Enski boltinn

Lampard: Vorum svo lélegir fyrsta hálftímann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lampard gerði breytingar sem skiptu sköpum.
Lampard gerði breytingar sem skiptu sköpum. vísir/getty

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, segist hafa þurft að gera breytingar gegn Arsenal vegna slakrar spilamennsku sinna manna.

Skytturnar byrjuðu leikinn miklu betur og komust yfir. Fyrir hálfleik gerði Lampard hins vegar breytingar; setti Jorginho inn á og skipti um leikkerfi.

„Við vorum svo lélegir fyrsta hálftímann; hægir, daufir og stressaðir. Þetta var allt öðruvísi en gegn Tottenham. Við leyfðum Arsenal að gera allt sem þeir vildu,“ sagði Lampard eftir leik.

„Við gerðum breytingu snemma sem mér fannst við þurfa að gera. Við réðum svo ferðinni í seinni hálfleik.“

Þegar sjö mínútur voru til leiksloka jafnaði Jorginho og Tammy Abraham skoraði svo sigurmark Chelsea eftir skyndisókn á 87. mínútu.

Chelsea er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×