Enski boltinn

Fyrirliði Úlfanna skilur ekkert í varsjánni: „Erfitt að kyngja þessu“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Coady fannst erfitt að skilja hvað væri í gangi á vellinum þegar myndbandsdómarinn var við störf
Coady fannst erfitt að skilja hvað væri í gangi á vellinum þegar myndbandsdómarinn var við störf vísir/getty

Fyrirliði Úlfanna, Conor Coady, var mjög ósáttur út í myndbandsdómgæslukerfið eftir tap Úlfanna fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Sadio Mane skoraði mark seint í fyrri hálfleik sem var dæmt af en myndbandsdómarinn dæmdi það gott og gilt. Stuttu seinna var jöfnunarmark Úlfanna dæmt af þeim af myndbandsdómaranum.

„Okkur finnst illa farið með okkur. Ég get ekki skilið þetta, þetta er fáránlegt,“ sagði Coady eftir leikinn.

„Fyrir mér þá er þetta ekki að virka. Sumir segja ða þetta sé rétt ákvörðun, en okkur leikmönnunum á vellinum finnst það ekki.“

„Varsjáin er að hafa áhrif á leikinn, þú heyrir stuðningsmennina syngja um það. Þetta er svo ruglandi, þú færð engin svör á vellinum.“

„Ég talaði mikið við Anthony Taylor í dag en fékk engar skýringar á hvað væri í gangi.“

Þetta er annar leikurinn í röð þar sem myndbandsdómarinn dæmir Úlfunum í óhag eftir að Manchester City fékk vítaspyrnu og fékk að endurtaka vítaspyrnuna gegn þeim á föstudag.

„Það er svo erfitt að kyngja þessu. Þetta hefur núna komið tvisvar fyrir í síðustu tveimur leikjum gegn líklega tveimur bestu liðum heims.“

„Við stjórnuðum leiknum í seinni hálfleik og náðum að halda Liverpool niðri en það eru svo mikil vonbrigði að eftir leikinn stöndum við hér og tölum um varsjánna en ekki hvernig við spiluðum,“ saðgi Conor Coady.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×