Segir að Ferguson hafi verið í fullum rétti að taka Kean út af eftir 19 mínútur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2019 11:30 Everton hefur náð í fjögur stig í tveimur leikjum undir stjórn Fergusons. vísir/getty Jamie Carragher segir að Duncan Ferguson, bráðabirgðastjóri Everton, hafi verið í fullum rétti til að taka Moise Kean af velli í jafnteflinu við Manchester United á sunnudaginn, aðeins 19 mínútum eftir að hann kom inn á. Margir voru undrandi á þessari ákvörðun Fergusons enda ekki algent að varamenn séu teknir af velli nema þeir séu meiddir. Carragher fór yfir þennan stutta tíma sem Kean var inni á vellinum. Ítalski framherjinn byrjaði á því að fara í vitlausa stöðu og Ferguson skammaði hann svo fyrir að vera ekki nógu fljótur að hlaupa til baka. Carragher telur að eftir að Kean tapaði boltanum og braut svo klaufalega af sér hafi Ferguson fengið nóg og ákveðið að taka hann af velli. „Duncan Ferguson hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þessa ákvörðun og fólk hefur sagt að þú getir ekki gert þetta við leikmann,“ sagði Carragher. „Víst máttu gera þetta. Ég spilaði í úrslitaleik gegn Manchester United þar sem Gérard Houllier tók Milan Baros út af í sömu stöðu. Baros grét eftir leikinn.“ Carragher segir að starf knattspyrnustjóra felist fyrst og fremst í því að ná úrslitunum. „Þetta er ekki eigingjörn ákvörðun og þú mátt taka þessa ákvörðun. En Kean átti ekki skilið að vera tekinn af velli miðað við frammistöðuna og var frekar óheppinn,“ sagði Carragher. Greiningu Carraghers má sjá hér fyrir neðan. Analysis of the Moise Kean substitution!pic.twitter.com/rI0LlKPDRP— Jamie Carragher (@Carra23) December 16, 2019 Kean hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann kom til Everton frá Juventus í sumar. Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Everton og ekki enn skorað fyrir liðið. Everton er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 18 stig, þremur stigum frá fallsæti. Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Emery hafa hafnað tilboði Everton Enn eftirspurn eftir Unai Emery í enska boltanum. 15. desember 2019 08:00 Veikindi Gylfa komu í veg fyrir að hann gæti jafnað met Gerrard Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki spilað með Everton á Old Trafford í gær vegna veikinda. 16. desember 2019 13:30 Stóri Duncan stýrir Gylfa og félögum gegn United Duncan Ferguson verður á hliðarlínunni og stýrir Everton um helgina er liðið mætir Manchester United á útivelli. 12. desember 2019 06:30 Ferguson um skiptinguna umdeildu: „Þurfti að drepa tíma“ Moise Kean var tekinn af velli 19 mínútum eftir að hann kom inn á gegn Manchester United. 15. desember 2019 16:39 Sky segir Ancelotti á æfingasvæði Everton en Balague er ósammála Ítalski knattspyrnustjórinn, Carlo Ancelotti, er mættur á æfingasvæði Everton þar sem hann er mættur til að ræða við enska félagið. 16. desember 2019 17:33 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira
Jamie Carragher segir að Duncan Ferguson, bráðabirgðastjóri Everton, hafi verið í fullum rétti til að taka Moise Kean af velli í jafnteflinu við Manchester United á sunnudaginn, aðeins 19 mínútum eftir að hann kom inn á. Margir voru undrandi á þessari ákvörðun Fergusons enda ekki algent að varamenn séu teknir af velli nema þeir séu meiddir. Carragher fór yfir þennan stutta tíma sem Kean var inni á vellinum. Ítalski framherjinn byrjaði á því að fara í vitlausa stöðu og Ferguson skammaði hann svo fyrir að vera ekki nógu fljótur að hlaupa til baka. Carragher telur að eftir að Kean tapaði boltanum og braut svo klaufalega af sér hafi Ferguson fengið nóg og ákveðið að taka hann af velli. „Duncan Ferguson hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þessa ákvörðun og fólk hefur sagt að þú getir ekki gert þetta við leikmann,“ sagði Carragher. „Víst máttu gera þetta. Ég spilaði í úrslitaleik gegn Manchester United þar sem Gérard Houllier tók Milan Baros út af í sömu stöðu. Baros grét eftir leikinn.“ Carragher segir að starf knattspyrnustjóra felist fyrst og fremst í því að ná úrslitunum. „Þetta er ekki eigingjörn ákvörðun og þú mátt taka þessa ákvörðun. En Kean átti ekki skilið að vera tekinn af velli miðað við frammistöðuna og var frekar óheppinn,“ sagði Carragher. Greiningu Carraghers má sjá hér fyrir neðan. Analysis of the Moise Kean substitution!pic.twitter.com/rI0LlKPDRP— Jamie Carragher (@Carra23) December 16, 2019 Kean hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann kom til Everton frá Juventus í sumar. Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Everton og ekki enn skorað fyrir liðið. Everton er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 18 stig, þremur stigum frá fallsæti.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Emery hafa hafnað tilboði Everton Enn eftirspurn eftir Unai Emery í enska boltanum. 15. desember 2019 08:00 Veikindi Gylfa komu í veg fyrir að hann gæti jafnað met Gerrard Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki spilað með Everton á Old Trafford í gær vegna veikinda. 16. desember 2019 13:30 Stóri Duncan stýrir Gylfa og félögum gegn United Duncan Ferguson verður á hliðarlínunni og stýrir Everton um helgina er liðið mætir Manchester United á útivelli. 12. desember 2019 06:30 Ferguson um skiptinguna umdeildu: „Þurfti að drepa tíma“ Moise Kean var tekinn af velli 19 mínútum eftir að hann kom inn á gegn Manchester United. 15. desember 2019 16:39 Sky segir Ancelotti á æfingasvæði Everton en Balague er ósammála Ítalski knattspyrnustjórinn, Carlo Ancelotti, er mættur á æfingasvæði Everton þar sem hann er mættur til að ræða við enska félagið. 16. desember 2019 17:33 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira
Segja Emery hafa hafnað tilboði Everton Enn eftirspurn eftir Unai Emery í enska boltanum. 15. desember 2019 08:00
Veikindi Gylfa komu í veg fyrir að hann gæti jafnað met Gerrard Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki spilað með Everton á Old Trafford í gær vegna veikinda. 16. desember 2019 13:30
Stóri Duncan stýrir Gylfa og félögum gegn United Duncan Ferguson verður á hliðarlínunni og stýrir Everton um helgina er liðið mætir Manchester United á útivelli. 12. desember 2019 06:30
Ferguson um skiptinguna umdeildu: „Þurfti að drepa tíma“ Moise Kean var tekinn af velli 19 mínútum eftir að hann kom inn á gegn Manchester United. 15. desember 2019 16:39
Sky segir Ancelotti á æfingasvæði Everton en Balague er ósammála Ítalski knattspyrnustjórinn, Carlo Ancelotti, er mættur á æfingasvæði Everton þar sem hann er mættur til að ræða við enska félagið. 16. desember 2019 17:33