Íþróttafréttakona á meðal þeirra sem fórust í flugslysi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2019 22:43 Carley McCord, íþróttafréttamaður sem lést í slysinu, sést hér til vinstri. Til hægri má sjá mynd frá vettvangi slyssins. Vísir/AP Fimm fórust þegar lítil flugvél brotlenti í borginni Lafayette í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum í dag. Farþegar vélarinnar voru á leið á fótboltaleik þegar slysið varð. Íþróttafréttamaður, sem einnig var tengdadóttir eins þjálfara annars liðsins, er á meðal hinna látnu. Vélin, sem er tveggja hreyfla og af gerðinni Piper Cheyenne, hrapaði á bílastæði við pósthús í Lafayette skömmu eftir flugtak að morgni laugardags. Sex voru um borð í flugvélinni og þar af létust fimm. Sá sem komst lífs af var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús. Þrír voru fluttir á sjúkrahús til viðbótar, þar af tveir starfsmenn pósthússins og ökumaður bíls sem flugvélin rakst á. Frá vettvangi slyssins í Lafayette.Vísir/AP Carley McCord, íþróttafréttamaður og tengdadóttir Steve Ensminger, eins af þjálfurum fótboltaliðs Louisiana-ríkisháskólans, lést í slysinu. Flugvélin var á leið á leik liðsins í Atlanta þegar slysið varð. Í frétt AP-fréttaveitunnar segir að tár hafi sést á hvarmi Ensminger þegar hann gekk inn á völlinn áður en flautað var til leiks síðdegis á laugardag. MCCord var þrítug og starfaði hjá WDSU-sjónvarpsstöðinni í New Orleans. Forsvarsmenn stöðvarinnar minntust hennar sem hæfileikaríks fréttamanns og vottuðu fjölskyldu hennar innilega samúð. Hinir fjórir látnu voru á aldrinum 15 til 59 ára. AP hefur eftir sjónarvottum að „gríðarmikil sprenging“ hafi heyrst þegar flugvélin brotlenti á bílastæðinu. Þá hafi flugvélin rekist á bíl við brotlendinguna og öskur hafi heyrst innan úr honum. Hér má sjá rjúka úr flaki flugvélarinnar.Vísir/AP Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Fimm fórust þegar lítil flugvél brotlenti í borginni Lafayette í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum í dag. Farþegar vélarinnar voru á leið á fótboltaleik þegar slysið varð. Íþróttafréttamaður, sem einnig var tengdadóttir eins þjálfara annars liðsins, er á meðal hinna látnu. Vélin, sem er tveggja hreyfla og af gerðinni Piper Cheyenne, hrapaði á bílastæði við pósthús í Lafayette skömmu eftir flugtak að morgni laugardags. Sex voru um borð í flugvélinni og þar af létust fimm. Sá sem komst lífs af var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús. Þrír voru fluttir á sjúkrahús til viðbótar, þar af tveir starfsmenn pósthússins og ökumaður bíls sem flugvélin rakst á. Frá vettvangi slyssins í Lafayette.Vísir/AP Carley McCord, íþróttafréttamaður og tengdadóttir Steve Ensminger, eins af þjálfurum fótboltaliðs Louisiana-ríkisháskólans, lést í slysinu. Flugvélin var á leið á leik liðsins í Atlanta þegar slysið varð. Í frétt AP-fréttaveitunnar segir að tár hafi sést á hvarmi Ensminger þegar hann gekk inn á völlinn áður en flautað var til leiks síðdegis á laugardag. MCCord var þrítug og starfaði hjá WDSU-sjónvarpsstöðinni í New Orleans. Forsvarsmenn stöðvarinnar minntust hennar sem hæfileikaríks fréttamanns og vottuðu fjölskyldu hennar innilega samúð. Hinir fjórir látnu voru á aldrinum 15 til 59 ára. AP hefur eftir sjónarvottum að „gríðarmikil sprenging“ hafi heyrst þegar flugvélin brotlenti á bílastæðinu. Þá hafi flugvélin rekist á bíl við brotlendinguna og öskur hafi heyrst innan úr honum. Hér má sjá rjúka úr flaki flugvélarinnar.Vísir/AP
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira