Enski boltinn

Pellegrini rekinn frá West Ham

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Manuel Pellegrini
Manuel Pellegrini vísir/getty

Manuel Pellegrini hefur verið rekinn frá West Ham. Félagið tilkynnti þetta í kvöld.

Pellegrini var látinn fara eftir að West Ham tapaði fyrir Leicester í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

David Sullivan, einn eigenda félagsins og stjórnarformaður, sagði í tilkynningu West Ham að „það var orðið ljóst að það þurfti að grípa til breytinga til þess að koma félaginu aftur á rétta braut.“

„Okkur fannst nausðynlegt að grípa til aðgerða núna til þess að gefa nýjum stjóra eins mikinn tíma og hægt er til þess að ná því markmiði.“

West Ham er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi frá fallsæti eftir tap kvöldsins.

Pellegrini hefur verið við stjórnina hjá West Ham síðan í maí 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×