Breytingar á VAR um jólin á öllum völlum nema hjá Liverpool og Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 14:00 Tilkynning um VAR á heimavelli Tottenham. Getty/Ivan Yordanov Enska úrvalsdeildin hefur svarað mikilli gagnrýni á útfærslu sína á Varsjánni á þessu tímabili með því að auka upplýsingaflæði til áhorfenda á leikvöllum ensku úrvalsdeildarinnar frá og með hátíðarleikjunum. Áhorfendur heima í stofu hafa fengið að sjá af hverju mörk eru dæmd af eða víti eru dæmd út frá VAR en þeir sem er á vellinum hafa hingað til ekki fengið að sjá neitt nema sjálfa niðurstöðuna. The Premier League hopes supporters will receive more information about VAR decisions on giant screens in time for the festive fixtures.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 9, 2019 Þetta mun nú breytast frá og með jólaleikjunum í ensku úrvalsdeildinni samkvæmt frétt á Sky Sports. Frá og með leikjum 21. desember eða leikjunum á öðrum degi jóla þá munu koma fram meiri upplýsingar á skjánum. Hverjar þær verða nákvæmlega og hver endanlega útfærsla verður kemur ekki endanlega í ljós fyrr en á fundi á föstudaginn. Félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa þegar samþykkt það að auka upplýsingaflæðið þegar atvik eru í skoðun hjá VAR. Sem dæmi má nefna að áður stóð á skjánum: „Möguleg vítaspyrna skoðuð“ en hér eftir gæti staðið „Möguleg vítaspyrna vegna hendi skoðuð“. Um leið og atvik er farið í skoðun úi VAR-herberginu í Stockley Park þá fá áhorfendur á vellinum að vita hvað sé verið að skoða. Enska úrvalsdeildin mun halda áfram að skoða myndbönd af atvikum sem er breytt í VAR en aðeins eftir að dómarinn hefur tekið endanlega niðurstöðu. Premier League to roll out new changes to how VAR is shown in stadiums over Christmas https://t.co/mooMjq0gz1— Sun Sport (@SunSport) December 11, 2019 Þetta snýr hins vegar aðeins að átján af tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar eða þeim liðum sem hafa risaskjá á sínum leikvöngum. Það eru nefnilega engir skjáir á Old Trafford og Anfield. Liverpool og Manchester United þurfa ekki að setja upp slíka skjái samkvæmt reglum leiksins. Arsene Wenger, nýr yfirmaður þróunarmála fótboltans hjá FIFA, er einn af þeim sem hefur gagnrýnt þetta ástand á Old Trafford og Anfield og segir að þessi tvö risafélög þurfi að breyta því hið fyrsta. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefur svarað mikilli gagnrýni á útfærslu sína á Varsjánni á þessu tímabili með því að auka upplýsingaflæði til áhorfenda á leikvöllum ensku úrvalsdeildarinnar frá og með hátíðarleikjunum. Áhorfendur heima í stofu hafa fengið að sjá af hverju mörk eru dæmd af eða víti eru dæmd út frá VAR en þeir sem er á vellinum hafa hingað til ekki fengið að sjá neitt nema sjálfa niðurstöðuna. The Premier League hopes supporters will receive more information about VAR decisions on giant screens in time for the festive fixtures.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 9, 2019 Þetta mun nú breytast frá og með jólaleikjunum í ensku úrvalsdeildinni samkvæmt frétt á Sky Sports. Frá og með leikjum 21. desember eða leikjunum á öðrum degi jóla þá munu koma fram meiri upplýsingar á skjánum. Hverjar þær verða nákvæmlega og hver endanlega útfærsla verður kemur ekki endanlega í ljós fyrr en á fundi á föstudaginn. Félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa þegar samþykkt það að auka upplýsingaflæðið þegar atvik eru í skoðun hjá VAR. Sem dæmi má nefna að áður stóð á skjánum: „Möguleg vítaspyrna skoðuð“ en hér eftir gæti staðið „Möguleg vítaspyrna vegna hendi skoðuð“. Um leið og atvik er farið í skoðun úi VAR-herberginu í Stockley Park þá fá áhorfendur á vellinum að vita hvað sé verið að skoða. Enska úrvalsdeildin mun halda áfram að skoða myndbönd af atvikum sem er breytt í VAR en aðeins eftir að dómarinn hefur tekið endanlega niðurstöðu. Premier League to roll out new changes to how VAR is shown in stadiums over Christmas https://t.co/mooMjq0gz1— Sun Sport (@SunSport) December 11, 2019 Þetta snýr hins vegar aðeins að átján af tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar eða þeim liðum sem hafa risaskjá á sínum leikvöngum. Það eru nefnilega engir skjáir á Old Trafford og Anfield. Liverpool og Manchester United þurfa ekki að setja upp slíka skjái samkvæmt reglum leiksins. Arsene Wenger, nýr yfirmaður þróunarmála fótboltans hjá FIFA, er einn af þeim sem hefur gagnrýnt þetta ástand á Old Trafford og Anfield og segir að þessi tvö risafélög þurfi að breyta því hið fyrsta.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira