Everton sótti stig á Old Trafford án Gylfa Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. desember 2019 15:45 Mason Greenwood í þann mund að jafna leikinn. vísir/getty Everton heimsótti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag og léku Everton menn án Gylfa Þórs Sigurðssonar þar sem hann er að glíma við veikindi. Jesse Lingard fékk fyrsta færi leiksins eftir aðeins 20 sekúndna leik en skaut boltanum framhjá markinu úr góðu færi. Man Utd byrjaði leikinn af krafti en fljótlega fór að fjara undan sóknarleik þeirra. Á 36.mínútu dró til tíðinda þegar Victor Lindelöf setti boltann í eigið net. Vildu heimamenn fá dæmda aukaspyrnu á Dominic Calvert Lewin sem virtist brjóta á David De Gea í aðdraganda marksins en þó atvikið hafi verið skoðað af VAR var ekkert dæmt. Everton með forystu í leikhléi. Það var lítið að frétta í leiknum þegar Mason Greenwood var skipt inn á eftir rúmlega klukkutíma leik en enska ungstirnið var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn og jafnaði metin fyrir Man Utd á 77.mínútu með góðu skoti. Eftir það gerðist lítið og niðurstaðan 1-1 jafntefli. Enski boltinn
Everton heimsótti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag og léku Everton menn án Gylfa Þórs Sigurðssonar þar sem hann er að glíma við veikindi. Jesse Lingard fékk fyrsta færi leiksins eftir aðeins 20 sekúndna leik en skaut boltanum framhjá markinu úr góðu færi. Man Utd byrjaði leikinn af krafti en fljótlega fór að fjara undan sóknarleik þeirra. Á 36.mínútu dró til tíðinda þegar Victor Lindelöf setti boltann í eigið net. Vildu heimamenn fá dæmda aukaspyrnu á Dominic Calvert Lewin sem virtist brjóta á David De Gea í aðdraganda marksins en þó atvikið hafi verið skoðað af VAR var ekkert dæmt. Everton með forystu í leikhléi. Það var lítið að frétta í leiknum þegar Mason Greenwood var skipt inn á eftir rúmlega klukkutíma leik en enska ungstirnið var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn og jafnaði metin fyrir Man Utd á 77.mínútu með góðu skoti. Eftir það gerðist lítið og niðurstaðan 1-1 jafntefli.