Pavel: Þetta verður skrítið en skemmtilegt Arnar Björnsson skrifar 12. desember 2019 12:00 Pavel Ermolinski. Reykjavíkurslagur verður í Domínos-deildinni í körfubolta í kvöld þegar KR fær Val í heimsókn. Þegar níu umferðir eru búnar er KR í fimmta sæti með 10 stig en Valur í tíunda sæti með 6. Báðum liðum hefur gengið illa að undanförnu. Valur hefur tapað fimm leikjum í deildinni í röð og KR-ingar tveimur. KR steinlá í bikarkeppninni fyrir Grindavík í síðustu viku, tapaði þá með 29 stiga mun. Pavel Ermolinskij mætir á sinn gamla heimavöll, hvernig er tilfinningin að mæta í DHL-höllina? „Hún verður skrítin að labba inn á sinn gamla heimavöll, hita upp hinum megin, horfa upp í stúku og sjá öll þessi kunnuglegu andlit sem hafa hvatt mann í öll þessi ár og hvetja núna gegn mér. Það verður skrítið en skemmtilegt líka og ég hlakka til mikið til,“ sagði Pavel. Pavel vann sjö Íslandsmeistaratitla með KR og tapaði ekki rimmu í úrslitakeppni frá 2010. Hvernig móttökur fær hann í Vesturbænum í kvöld? „Það verður gaman að sjá en ég á nú ekki von á öðru en að mér verði ágætlega tekið. Ég veit ekki alveg hvað ég hefði átt að gera meira þarna til þess að eiga ást þeirra skilið. Partur af mér væri líka til í að skapa smá ástand þar sem yrðu einhver illindi milli okkar. Það gerir þetta aðeins skemmtilegra að það sé smá rígur. Ég að sanna eitthvað fyrir þeim og þeir að sanna eitthvað fyrir mér. Er það kannski ekki skemmtilegra fyrir alla sem eru að horfa á þetta og okkur sjálfa sem tökum þátt í þessu?“ En þetta er ekki svona leikur sem þú vildir bara sleppa að spila? „Nei, alls ekki. Ég held að staðan sé þannig núna að bæði lið þurfa sigur fyrst og fremst. Ég held að allar rómantískar hugmyndir um endurkomu og allir þeir söguþræðir sem hægt er að teikna upp gleymast um leið og leikurinn byrjar því bæði lið þurfa að vinna.“ Þið Valsmenn hafið tapað fimm leikjum í röð en ef þið vinnið KR þá eru þið aðeins einum sigri á eftir þeim. „Það er svoleiðis. Ég held að ég verði fljótur að týna mér í leiknum og einbeita mér að sigrinum sem við þurfum nauðsynlega að ná.“ Það hefur verið vesen á KR-ingum, leikmenn meiddir. Finnur þú til með þeim? „Alls ekki. Ég veit að það er ekkert krísuástand þarna, það sofa allir vært á næturnar. Vissulega veit ég að þeir vilja vera á betri stað en þeir vita líka alveg að þegar til þess kemur þá verða þeir í betri aðstöðu til þess að gera tilkall til titils. Það er eitthvað sem er munurinn á Val og KR í dag. Þeir verða alltaf í þessari aðstöðu á meðan við erum að reyna að komast þangað. Við þurfum á þessum sigri að halda til þess að komast upp töfluna og byggja upp sjálfstraust á meðan þeir geta bara slakað á þangað til að kemur að stóru stundinni í vor.“ Philip Alawoya hefur spilað tvo síðustu leiki með Valsmönnum, hann var stigahæstur í síðasta leik í tapi gegn Þór. Þá skoraði hann 24 stig og tók 10 fráköst. Líkt og Pavel lék hann einnig með KR. „Það verður spennandi að mæta í DHL-höllina. Ég hef ekki komið þarna í tvö ár en á marga góða vini í liðinu. Þetta verður án efa mikil barátta og við eigum engan valkost annan en að berjast,“ sagði Alawoya. Valsmönnum hefur ekki gengið vel í vetur, fimm tapleikir í röð en það sama á við um KR, þeir hafa tapað síðustu leikjum. „Öll lið lenda í erfiðleikum en svo lengi sem þú ert tilbúinn að berjast á æfingum og færa það inn í leikinn þá er alltaf möguleiki á því að vinna.“ Alawoya er sannfærður um að Valur geti unnið leikinn. Valur þarf að skora fleiri stig, það er ekki flóknara en það. Leikurinn byrjar klukkan 19.15 og er sýndur á Sport 3. Klippa: Pavel um heimkomuna í Vesturbæinn Dominos-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Reykjavíkurslagur verður í Domínos-deildinni í körfubolta í kvöld þegar KR fær Val í heimsókn. Þegar níu umferðir eru búnar er KR í fimmta sæti með 10 stig en Valur í tíunda sæti með 6. Báðum liðum hefur gengið illa að undanförnu. Valur hefur tapað fimm leikjum í deildinni í röð og KR-ingar tveimur. KR steinlá í bikarkeppninni fyrir Grindavík í síðustu viku, tapaði þá með 29 stiga mun. Pavel Ermolinskij mætir á sinn gamla heimavöll, hvernig er tilfinningin að mæta í DHL-höllina? „Hún verður skrítin að labba inn á sinn gamla heimavöll, hita upp hinum megin, horfa upp í stúku og sjá öll þessi kunnuglegu andlit sem hafa hvatt mann í öll þessi ár og hvetja núna gegn mér. Það verður skrítið en skemmtilegt líka og ég hlakka til mikið til,“ sagði Pavel. Pavel vann sjö Íslandsmeistaratitla með KR og tapaði ekki rimmu í úrslitakeppni frá 2010. Hvernig móttökur fær hann í Vesturbænum í kvöld? „Það verður gaman að sjá en ég á nú ekki von á öðru en að mér verði ágætlega tekið. Ég veit ekki alveg hvað ég hefði átt að gera meira þarna til þess að eiga ást þeirra skilið. Partur af mér væri líka til í að skapa smá ástand þar sem yrðu einhver illindi milli okkar. Það gerir þetta aðeins skemmtilegra að það sé smá rígur. Ég að sanna eitthvað fyrir þeim og þeir að sanna eitthvað fyrir mér. Er það kannski ekki skemmtilegra fyrir alla sem eru að horfa á þetta og okkur sjálfa sem tökum þátt í þessu?“ En þetta er ekki svona leikur sem þú vildir bara sleppa að spila? „Nei, alls ekki. Ég held að staðan sé þannig núna að bæði lið þurfa sigur fyrst og fremst. Ég held að allar rómantískar hugmyndir um endurkomu og allir þeir söguþræðir sem hægt er að teikna upp gleymast um leið og leikurinn byrjar því bæði lið þurfa að vinna.“ Þið Valsmenn hafið tapað fimm leikjum í röð en ef þið vinnið KR þá eru þið aðeins einum sigri á eftir þeim. „Það er svoleiðis. Ég held að ég verði fljótur að týna mér í leiknum og einbeita mér að sigrinum sem við þurfum nauðsynlega að ná.“ Það hefur verið vesen á KR-ingum, leikmenn meiddir. Finnur þú til með þeim? „Alls ekki. Ég veit að það er ekkert krísuástand þarna, það sofa allir vært á næturnar. Vissulega veit ég að þeir vilja vera á betri stað en þeir vita líka alveg að þegar til þess kemur þá verða þeir í betri aðstöðu til þess að gera tilkall til titils. Það er eitthvað sem er munurinn á Val og KR í dag. Þeir verða alltaf í þessari aðstöðu á meðan við erum að reyna að komast þangað. Við þurfum á þessum sigri að halda til þess að komast upp töfluna og byggja upp sjálfstraust á meðan þeir geta bara slakað á þangað til að kemur að stóru stundinni í vor.“ Philip Alawoya hefur spilað tvo síðustu leiki með Valsmönnum, hann var stigahæstur í síðasta leik í tapi gegn Þór. Þá skoraði hann 24 stig og tók 10 fráköst. Líkt og Pavel lék hann einnig með KR. „Það verður spennandi að mæta í DHL-höllina. Ég hef ekki komið þarna í tvö ár en á marga góða vini í liðinu. Þetta verður án efa mikil barátta og við eigum engan valkost annan en að berjast,“ sagði Alawoya. Valsmönnum hefur ekki gengið vel í vetur, fimm tapleikir í röð en það sama á við um KR, þeir hafa tapað síðustu leikjum. „Öll lið lenda í erfiðleikum en svo lengi sem þú ert tilbúinn að berjast á æfingum og færa það inn í leikinn þá er alltaf möguleiki á því að vinna.“ Alawoya er sannfærður um að Valur geti unnið leikinn. Valur þarf að skora fleiri stig, það er ekki flóknara en það. Leikurinn byrjar klukkan 19.15 og er sýndur á Sport 3. Klippa: Pavel um heimkomuna í Vesturbæinn
Dominos-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira