Rooney telur sig enn geta spilað í ensku úrvalsdeildinni Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. desember 2019 12:30 Í vígahug vísir/getty Manchester United goðsögnin Wayne Rooney snýr aftur í enska boltann þegar nýtt ár gengur í garð en nú í deild sem hann hefur ekki spilað í áður þar sem hann gekk nýverið í raðir Derby County sem leikur í ensku B-deildinni. „Nú er markmið mitt að koma Derby aftur í úrvalsdeildina og vonandi vera í hlutverki hjá þeim þar. Ryan Giggs gat spilað til fertugs og Gareth Barry ætlar sér að gera það sama,“ segir Rooney. Rooney er 34 ára gamall en eftir að hafa unnið allt sem hægt er að vinna á 13 ára ferli sínum hjá Manchester United hélt hann til uppeldisfélagsins Everton og lék með þeim í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2017-2018. Þótti mörgum Rooney ekki standa undir væntingum þar en hann gerði þó 10 mörk í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni. Í kjölfarið færði hann sig um set vestur um haf og hefur leikið með DC United í MLS deildinni undanfarin tvö ár. Rooney skoraði í öðrum hverjum leik að meðaltali í Bandaríkjunum og er sannfærður um að hann hafi enn ýmislegt fram að færa á vellinum, meira að segja í ensku úrvalsdeildinni. „Það er mikilvægt að hafa skilning á fótbolta. Það snýst ekki bara um að geta hlaupið út um allt heldur að nota höfuðið á þér til að spila.“ „Þetta gleymist stundum af því að menn skora færri mörk en þeir gerðu áður eða eitthvað þess háttar. Með rétta liðið í kringum mig get ég enn spilað í úrvalsdeildinni,“ segir Rooney. Rooney mun eiga verk að vinna við að koma Derby í toppbaráttu í B-deildinni en liðið er um þessar mundir í 16.sæti og eru níu stig upp í umspilssæti þegar deildin er rétt tæplega hálfnuð. Rooney verður löglegur með Derby um áramót og ætti því að geta leikið sinn fyrsta leik þann 2.janúar næstkomandi þegar Derby fær Barnsley í heimsókn. Enski boltinn Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Sjá meira
Manchester United goðsögnin Wayne Rooney snýr aftur í enska boltann þegar nýtt ár gengur í garð en nú í deild sem hann hefur ekki spilað í áður þar sem hann gekk nýverið í raðir Derby County sem leikur í ensku B-deildinni. „Nú er markmið mitt að koma Derby aftur í úrvalsdeildina og vonandi vera í hlutverki hjá þeim þar. Ryan Giggs gat spilað til fertugs og Gareth Barry ætlar sér að gera það sama,“ segir Rooney. Rooney er 34 ára gamall en eftir að hafa unnið allt sem hægt er að vinna á 13 ára ferli sínum hjá Manchester United hélt hann til uppeldisfélagsins Everton og lék með þeim í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2017-2018. Þótti mörgum Rooney ekki standa undir væntingum þar en hann gerði þó 10 mörk í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni. Í kjölfarið færði hann sig um set vestur um haf og hefur leikið með DC United í MLS deildinni undanfarin tvö ár. Rooney skoraði í öðrum hverjum leik að meðaltali í Bandaríkjunum og er sannfærður um að hann hafi enn ýmislegt fram að færa á vellinum, meira að segja í ensku úrvalsdeildinni. „Það er mikilvægt að hafa skilning á fótbolta. Það snýst ekki bara um að geta hlaupið út um allt heldur að nota höfuðið á þér til að spila.“ „Þetta gleymist stundum af því að menn skora færri mörk en þeir gerðu áður eða eitthvað þess háttar. Með rétta liðið í kringum mig get ég enn spilað í úrvalsdeildinni,“ segir Rooney. Rooney mun eiga verk að vinna við að koma Derby í toppbaráttu í B-deildinni en liðið er um þessar mundir í 16.sæti og eru níu stig upp í umspilssæti þegar deildin er rétt tæplega hálfnuð. Rooney verður löglegur með Derby um áramót og ætti því að geta leikið sinn fyrsta leik þann 2.janúar næstkomandi þegar Derby fær Barnsley í heimsókn.
Enski boltinn Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Sjá meira