Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2019 12:03 Varðskipið Þór sér Dalvík fyrir um 70 prósent af raforkuþörf bæjarins. Vísir/Egill Varðskipið Þór mun þurfa að sjá Dalvíkingum og nærsveitungum fyrir rafmagni næstu daga vegna mikilla skemmda á Dalvíkurlínu. Er þetta í fyrsta skiptið sem varðskipið sér bæjarfélagi fyrir rafmagni og mikil ánægja með hvernig til tókst. Rafmagn fór af bænum og sveitum í kring þegar Dalvíkurlínan varð fyrir miklum skemmdum í veðurofsanum á þriðjudag. Hús kólnuðu, fjarskipti rofnuðu og ástandið vægast sagt slæmt. Ákveðið var að varðskipið Þór myndi sjá bænum fyrir varaafli. Skipið lagðist að bryggju í Dalvíkurhöfn á hádegi á fimmtudag og var rafmagnið komið á bæinn aðfaranótt föstudags. Dalvíkurlína varð fyrir miklum skemmdum í óveðrinu.Vísir/Egill Skipið var smíðað í ASMAR skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile og með það í huga að geta séð bæjarfélagi fyrir varafli. Það hafði þó aldrei verið reynt frá því skipið fékkst afhent árið 2011. „Við höfðum aldrei prófað búnaðinn sjálfir heima. Við sáum hann virka í Chile. Við keyrðum hann þar í skamma stund. En við höfðum aldrei notað þetta og þegar búnaðurinn var búinn að standa mjög lengi er eitthvað sem getur farið úrskeiðis. Það tók tíma að koma þessu endanlega á netið,“ segir Einar Hansen, skipaeftirlitsmaður hjá Landhelgisgæslunni, sem þekkir best til varaflsgetu varðskipsins. Hercules flugvél danska flughersins flutti rafstreng norður í land sem starfsmenn Rarik notuðu til að tengja skipið við bæinn. Eins og staðan er í dag sér Þór Dalvík fyrir um 70 prósentum af orkuþörf bæjarins. Varðskipið gæti skilað tveimur megavöttum í land. „Spennirinn í landi er 1.600 kílóvött. Mér skildist á Rarik að það væru þrjú megavött sem bærinn þyrfti til að halda öllu gangandi. Við getum framleitt tvö og þá eitt sem kemur annars staðar frá eins og búnaðurinn er í dag. En skipið gæti framleitt 3,2 megavött.“ Einar Hansen, skipaeftirlitsmaður hjá Landhelgisgæslunni.Vísir Ljóst er að viðgerð á Dalvíkurlínu mun taka tíma. Fjöldi staura brotnaði og Þór ekkert á förum frá bænum næstu daga. „Ég held að það sé morgunljóst miðað við ástand á staurum og kerfinu þá verðum hér nokkra daga í viðbót.“ Ríkisstjórnin heimsótti Dalvík í gær til að kynna sér aðstæður. Voru ráðherrarnir afar hrifnir af því að sjá hve vel til tókst að sjá bænum fyrir rafmagni með varðskipinu. Bæði ríkisstjórnin og bæjaryfirvöld þökkuðu áhöfninni kærlega fyrir. Einar segir mikið þakklæti hafa borist frá Dalvíkingum. „Ég hef líka verið að fá frá félögum mínum sem eiga foreldra hérna. Þeir hafa verið að senda manni hvað foreldrar þeirra voru ánægðir að fá heitt kaffi í ylnum. Það er mjög ánægjulegt að fá svoleiðis og gott að geta hjálpað.“ Dalvíkurbyggð Landhelgisgæslan Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Varðskipið Þór mun þurfa að sjá Dalvíkingum og nærsveitungum fyrir rafmagni næstu daga vegna mikilla skemmda á Dalvíkurlínu. Er þetta í fyrsta skiptið sem varðskipið sér bæjarfélagi fyrir rafmagni og mikil ánægja með hvernig til tókst. Rafmagn fór af bænum og sveitum í kring þegar Dalvíkurlínan varð fyrir miklum skemmdum í veðurofsanum á þriðjudag. Hús kólnuðu, fjarskipti rofnuðu og ástandið vægast sagt slæmt. Ákveðið var að varðskipið Þór myndi sjá bænum fyrir varaafli. Skipið lagðist að bryggju í Dalvíkurhöfn á hádegi á fimmtudag og var rafmagnið komið á bæinn aðfaranótt föstudags. Dalvíkurlína varð fyrir miklum skemmdum í óveðrinu.Vísir/Egill Skipið var smíðað í ASMAR skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile og með það í huga að geta séð bæjarfélagi fyrir varafli. Það hafði þó aldrei verið reynt frá því skipið fékkst afhent árið 2011. „Við höfðum aldrei prófað búnaðinn sjálfir heima. Við sáum hann virka í Chile. Við keyrðum hann þar í skamma stund. En við höfðum aldrei notað þetta og þegar búnaðurinn var búinn að standa mjög lengi er eitthvað sem getur farið úrskeiðis. Það tók tíma að koma þessu endanlega á netið,“ segir Einar Hansen, skipaeftirlitsmaður hjá Landhelgisgæslunni, sem þekkir best til varaflsgetu varðskipsins. Hercules flugvél danska flughersins flutti rafstreng norður í land sem starfsmenn Rarik notuðu til að tengja skipið við bæinn. Eins og staðan er í dag sér Þór Dalvík fyrir um 70 prósentum af orkuþörf bæjarins. Varðskipið gæti skilað tveimur megavöttum í land. „Spennirinn í landi er 1.600 kílóvött. Mér skildist á Rarik að það væru þrjú megavött sem bærinn þyrfti til að halda öllu gangandi. Við getum framleitt tvö og þá eitt sem kemur annars staðar frá eins og búnaðurinn er í dag. En skipið gæti framleitt 3,2 megavött.“ Einar Hansen, skipaeftirlitsmaður hjá Landhelgisgæslunni.Vísir Ljóst er að viðgerð á Dalvíkurlínu mun taka tíma. Fjöldi staura brotnaði og Þór ekkert á förum frá bænum næstu daga. „Ég held að það sé morgunljóst miðað við ástand á staurum og kerfinu þá verðum hér nokkra daga í viðbót.“ Ríkisstjórnin heimsótti Dalvík í gær til að kynna sér aðstæður. Voru ráðherrarnir afar hrifnir af því að sjá hve vel til tókst að sjá bænum fyrir rafmagni með varðskipinu. Bæði ríkisstjórnin og bæjaryfirvöld þökkuðu áhöfninni kærlega fyrir. Einar segir mikið þakklæti hafa borist frá Dalvíkingum. „Ég hef líka verið að fá frá félögum mínum sem eiga foreldra hérna. Þeir hafa verið að senda manni hvað foreldrar þeirra voru ánægðir að fá heitt kaffi í ylnum. Það er mjög ánægjulegt að fá svoleiðis og gott að geta hjálpað.“
Dalvíkurbyggð Landhelgisgæslan Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira