Hola íslenskra fræða úr sögunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. desember 2019 11:08 Framkvæmdasvæðið í morgun. Þarna er enga holu að sjá. FSR Rúmlega sex og hálfu ári eftir að fyrsta skóflustungan var tekin að Húsi íslenskra fræða við Arngrímsgötu í Reykjavík hefur verið fyllt upp í grunninn. Ginnungagapið sem markaði framkvæmdasvæðið og stóð óhreyft árum saman, hin svokallaða „Hola íslenskra fræða,“ er því formlega úr sögunni. Framkvæmdir hófust við bygginguna í júlí síðastliðnum og í grunninum hefur nú risið kjallari sporöskjulagaðrar byggingar sem varðveita mun handritasafn Árnastofununar. Þar til hliðar stendur nú bílakjallari sem í fyllingu tímans mun mynda undirstöðu tjarnar, ekki ósvipuðu síkinu í kringum Þjóðarbókhlöðuna. Framkvæmdasýsla Ríkisins áætlar að nú þegar hafi um 1500 rúmmetrar af steypu farið í kjallara aðalbyggingarinnar og bílakjallarann. Það er um fjórðungur þeirrar steypu sem fara mun í bygginguna, en undanfarið hafa að jafnaði verið um 50 manns að störfum á svæðinu. Uppsteypun heldur áfram á næstunni, þegar veður leyfir, en áætlað er að í byrjun næsta sumars verði hið minnsta fyrsta hæð af þremur risin. Áætluð verklok eru um mitt ár 2023. Hér að neðan má sjá myndskeið sem Framkvæmdasýslan, Happdrætti Háskólans og Ístak hafa tekið saman um fyrstu stig framkvæmdanna. Ætlun þeirra er að skrásetja sögu hússins og má búast við stuttum heimildaþáttum á tveggja mánaða fresti út framkvæmdatímann. Í þessu myndskeiði er rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra og Guðrúnu Nordal forstöðumann Árnastofnunar um aðkomu þeirra að byggingu hússins. Hús íslenskunnar rís - 1 þáttur from Karl Jonsson on Vimeo. Handritasafn Árna Magnússonar Íslenska á tækniöld Reykjavík Skóla - og menntamál Íslensk fræði Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Upp úr holu mun brátt spretta Hús íslenskunnar. 11. júlí 2019 22:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Rúmlega sex og hálfu ári eftir að fyrsta skóflustungan var tekin að Húsi íslenskra fræða við Arngrímsgötu í Reykjavík hefur verið fyllt upp í grunninn. Ginnungagapið sem markaði framkvæmdasvæðið og stóð óhreyft árum saman, hin svokallaða „Hola íslenskra fræða,“ er því formlega úr sögunni. Framkvæmdir hófust við bygginguna í júlí síðastliðnum og í grunninum hefur nú risið kjallari sporöskjulagaðrar byggingar sem varðveita mun handritasafn Árnastofununar. Þar til hliðar stendur nú bílakjallari sem í fyllingu tímans mun mynda undirstöðu tjarnar, ekki ósvipuðu síkinu í kringum Þjóðarbókhlöðuna. Framkvæmdasýsla Ríkisins áætlar að nú þegar hafi um 1500 rúmmetrar af steypu farið í kjallara aðalbyggingarinnar og bílakjallarann. Það er um fjórðungur þeirrar steypu sem fara mun í bygginguna, en undanfarið hafa að jafnaði verið um 50 manns að störfum á svæðinu. Uppsteypun heldur áfram á næstunni, þegar veður leyfir, en áætlað er að í byrjun næsta sumars verði hið minnsta fyrsta hæð af þremur risin. Áætluð verklok eru um mitt ár 2023. Hér að neðan má sjá myndskeið sem Framkvæmdasýslan, Happdrætti Háskólans og Ístak hafa tekið saman um fyrstu stig framkvæmdanna. Ætlun þeirra er að skrásetja sögu hússins og má búast við stuttum heimildaþáttum á tveggja mánaða fresti út framkvæmdatímann. Í þessu myndskeiði er rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra og Guðrúnu Nordal forstöðumann Árnastofnunar um aðkomu þeirra að byggingu hússins. Hús íslenskunnar rís - 1 þáttur from Karl Jonsson on Vimeo.
Handritasafn Árna Magnússonar Íslenska á tækniöld Reykjavík Skóla - og menntamál Íslensk fræði Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Upp úr holu mun brátt spretta Hús íslenskunnar. 11. júlí 2019 22:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Upp úr holu mun brátt spretta Hús íslenskunnar. 11. júlí 2019 22:15