Lýðræðið á sveitarstjórnarstiginu Tómas Ellert Tómasson skrifar 14. desember 2019 08:00 Flestir sem starfa í stjórnmálum gera það til að hafa áhrif og til að öðlast áhrif þá þarf að fá kjósendur á sitt band í kosningum og til að greiða manni atkvæði sitt. Atkvæðum þessum er síðan umbreytt í vald og með valdinu fá stjórnmálamenn tækifæri til að framkvæma hugmyndir sínar og stefnur. Alls voru kjörnir 502 sveitarstjórnarmenn á landinu öllu í síðustu sveitarstjórnarkosningum, um 40% þeirra voru kjörnir af listum Samtryggingarflokkanna ásamt viðhengjum, en 60% voru kjörnir af öðrum listum eða sjálfkjörnir. Fulltrúavalið í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins þ.e. í stjórnir Sambands íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtaka og nefndir og ráð á vegum þeirra endurspegla þó ekki úrslit kosninganna. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur í mörg undanfarin ár hvatt sveitarfélög landsins til að leyfa íbúum að koma meira að stjórn sveitarfélaganna með því að taka upp íbúakosningar um ýmis málefni. Sambandið hefur auk þess haldið námskeið um lýðræðismál og látið líta svo út að lýðræðismál væru því afar hugleikin - raunin er allt önnur! Skipan í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er einmitt skýrasta dæmið um það hve ólýðræðisleg vinnubrögðin eru þar á bæ. Við val á ellefu fulltrúum í stjórn Sambandsins er notast við svokallaða uppstillinganefnd – „því það hefur alltaf verið gert þannig“ – og með þeim aðferðum og útreikningum sem „alltaf“ hafa verið notaðir, útilokaði uppstillinganefndin strax 60% sveitarstjórnarfólks frá því að eiga möguleika á setu í stjórn sambandsins, þ.e. alla nema eigin fulltrúa. Eftir að uppstillinganefndin hafði svo lokið störfum og borið fram til samþykktar tillögu sína um hverjir ættu að skipa stjórn sambandsins á fyrsta Landsþingi eftir kosningar, varð niðurstaðan sú að öll 11 sæti stjórnar sambandsins eða 100% eru skipuð fulltrúum Samtryggingarflokkanna, þó ekki hafi þeir fengið nema 40% atkvæða í kosningunum! Á landsþingum sambandsins eru svo 60% þingfulltrúa frá Samtryggingarflokkunum með kosningarétt, þó þeir eigi einungis um 40% kjörinna sveitarstjórnafulltrúa á landsvísu! Hvernig skyldi svo standa á því að allt það sem lagt er til af stjórninni á Landsþingum sé þar samþykkt, en öðru vísað frá? – svarið er augljóst. Af hverju er þetta svona? – Samtryggingarflokkarnir hafa raðað starfsfólki sér hliðhollu á jötuna í gegnum tíðina sem taka þátt í því með fulltrúum Samtryggingarflokkanna að upplýsa ekki ný eða önnur framboð um hvar möguleikar þeirra liggja til áhrifa í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins. Von er þó um að breytt vinnulag í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins sé í sjónmáli. Þau undur og stórmerki gerðust nefnilega á téðu Landsþingi að kona var kjörin sem formaður sambandsins, sú fyrsta í sögu þess, 38 árum eftir að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti íslenska lýðveldisins - sem lýsir glöggt hve vinnubrögðin við val í stjórn þess fram að þessu hafa verið gamaldags. Ég ber þá von í brjósti að núverandi formaður reki slyðruorðið af „Samtryggingarsambandi íslenskra sveitarfélaga“, rífi í stýrið, taki U-beygju með vagninn og aki með hann í lýðræðisátt.Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sveitarstjórnarmál Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Flestir sem starfa í stjórnmálum gera það til að hafa áhrif og til að öðlast áhrif þá þarf að fá kjósendur á sitt band í kosningum og til að greiða manni atkvæði sitt. Atkvæðum þessum er síðan umbreytt í vald og með valdinu fá stjórnmálamenn tækifæri til að framkvæma hugmyndir sínar og stefnur. Alls voru kjörnir 502 sveitarstjórnarmenn á landinu öllu í síðustu sveitarstjórnarkosningum, um 40% þeirra voru kjörnir af listum Samtryggingarflokkanna ásamt viðhengjum, en 60% voru kjörnir af öðrum listum eða sjálfkjörnir. Fulltrúavalið í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins þ.e. í stjórnir Sambands íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtaka og nefndir og ráð á vegum þeirra endurspegla þó ekki úrslit kosninganna. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur í mörg undanfarin ár hvatt sveitarfélög landsins til að leyfa íbúum að koma meira að stjórn sveitarfélaganna með því að taka upp íbúakosningar um ýmis málefni. Sambandið hefur auk þess haldið námskeið um lýðræðismál og látið líta svo út að lýðræðismál væru því afar hugleikin - raunin er allt önnur! Skipan í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er einmitt skýrasta dæmið um það hve ólýðræðisleg vinnubrögðin eru þar á bæ. Við val á ellefu fulltrúum í stjórn Sambandsins er notast við svokallaða uppstillinganefnd – „því það hefur alltaf verið gert þannig“ – og með þeim aðferðum og útreikningum sem „alltaf“ hafa verið notaðir, útilokaði uppstillinganefndin strax 60% sveitarstjórnarfólks frá því að eiga möguleika á setu í stjórn sambandsins, þ.e. alla nema eigin fulltrúa. Eftir að uppstillinganefndin hafði svo lokið störfum og borið fram til samþykktar tillögu sína um hverjir ættu að skipa stjórn sambandsins á fyrsta Landsþingi eftir kosningar, varð niðurstaðan sú að öll 11 sæti stjórnar sambandsins eða 100% eru skipuð fulltrúum Samtryggingarflokkanna, þó ekki hafi þeir fengið nema 40% atkvæða í kosningunum! Á landsþingum sambandsins eru svo 60% þingfulltrúa frá Samtryggingarflokkunum með kosningarétt, þó þeir eigi einungis um 40% kjörinna sveitarstjórnafulltrúa á landsvísu! Hvernig skyldi svo standa á því að allt það sem lagt er til af stjórninni á Landsþingum sé þar samþykkt, en öðru vísað frá? – svarið er augljóst. Af hverju er þetta svona? – Samtryggingarflokkarnir hafa raðað starfsfólki sér hliðhollu á jötuna í gegnum tíðina sem taka þátt í því með fulltrúum Samtryggingarflokkanna að upplýsa ekki ný eða önnur framboð um hvar möguleikar þeirra liggja til áhrifa í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins. Von er þó um að breytt vinnulag í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins sé í sjónmáli. Þau undur og stórmerki gerðust nefnilega á téðu Landsþingi að kona var kjörin sem formaður sambandsins, sú fyrsta í sögu þess, 38 árum eftir að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti íslenska lýðveldisins - sem lýsir glöggt hve vinnubrögðin við val í stjórn þess fram að þessu hafa verið gamaldags. Ég ber þá von í brjósti að núverandi formaður reki slyðruorðið af „Samtryggingarsambandi íslenskra sveitarfélaga“, rífi í stýrið, taki U-beygju með vagninn og aki með hann í lýðræðisátt.Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun