Meðalvindhraði 28 metrar á sekúndu á Seltjarnarnesi og Geldinganesi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2019 18:24 „Það er orðið mjög slæmt veður á norðvestanverðu landinu. Á Norðurlandi vestra er allvíða 28 til 33 metrar á sekúndu í meðalvindhraða, einnig á Tröllaskaga og í Eyjafirðinum. Síðan er orðið mjög hvasst á Reykjanesi og sums staðar á Vestfjörðum. Það eru 28 metrar í meðalvindhraða úti á Seltjarnarnesi og líka úti á Geldinganesi í Grafarvogi.“ Þetta segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir veðrið vera að ganga eftir eins og spáð var en rauð veðurviðvörun er í gildi fram til klukkan eitt í nótt á Norðurlandi vestra og Ströndum. Á Norðurlandi eystra gildir rauð viðvörun til hádegis á morgun. Aðspurð hvenær meðalvindhraði mun ná sínum hæsta styrk á því svæði sem rauðar viðvaranir eru í gildi og hve lengi það veður varir segir Elín Björk: „Það er ekki alveg ljóst að segja en hann er líklega að detta í það núna að hann fari ekki mikið hærra. En við vitum það samt ekki alveg. Það gæti alveg aðeins hækkað á Norðurlandi vestra áður en það lækkar síðan aftur. Á Norðurlandi eystra hefur veðrið líklega náð hámarki á Tröllaskaga þótt það eigi eftir að vera þannig fram yfir miðnætti en austar á því svæði á eftir að hvessa talsvert. Það á líka eftir að hvessa talsvert á miðhálendinu og svo hvessir suðaustan til á landinu í fyrramálið.“ Veðurstofan er að spá mest 33 metrum á sekúndu, fárviðri, á norðvestanverðu landinu. Það er veður sem varir fram yfir miðnætti. Á höfuðborgarsvæðinu er því spáð að meðalvindhraði nái mest 28 metrum á sekúndu við vesturströndina, líkt og hann hefur nú þegar gert á Seltjarnarnesi og Geldinganesi. „En það er hægari vindur í efri byggðum sem var alveg vitað í þessari átt. Það er mjög mikill munur á veðri hérna á svæðinu eftir vindáttum.“ Síðdegis í dag var appelsínugulri veðurviðvörun á Norðurlandi eystra breytt í rauða og rauð viðvörun á norðvestanverðu landinu tók gildi klukkutíma fyrr en ráðgert var. „Okkur fannst vindurinn vera orðinn mjög hvass örlítið fyrr á norðvestanverðu landinu og síðan fór það þannig að það varð bálhvasst austan megin á Tröllaskaganum. Áhrifin af veðrinu voru orðin mjög mikil á norðaustanverðu landinu því það fór svo mikið af rafmagni og þá voru þessi samfélagslegu áhrif sem í raun og veru ráða viðbúnaðarstigi kerfisins orðin mjög mikil. Þess vegna hækkuðum við viðbúnaðarstigið upp í rautt,“ segir Elín Björk. Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Seltjarnarnes Veður Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
„Það er orðið mjög slæmt veður á norðvestanverðu landinu. Á Norðurlandi vestra er allvíða 28 til 33 metrar á sekúndu í meðalvindhraða, einnig á Tröllaskaga og í Eyjafirðinum. Síðan er orðið mjög hvasst á Reykjanesi og sums staðar á Vestfjörðum. Það eru 28 metrar í meðalvindhraða úti á Seltjarnarnesi og líka úti á Geldinganesi í Grafarvogi.“ Þetta segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir veðrið vera að ganga eftir eins og spáð var en rauð veðurviðvörun er í gildi fram til klukkan eitt í nótt á Norðurlandi vestra og Ströndum. Á Norðurlandi eystra gildir rauð viðvörun til hádegis á morgun. Aðspurð hvenær meðalvindhraði mun ná sínum hæsta styrk á því svæði sem rauðar viðvaranir eru í gildi og hve lengi það veður varir segir Elín Björk: „Það er ekki alveg ljóst að segja en hann er líklega að detta í það núna að hann fari ekki mikið hærra. En við vitum það samt ekki alveg. Það gæti alveg aðeins hækkað á Norðurlandi vestra áður en það lækkar síðan aftur. Á Norðurlandi eystra hefur veðrið líklega náð hámarki á Tröllaskaga þótt það eigi eftir að vera þannig fram yfir miðnætti en austar á því svæði á eftir að hvessa talsvert. Það á líka eftir að hvessa talsvert á miðhálendinu og svo hvessir suðaustan til á landinu í fyrramálið.“ Veðurstofan er að spá mest 33 metrum á sekúndu, fárviðri, á norðvestanverðu landinu. Það er veður sem varir fram yfir miðnætti. Á höfuðborgarsvæðinu er því spáð að meðalvindhraði nái mest 28 metrum á sekúndu við vesturströndina, líkt og hann hefur nú þegar gert á Seltjarnarnesi og Geldinganesi. „En það er hægari vindur í efri byggðum sem var alveg vitað í þessari átt. Það er mjög mikill munur á veðri hérna á svæðinu eftir vindáttum.“ Síðdegis í dag var appelsínugulri veðurviðvörun á Norðurlandi eystra breytt í rauða og rauð viðvörun á norðvestanverðu landinu tók gildi klukkutíma fyrr en ráðgert var. „Okkur fannst vindurinn vera orðinn mjög hvass örlítið fyrr á norðvestanverðu landinu og síðan fór það þannig að það varð bálhvasst austan megin á Tröllaskaganum. Áhrifin af veðrinu voru orðin mjög mikil á norðaustanverðu landinu því það fór svo mikið af rafmagni og þá voru þessi samfélagslegu áhrif sem í raun og veru ráða viðbúnaðarstigi kerfisins orðin mjög mikil. Þess vegna hækkuðum við viðbúnaðarstigið upp í rautt,“ segir Elín Björk.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Seltjarnarnes Veður Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira