Meðalvindhraði 28 metrar á sekúndu á Seltjarnarnesi og Geldinganesi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2019 18:24 „Það er orðið mjög slæmt veður á norðvestanverðu landinu. Á Norðurlandi vestra er allvíða 28 til 33 metrar á sekúndu í meðalvindhraða, einnig á Tröllaskaga og í Eyjafirðinum. Síðan er orðið mjög hvasst á Reykjanesi og sums staðar á Vestfjörðum. Það eru 28 metrar í meðalvindhraða úti á Seltjarnarnesi og líka úti á Geldinganesi í Grafarvogi.“ Þetta segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir veðrið vera að ganga eftir eins og spáð var en rauð veðurviðvörun er í gildi fram til klukkan eitt í nótt á Norðurlandi vestra og Ströndum. Á Norðurlandi eystra gildir rauð viðvörun til hádegis á morgun. Aðspurð hvenær meðalvindhraði mun ná sínum hæsta styrk á því svæði sem rauðar viðvaranir eru í gildi og hve lengi það veður varir segir Elín Björk: „Það er ekki alveg ljóst að segja en hann er líklega að detta í það núna að hann fari ekki mikið hærra. En við vitum það samt ekki alveg. Það gæti alveg aðeins hækkað á Norðurlandi vestra áður en það lækkar síðan aftur. Á Norðurlandi eystra hefur veðrið líklega náð hámarki á Tröllaskaga þótt það eigi eftir að vera þannig fram yfir miðnætti en austar á því svæði á eftir að hvessa talsvert. Það á líka eftir að hvessa talsvert á miðhálendinu og svo hvessir suðaustan til á landinu í fyrramálið.“ Veðurstofan er að spá mest 33 metrum á sekúndu, fárviðri, á norðvestanverðu landinu. Það er veður sem varir fram yfir miðnætti. Á höfuðborgarsvæðinu er því spáð að meðalvindhraði nái mest 28 metrum á sekúndu við vesturströndina, líkt og hann hefur nú þegar gert á Seltjarnarnesi og Geldinganesi. „En það er hægari vindur í efri byggðum sem var alveg vitað í þessari átt. Það er mjög mikill munur á veðri hérna á svæðinu eftir vindáttum.“ Síðdegis í dag var appelsínugulri veðurviðvörun á Norðurlandi eystra breytt í rauða og rauð viðvörun á norðvestanverðu landinu tók gildi klukkutíma fyrr en ráðgert var. „Okkur fannst vindurinn vera orðinn mjög hvass örlítið fyrr á norðvestanverðu landinu og síðan fór það þannig að það varð bálhvasst austan megin á Tröllaskaganum. Áhrifin af veðrinu voru orðin mjög mikil á norðaustanverðu landinu því það fór svo mikið af rafmagni og þá voru þessi samfélagslegu áhrif sem í raun og veru ráða viðbúnaðarstigi kerfisins orðin mjög mikil. Þess vegna hækkuðum við viðbúnaðarstigið upp í rautt,“ segir Elín Björk. Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Seltjarnarnes Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Það er orðið mjög slæmt veður á norðvestanverðu landinu. Á Norðurlandi vestra er allvíða 28 til 33 metrar á sekúndu í meðalvindhraða, einnig á Tröllaskaga og í Eyjafirðinum. Síðan er orðið mjög hvasst á Reykjanesi og sums staðar á Vestfjörðum. Það eru 28 metrar í meðalvindhraða úti á Seltjarnarnesi og líka úti á Geldinganesi í Grafarvogi.“ Þetta segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir veðrið vera að ganga eftir eins og spáð var en rauð veðurviðvörun er í gildi fram til klukkan eitt í nótt á Norðurlandi vestra og Ströndum. Á Norðurlandi eystra gildir rauð viðvörun til hádegis á morgun. Aðspurð hvenær meðalvindhraði mun ná sínum hæsta styrk á því svæði sem rauðar viðvaranir eru í gildi og hve lengi það veður varir segir Elín Björk: „Það er ekki alveg ljóst að segja en hann er líklega að detta í það núna að hann fari ekki mikið hærra. En við vitum það samt ekki alveg. Það gæti alveg aðeins hækkað á Norðurlandi vestra áður en það lækkar síðan aftur. Á Norðurlandi eystra hefur veðrið líklega náð hámarki á Tröllaskaga þótt það eigi eftir að vera þannig fram yfir miðnætti en austar á því svæði á eftir að hvessa talsvert. Það á líka eftir að hvessa talsvert á miðhálendinu og svo hvessir suðaustan til á landinu í fyrramálið.“ Veðurstofan er að spá mest 33 metrum á sekúndu, fárviðri, á norðvestanverðu landinu. Það er veður sem varir fram yfir miðnætti. Á höfuðborgarsvæðinu er því spáð að meðalvindhraði nái mest 28 metrum á sekúndu við vesturströndina, líkt og hann hefur nú þegar gert á Seltjarnarnesi og Geldinganesi. „En það er hægari vindur í efri byggðum sem var alveg vitað í þessari átt. Það er mjög mikill munur á veðri hérna á svæðinu eftir vindáttum.“ Síðdegis í dag var appelsínugulri veðurviðvörun á Norðurlandi eystra breytt í rauða og rauð viðvörun á norðvestanverðu landinu tók gildi klukkutíma fyrr en ráðgert var. „Okkur fannst vindurinn vera orðinn mjög hvass örlítið fyrr á norðvestanverðu landinu og síðan fór það þannig að það varð bálhvasst austan megin á Tröllaskaganum. Áhrifin af veðrinu voru orðin mjög mikil á norðaustanverðu landinu því það fór svo mikið af rafmagni og þá voru þessi samfélagslegu áhrif sem í raun og veru ráða viðbúnaðarstigi kerfisins orðin mjög mikil. Þess vegna hækkuðum við viðbúnaðarstigið upp í rautt,“ segir Elín Björk.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Seltjarnarnes Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira