„Stórkostlegur draumur sem við fengum að deila“ Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2019 12:39 Marie Fredriksson og Per Gessle mynduðu saman sænsku sveitina Roxette. Getty „Og mikið var þetta stórkostlegur draumur sem við fengum að deila! Takk Marie, takk fyrir ALLT.“ Þannig minnist sænski söngvarinn Per Gessle söngkonunnar Marie Fredriksson sem lést á mánudaginn, 61 árs gömul. Saman mynduðu þau sveitina Roxette, eina af þeim sænsku sveitum sem hafa náð hvað mestum vinsældum á alþjóðlegum vettvangi. Það kom sem reiðarslag fyrir sænsku þjóðina og aðdáendur Roxette þegar upplýsingafulltrúi sveitarinnar greindi frá andláti Marie Fredriksson í gær. Þó var vel vitað að Fredriksson glímdi við heilsuleysi, en hún greindist með heilaæxli árið 2002. Læknar nefndu það þá að hún ætti líklegast ekki meira en sex mánuði ólifaða. Þremur árum síðar sagði Fredriksson frá því að hún væri laus við krabbameinið. Yndislegur vinur í fjörutíu ár Sveitin Roxette var stofnuð árið 1986 og átti eftir að eiga hvern smellinn á fætur öðrum á áttunda og níunda áratugnum. Fredriksson dró sig í hlé eftir að hún greindist með æxlið árið 2002, en sjö árum síðar fór hún aftur að troða upp með sveitinni. „Tíminn líður svo hratt. Mér líður eins og það hafi verið rétt áðan þegar Marie og ég sátum saman í litlu íbúðinni minni í Halmstad og sögðum frá draumum okkar. Og mikið var þetta stórkostlegur draumur sem við fengum að deila! Takk Marie, takk fyrir ALLT. Þú varst alveg einstakur tónlistarmaður, söngkona af þeirri gráðu sem við munum vart sjá aftur. Þú litaðir svarthvít lög mín með fallegustu litum. Þú varst alveg yndislegur vinur í rúmlega fjörutíu ár. Ég er stoltur, það var mér mikill heiður og ég er hamingjusamur að hafa fengið að deila með þér svo miklum tíma, hæfileikum þínum, hlýju, gjafmildi og skopskyni. Öll mín ást fer til þín og fjölskyldu þinnar,“ segir Gessle og lýkur orðum sínum á að segja að ekkert verði aftur samt. „Things will never be the same,“ segir Gessle og vísar þar í samnefnt lag sveitarinnar. Kynntust í Halmstad Marie Fredriksson kom í heiminn norðarlega á Skáni í maímánuði 1958 og var hún yngst í fimm systkina hópi. Hún og Gessle kynntust í Halmstad á vesturströnd Svíþjóðar seint á áttunda áratugnum, en á heimasíðu Roxette segir að þau hafi þó ekki byrjað að vinna saman fyrr en árið 1986. Fredriksson hafði þá tveimur árum áður gefið út sína fyrstu plötu, Het vind, en önnur plata hennar, Den sjunde vågen, kom svo úr árið 1986. Lagið í Pretty Woman Roxette naut fljótt vinsælda í Svíþjóð enda hafði Gessle þá verið forsprakki hinnar vinsælu sveitar, Gyllene Tider. Lögin Neverending love frá árinu 1986, The Look frá árinu 1988 og It must have been love frá 1990 áttu öll eftir að njóta mikilla vinsælda.It Must Have Been Love átti einnig eftir að opna frekari dyr fyrir sveitina á alþjóðlegum vettvangi eftir að það hljómaði í stórmyndinni Pretty Woman með þeim Juliu Roberts og Richard Gere. Eins og áður sagði er Roxette ein þeirra sænsku sveita sem hafa náð hvað mestum árangri á alþjóðavettvangi. Þar er vissulega af mörgum að taka. Sveitin átti sömuleiðis eftir að ná sérstaklega miklum vinsældum á Spáni og í Suður-Ameríku, en um miðjan tíunda áratuginn hljóðritaði sveitin plötu þar sem vinsælustu ballöður sveitarinnar voru fluttar á spænsku, Baladas en español. Sveitin náði alls fjórum lögum á topp Billboard-listans í Bandaríkjunum - Listen to Your Heart (1989), The Look (1989), It Must Have Been Love (1990) og Joyride (1991). Marie Fredriksson gaf á ferli sínum út fjölda sólóplatna, samhliða Roxette. Þar söng hún jafnan á sænsku. Tíunda og síðasta plata Roxette, Good Karma, kom út árið 2016 með lögum á borð við It Just Happes og Some Other Summer. Síðasta sólóplata Fredriksson, Nu, kom út árið 2013 og á þeim tíma greindi hún frá því að eftir heilaæxlið 2002 hafi hún bæði þurft að læra að tala og syngja upp á nýtt. Á sextugsafmælisdegi sínu á síðasta ári, 30. maí 2018, gaf hún út djasslagið Sing Me a Song og sagði hún lagið vera þakklætisvott til aðdáenda sinna. „Að gefa lag á afmælisdeginum er mín leið til að sýna þakklæti fyrir allan þann kærleik sem ég hef notið í gegnum tíðina. Þetta er sextugsafmælisgjöf til mín og til allra aðdáenda minna,“ sagði Fredriksson. Gessle fór á hljómleikaferðalag á síðasta ári þar sem hann söng meðal annars lög Roxette og sagði þá í samtali við sænska fjölmiðla: „Ég reyni ekki að leysa Marie af hólmi. Það er ekki hægt og ég hef enga ástæðu til þess að reyna það. En því miður held ég að við munum ekki standa aftur saman á sviði.“ Fredriksson lætur eftir sig eiginmanninn Mikael Bolyos og tvö börn. Greint var frá því fyrr í dag að útför Marie Fredriksson muni fara fram í kyrrþey. Time goes by so quickly. It’s not that long ago we spent days+nights in my tiny apartment sharing impossible dreams. And what a dream we eventually got to share! I’m honoured to have met your talent+generosity. All my love goes to you+your family. Things will never be the same. pic.twitter.com/CTegAUGrXG— Per Gessle (@PartyPleaser) December 10, 2019 Andlát Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Söngkona Roxette er látin Sænska söngkonan Marie Fredriksson er látin, 61 árs að aldri. 10. desember 2019 12:12 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
„Og mikið var þetta stórkostlegur draumur sem við fengum að deila! Takk Marie, takk fyrir ALLT.“ Þannig minnist sænski söngvarinn Per Gessle söngkonunnar Marie Fredriksson sem lést á mánudaginn, 61 árs gömul. Saman mynduðu þau sveitina Roxette, eina af þeim sænsku sveitum sem hafa náð hvað mestum vinsældum á alþjóðlegum vettvangi. Það kom sem reiðarslag fyrir sænsku þjóðina og aðdáendur Roxette þegar upplýsingafulltrúi sveitarinnar greindi frá andláti Marie Fredriksson í gær. Þó var vel vitað að Fredriksson glímdi við heilsuleysi, en hún greindist með heilaæxli árið 2002. Læknar nefndu það þá að hún ætti líklegast ekki meira en sex mánuði ólifaða. Þremur árum síðar sagði Fredriksson frá því að hún væri laus við krabbameinið. Yndislegur vinur í fjörutíu ár Sveitin Roxette var stofnuð árið 1986 og átti eftir að eiga hvern smellinn á fætur öðrum á áttunda og níunda áratugnum. Fredriksson dró sig í hlé eftir að hún greindist með æxlið árið 2002, en sjö árum síðar fór hún aftur að troða upp með sveitinni. „Tíminn líður svo hratt. Mér líður eins og það hafi verið rétt áðan þegar Marie og ég sátum saman í litlu íbúðinni minni í Halmstad og sögðum frá draumum okkar. Og mikið var þetta stórkostlegur draumur sem við fengum að deila! Takk Marie, takk fyrir ALLT. Þú varst alveg einstakur tónlistarmaður, söngkona af þeirri gráðu sem við munum vart sjá aftur. Þú litaðir svarthvít lög mín með fallegustu litum. Þú varst alveg yndislegur vinur í rúmlega fjörutíu ár. Ég er stoltur, það var mér mikill heiður og ég er hamingjusamur að hafa fengið að deila með þér svo miklum tíma, hæfileikum þínum, hlýju, gjafmildi og skopskyni. Öll mín ást fer til þín og fjölskyldu þinnar,“ segir Gessle og lýkur orðum sínum á að segja að ekkert verði aftur samt. „Things will never be the same,“ segir Gessle og vísar þar í samnefnt lag sveitarinnar. Kynntust í Halmstad Marie Fredriksson kom í heiminn norðarlega á Skáni í maímánuði 1958 og var hún yngst í fimm systkina hópi. Hún og Gessle kynntust í Halmstad á vesturströnd Svíþjóðar seint á áttunda áratugnum, en á heimasíðu Roxette segir að þau hafi þó ekki byrjað að vinna saman fyrr en árið 1986. Fredriksson hafði þá tveimur árum áður gefið út sína fyrstu plötu, Het vind, en önnur plata hennar, Den sjunde vågen, kom svo úr árið 1986. Lagið í Pretty Woman Roxette naut fljótt vinsælda í Svíþjóð enda hafði Gessle þá verið forsprakki hinnar vinsælu sveitar, Gyllene Tider. Lögin Neverending love frá árinu 1986, The Look frá árinu 1988 og It must have been love frá 1990 áttu öll eftir að njóta mikilla vinsælda.It Must Have Been Love átti einnig eftir að opna frekari dyr fyrir sveitina á alþjóðlegum vettvangi eftir að það hljómaði í stórmyndinni Pretty Woman með þeim Juliu Roberts og Richard Gere. Eins og áður sagði er Roxette ein þeirra sænsku sveita sem hafa náð hvað mestum árangri á alþjóðavettvangi. Þar er vissulega af mörgum að taka. Sveitin átti sömuleiðis eftir að ná sérstaklega miklum vinsældum á Spáni og í Suður-Ameríku, en um miðjan tíunda áratuginn hljóðritaði sveitin plötu þar sem vinsælustu ballöður sveitarinnar voru fluttar á spænsku, Baladas en español. Sveitin náði alls fjórum lögum á topp Billboard-listans í Bandaríkjunum - Listen to Your Heart (1989), The Look (1989), It Must Have Been Love (1990) og Joyride (1991). Marie Fredriksson gaf á ferli sínum út fjölda sólóplatna, samhliða Roxette. Þar söng hún jafnan á sænsku. Tíunda og síðasta plata Roxette, Good Karma, kom út árið 2016 með lögum á borð við It Just Happes og Some Other Summer. Síðasta sólóplata Fredriksson, Nu, kom út árið 2013 og á þeim tíma greindi hún frá því að eftir heilaæxlið 2002 hafi hún bæði þurft að læra að tala og syngja upp á nýtt. Á sextugsafmælisdegi sínu á síðasta ári, 30. maí 2018, gaf hún út djasslagið Sing Me a Song og sagði hún lagið vera þakklætisvott til aðdáenda sinna. „Að gefa lag á afmælisdeginum er mín leið til að sýna þakklæti fyrir allan þann kærleik sem ég hef notið í gegnum tíðina. Þetta er sextugsafmælisgjöf til mín og til allra aðdáenda minna,“ sagði Fredriksson. Gessle fór á hljómleikaferðalag á síðasta ári þar sem hann söng meðal annars lög Roxette og sagði þá í samtali við sænska fjölmiðla: „Ég reyni ekki að leysa Marie af hólmi. Það er ekki hægt og ég hef enga ástæðu til þess að reyna það. En því miður held ég að við munum ekki standa aftur saman á sviði.“ Fredriksson lætur eftir sig eiginmanninn Mikael Bolyos og tvö börn. Greint var frá því fyrr í dag að útför Marie Fredriksson muni fara fram í kyrrþey. Time goes by so quickly. It’s not that long ago we spent days+nights in my tiny apartment sharing impossible dreams. And what a dream we eventually got to share! I’m honoured to have met your talent+generosity. All my love goes to you+your family. Things will never be the same. pic.twitter.com/CTegAUGrXG— Per Gessle (@PartyPleaser) December 10, 2019
Andlát Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Söngkona Roxette er látin Sænska söngkonan Marie Fredriksson er látin, 61 árs að aldri. 10. desember 2019 12:12 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Söngkona Roxette er látin Sænska söngkonan Marie Fredriksson er látin, 61 árs að aldri. 10. desember 2019 12:12