru linnulaust við þau sólarhringum saman og unnu í raun og veru kraftaverk. En um leið þurfum við að horfast í augu við það að þetta veður og afleiðingar þess afhjúpuðu veikleika í okkar innviðum sem við verðum að bregðast við,“ sagði Katrín. Rakti hún þá atburðarásina í grófum dráttum og fór meðal annars yfir að Veðurstofan hafi í fyrsta sinn gefið út rauða veðurviðvörun og Ríkislögreglustjóri hafi lýst yfir óvissustigi. „Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnanefnd ríkislögreglustjóra má ætla að það hafi verið 11.000 íbúar sem bjuggu við rafmagnsleysi í þennan tíma á 7.600 heiminum,“ sagði Katrín meðal annars. Þá minnti hún á að skipaður hafi verið átakshópur fimm ráðuneyta sem muni setja niður tillögur um þær nauðsynlegu úrbætur sem þurfi að gera. Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti í dag á Alþingi munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins sem gekk yfir landið í síðustu viku og viðbrögð stjórnvalda. Málið var eitt af þeim síðustu á dagskrá Alþingis árið 2019 en þingið fer að óbreyttu í jólafrí að loknum þingfundi í dag. Umræður standa nú yfir um áhrif ofsaveðursins á Alþingi. „Það er ekki ofsögum sagt þegar við tölum um aftakaveður en fram hefur komið, meðal annars hjá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, að horfa þurfi allt aftur til ársins 1973 til að sjá sambærilegt veður, norðanveður með seltu þar sem þrýstingur yfir landinu er sambærilegur en slíkt veður gekk yfir landið í febrúar í miðju Heimaeyjargosinu,“ sagði Katrín við upphaf ræðu sinnar. „Það er alveg ljóst að við eigum alveg ótrúlegan kraft í okkar samfélagi því viðbragðsaðilar unnu margir hverjir þrekvirki í sínum störfum, voru linnulaust við þau sólarhringum saman og unnu í raun og veru kraftaverk. En um leið þurfum við að horfast í augu við það að þetta veður og afleiðingar þess afhjúpuðu veikleika í okkar innviðum sem við verðum að bregðast við,“ sagði Katrín. Rakti hún þá atburðarásina í grófum dráttum og fór meðal annars yfir að Veðurstofan hafi í fyrsta sinn gefið út rauða veðurviðvörun og Ríkislögreglustjóri hafi lýst yfir óvissustigi. „Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnanefnd ríkislögreglustjóra má ætla að það hafi verið 11.000 íbúar sem bjuggu við rafmagnsleysi í þennan tíma á 7.600 heiminum,“ sagði Katrín meðal annars. Þá minnti hún á að skipaður hafi verið átakshópur fimm ráðuneyta sem muni setja niður tillögur um þær nauðsynlegu úrbætur sem þurfi að gera.
Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira