Reiði í Norður-Noregi vegna ákvörðunar ríkisolíufélagsins Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2019 22:45 Svona átti olíumiðstöðin á Veidnesi að líta út. Ríkisolíufélagið Equinor hefur núna hætt við uppbygginguna. Grafík/Equinor, Multiconsult. Norska ríkisolíufélagið Equinor, sem áður hét Statoil, hefur fallið frá áformum um að byggja olíumiðstöð á Veidnes í Norður-Noregi. Forystumenn sveitarfélaga og atvinnulífs í Finnmörk, nyrsta fylki Noregs, hafa brugðist ókvæða við, sakað olíufélagið um svik og blekkingar og krafist þess að Stórþingið og ríkisstjórnin grípi í taumana sem aðaleigandi Equinor. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Kristina Hansen frá Færeyjum, þáverandi bæjarstjóri Nordkapp, fagnaði með aðstoðarforstjóra Statoil, Oystein Michelsen, þegar valið á Veidnes var kynnt árið 2013.Mynd/Statoil. Veidnes liggur utan við Honningsvåg, nyrsta bæ Noregs. Olíumiðstöð þar var ætlað að taka við olíu frá nýjum vinnslusvæðum í Barentshafi um neðansjávarlögn. Það var árið 2013 sem ráðamenn Statoil völdu Veidnes við mikinn fögnuð heimamanna, sem sáu fram á mikla uppbyggingu og fjölgun hálaunastarfa í því fylki Noregs sem búið hefur við mesta fólksfækkun á undanförnum árum. Síðastliðinn föstudag tilkynntu Equinor og samstarfsfélög þess hins vegar að hætt hefði verið við olíumiðstöðina vegna of mikils kostnaðar. Þess í stað yrði olían flutt með skipum beint á markað frá Johan Castberg-vinnslusvæðinu í Barentshafi. Frá Hammerfest. Fjær sést í gasvinnslustöðina á Melkøya, sem tók til starfa fyrir tólf árum. Áætlað er að vegna hennar hafi íbúum bæjarins fjölgað um 500 manns.Mynd/Skjáskot. Þegar Statoil lýsti því fyrst yfir fyrir fimm árum að það hyggðist skoða aðra lausn en olíumiðstöð í landi sögðu ráðamenn í Norður-Noregi að þá mætti allt eins láta olíuna kyrrt liggja í Barentshafi. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Hreinlega allir í Finnmörk, stjórnmálamenn, atvinnulífið, allt samfélagið, hafði væntingar um uppbyggingu. Okkur líður eins og við höfum verið svikin. Við höfum verið blekkt,“ segir Jan Olsen, oddviti Nordkapp, í viðtali við NRK. Sex ár eru frá því Statoil, nú Equinor, tilkynnti um staðarval á Veidnes undir oliumiðstöð Barentshafs. Síðastliðinn föstudag voru áformin blásin af.Teikning/Equinor, Multiconsult. Aðrir forystumenn í Norður-Noregi taka í sama streng. Frode Alfheim, fulltrúi samtaka orkuiðnaðarins, rifjar upp að þegar norska Stórþingið samþykkti olíuvinnslu á Johan Castberg-svæðinu hafi helstu rökin einmitt verið jákvæð áhrif á samfélögin. Stórþingið hafi undirstrikað mikilvægi þess að olíumiðstöð yrði byggð upp á Veidnesi. Kristina Hansen, núverandi fylkisráðsmaður og fyrrverandi oddviti Nordkapp, sakar olíumálaráðherrann og ríkisstjórnina um svik. „Þau hafa þingmeirihluta á bak við sig og hefðu getað skipað Equinor að byggja olíumiðstöðina,“ segir Kristina, sem er Færeyingur. Jonas Gahr Støre er formaður Verkamannaflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Noregi.Mynd/TV 2, Noregi. Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðurinnar á Stórþinginu, gagnrýnir einnig ákvörðunina og segir hana geta dregið úr stuðningi norsks almennings við olíuiðnaðinn. Hann sakar Solberg-ríkisstjórnina um að hafa ekki lagt sig fram um að skapa þau skilyrði sem þurfti. Sögulegt tækifæri glatist til iðnaðaruppbyggingar og fjölgunar starfa í Finnmörk. „Norsk orka tilheyrir samfélaginu og á að skapa verðmæti og störf um allt land. Ef stjórnvöld og fyrirtæki skilja það ekki setja þau stuðning þjóðarinnar við atvinnugreinina í hættu,“ segir Støre. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með grafísku myndbandi af olíumiðstöðinni: Bensín og olía Langanesbyggð Noregur Tengdar fréttir Olíuboranir aukast hvergi meira en hjá Norðmönnum Olíufélög hafa ekki borað meira í lögsögu Noregs frá olíuverðfallinu árið 2014. Engin önnur þjóð hefur aukið olíuleit meira en Norðmenn á þessu ári. 16. október 2019 09:33 Spá mörgþúsund milljarða uppbyggingu í Norður-Noregi Mikil bjartsýni ríkir nú í Norður-Noregi eftir að gríðarstór olíulind fannst þar undan ströndum í byrjun mánaðarins. Spáð er að á næstu árum verði fjárfest þar fyrir yfir fjögurþúsund milljarða króna. 18. apríl 2011 19:30 Stórfundur eykur líkur á olíuhöfn í Norður-Noregi Stór olíulind sem sænska olíuleitarfélagið Lundin fann í Barentshafi í síðustu viku er talin geta orðið vendipunktur í uppbyggingu olíuiðnaðar í Norður- Noregi. 21. október 2014 13:45 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Statoil byggir upp nýtt olíusvæði í Barentshafi Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um 600 milljarða króna uppbyggingu á nýju olíuvinnslusvæði í Barentshafi, þess nyrsta í olíusögu Noregs. 12. desember 2017 22:15 Veidneshöfn gæti orðið fyrirmynd Gunnólfsvíkur Tillaga Statoil að nýrri olíuhöfn í Norður-Noregi er athyglisverð fyrir Íslendinga. Sambærileg lausn í Gunnólfsvík í Finnafirði gæti orðið meðal þeirra sem kæmu til umræðu á Íslandi, finnist olía í vinnanlegu magni á Drekasvæðinu. 23. febrúar 2014 11:15 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Norska ríkisolíufélagið Equinor, sem áður hét Statoil, hefur fallið frá áformum um að byggja olíumiðstöð á Veidnes í Norður-Noregi. Forystumenn sveitarfélaga og atvinnulífs í Finnmörk, nyrsta fylki Noregs, hafa brugðist ókvæða við, sakað olíufélagið um svik og blekkingar og krafist þess að Stórþingið og ríkisstjórnin grípi í taumana sem aðaleigandi Equinor. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Kristina Hansen frá Færeyjum, þáverandi bæjarstjóri Nordkapp, fagnaði með aðstoðarforstjóra Statoil, Oystein Michelsen, þegar valið á Veidnes var kynnt árið 2013.Mynd/Statoil. Veidnes liggur utan við Honningsvåg, nyrsta bæ Noregs. Olíumiðstöð þar var ætlað að taka við olíu frá nýjum vinnslusvæðum í Barentshafi um neðansjávarlögn. Það var árið 2013 sem ráðamenn Statoil völdu Veidnes við mikinn fögnuð heimamanna, sem sáu fram á mikla uppbyggingu og fjölgun hálaunastarfa í því fylki Noregs sem búið hefur við mesta fólksfækkun á undanförnum árum. Síðastliðinn föstudag tilkynntu Equinor og samstarfsfélög þess hins vegar að hætt hefði verið við olíumiðstöðina vegna of mikils kostnaðar. Þess í stað yrði olían flutt með skipum beint á markað frá Johan Castberg-vinnslusvæðinu í Barentshafi. Frá Hammerfest. Fjær sést í gasvinnslustöðina á Melkøya, sem tók til starfa fyrir tólf árum. Áætlað er að vegna hennar hafi íbúum bæjarins fjölgað um 500 manns.Mynd/Skjáskot. Þegar Statoil lýsti því fyrst yfir fyrir fimm árum að það hyggðist skoða aðra lausn en olíumiðstöð í landi sögðu ráðamenn í Norður-Noregi að þá mætti allt eins láta olíuna kyrrt liggja í Barentshafi. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Hreinlega allir í Finnmörk, stjórnmálamenn, atvinnulífið, allt samfélagið, hafði væntingar um uppbyggingu. Okkur líður eins og við höfum verið svikin. Við höfum verið blekkt,“ segir Jan Olsen, oddviti Nordkapp, í viðtali við NRK. Sex ár eru frá því Statoil, nú Equinor, tilkynnti um staðarval á Veidnes undir oliumiðstöð Barentshafs. Síðastliðinn föstudag voru áformin blásin af.Teikning/Equinor, Multiconsult. Aðrir forystumenn í Norður-Noregi taka í sama streng. Frode Alfheim, fulltrúi samtaka orkuiðnaðarins, rifjar upp að þegar norska Stórþingið samþykkti olíuvinnslu á Johan Castberg-svæðinu hafi helstu rökin einmitt verið jákvæð áhrif á samfélögin. Stórþingið hafi undirstrikað mikilvægi þess að olíumiðstöð yrði byggð upp á Veidnesi. Kristina Hansen, núverandi fylkisráðsmaður og fyrrverandi oddviti Nordkapp, sakar olíumálaráðherrann og ríkisstjórnina um svik. „Þau hafa þingmeirihluta á bak við sig og hefðu getað skipað Equinor að byggja olíumiðstöðina,“ segir Kristina, sem er Færeyingur. Jonas Gahr Støre er formaður Verkamannaflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Noregi.Mynd/TV 2, Noregi. Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðurinnar á Stórþinginu, gagnrýnir einnig ákvörðunina og segir hana geta dregið úr stuðningi norsks almennings við olíuiðnaðinn. Hann sakar Solberg-ríkisstjórnina um að hafa ekki lagt sig fram um að skapa þau skilyrði sem þurfti. Sögulegt tækifæri glatist til iðnaðaruppbyggingar og fjölgunar starfa í Finnmörk. „Norsk orka tilheyrir samfélaginu og á að skapa verðmæti og störf um allt land. Ef stjórnvöld og fyrirtæki skilja það ekki setja þau stuðning þjóðarinnar við atvinnugreinina í hættu,“ segir Støre. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með grafísku myndbandi af olíumiðstöðinni:
Bensín og olía Langanesbyggð Noregur Tengdar fréttir Olíuboranir aukast hvergi meira en hjá Norðmönnum Olíufélög hafa ekki borað meira í lögsögu Noregs frá olíuverðfallinu árið 2014. Engin önnur þjóð hefur aukið olíuleit meira en Norðmenn á þessu ári. 16. október 2019 09:33 Spá mörgþúsund milljarða uppbyggingu í Norður-Noregi Mikil bjartsýni ríkir nú í Norður-Noregi eftir að gríðarstór olíulind fannst þar undan ströndum í byrjun mánaðarins. Spáð er að á næstu árum verði fjárfest þar fyrir yfir fjögurþúsund milljarða króna. 18. apríl 2011 19:30 Stórfundur eykur líkur á olíuhöfn í Norður-Noregi Stór olíulind sem sænska olíuleitarfélagið Lundin fann í Barentshafi í síðustu viku er talin geta orðið vendipunktur í uppbyggingu olíuiðnaðar í Norður- Noregi. 21. október 2014 13:45 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Statoil byggir upp nýtt olíusvæði í Barentshafi Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um 600 milljarða króna uppbyggingu á nýju olíuvinnslusvæði í Barentshafi, þess nyrsta í olíusögu Noregs. 12. desember 2017 22:15 Veidneshöfn gæti orðið fyrirmynd Gunnólfsvíkur Tillaga Statoil að nýrri olíuhöfn í Norður-Noregi er athyglisverð fyrir Íslendinga. Sambærileg lausn í Gunnólfsvík í Finnafirði gæti orðið meðal þeirra sem kæmu til umræðu á Íslandi, finnist olía í vinnanlegu magni á Drekasvæðinu. 23. febrúar 2014 11:15 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Olíuboranir aukast hvergi meira en hjá Norðmönnum Olíufélög hafa ekki borað meira í lögsögu Noregs frá olíuverðfallinu árið 2014. Engin önnur þjóð hefur aukið olíuleit meira en Norðmenn á þessu ári. 16. október 2019 09:33
Spá mörgþúsund milljarða uppbyggingu í Norður-Noregi Mikil bjartsýni ríkir nú í Norður-Noregi eftir að gríðarstór olíulind fannst þar undan ströndum í byrjun mánaðarins. Spáð er að á næstu árum verði fjárfest þar fyrir yfir fjögurþúsund milljarða króna. 18. apríl 2011 19:30
Stórfundur eykur líkur á olíuhöfn í Norður-Noregi Stór olíulind sem sænska olíuleitarfélagið Lundin fann í Barentshafi í síðustu viku er talin geta orðið vendipunktur í uppbyggingu olíuiðnaðar í Norður- Noregi. 21. október 2014 13:45
Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45
Statoil byggir upp nýtt olíusvæði í Barentshafi Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um 600 milljarða króna uppbyggingu á nýju olíuvinnslusvæði í Barentshafi, þess nyrsta í olíusögu Noregs. 12. desember 2017 22:15
Veidneshöfn gæti orðið fyrirmynd Gunnólfsvíkur Tillaga Statoil að nýrri olíuhöfn í Norður-Noregi er athyglisverð fyrir Íslendinga. Sambærileg lausn í Gunnólfsvík í Finnafirði gæti orðið meðal þeirra sem kæmu til umræðu á Íslandi, finnist olía í vinnanlegu magni á Drekasvæðinu. 23. febrúar 2014 11:15