Víðtækar gjaldahækkanir ríkis og sveitarfélaga um áramótin Kristján Már Unnarsson skrifar 27. desember 2019 23:25 Skattar ríkisins á bensín og bíla hækka um 2,5 prósent um áramót. Mynd/Vísir. Bensín og áfengi, strætó og sundstaðir, Ríkisútvarpið og leikskólagjöld. Þetta er meðal þess sem verður dýrara núna um áramót vegna gjaldahækkana ríkis og sveitarfélaga, en nokkur dæmi mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Þegar kemur að gjaldahækkunum hins opinbera, þá hefur mátt ganga út frá því sem vísu að bensín og brennivín hækka um áramót, og á því verður engin undantekning núna, samkvæmt lagasetningu Alþingis í tengslum við fjárlagagerðina. Bensín- og olíugjald til ríkisins hækkar um 2,5 prósent. Bifreiðagjald hækkar sömuleiðis um 2,5 prósent, en þetta er í samræmi við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins og verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands, segir í greinargerð fjármálaráðherra. Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Nefskattur Ríkisútvarpsins hækkar um 2,3 prósent, úr 17.500 krónum í 17.900 krónur. Áfengis- og tóbaksgjald hækkar um 2,5 prósent. Sveitarfélögin láta ekki sitt eftir liggja í gjaldskrárhækkunum. Hjá stærsta sveitarfélaginu, Reykjavíkurborg, er línan 2,5 prósent, samkvæmt tillögu borgarstjóra. Á sundstöðum borgarinnar hækkar stakt gjald fyrir fullorðna úr 1.000 krónum í 1.030 krónur. Árskort fullorðinna hækkar úr 34.000 krónum í 34.850 krónur. Frá Laugardalslaug. Dýrara verður að fara í sund eftir áramót.vísir/vilhelm Aðgangseyrir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn hækkar fyrir fullorðna úr 900 krónum í 920 krónur og fyrir börn, 5-12 ára, úr 680 krónum í 700 krónur. Gjald fyrir að skoða Listasafn Reykjavíkur hækkar úr 1.800 krónum í 1.840 krónur og fyrir að heimsækja Borgarsögusafn Reykjavíkur hækkar gjald fullorðinna úr 1.700 krónum í 1.740 krónur. Leikskólagjöld hækka um áramót um 2,5 prósent. Námsgjald fyrir barn í átta tíma vistun fer yfir fimmtán þúsund krónur og svo bætist við fæðisgjald sem hækkar um sömu hlutfallstölu. Þá tilkynnti Strætó í dag um 2,3 prósenta hækkun fargjalda, sem þýðir að stakt gjald hækkar úr 470 krónum í 480 krónur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Alþingi Borgarstjórn Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir ASÍ segir að fasteignagjöld hækki umfram lífskjarasamninga í sumum hverfum í nokkrum sveitarfélögum Fasteignagjöld í sumum hverfum í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri hækka langt umfram markmið lífskjarasamninganna á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ. Verkefnastjóri þess segir þessar hækkanir vega þungt á almenning. 27. desember 2019 16:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Bensín og áfengi, strætó og sundstaðir, Ríkisútvarpið og leikskólagjöld. Þetta er meðal þess sem verður dýrara núna um áramót vegna gjaldahækkana ríkis og sveitarfélaga, en nokkur dæmi mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Þegar kemur að gjaldahækkunum hins opinbera, þá hefur mátt ganga út frá því sem vísu að bensín og brennivín hækka um áramót, og á því verður engin undantekning núna, samkvæmt lagasetningu Alþingis í tengslum við fjárlagagerðina. Bensín- og olíugjald til ríkisins hækkar um 2,5 prósent. Bifreiðagjald hækkar sömuleiðis um 2,5 prósent, en þetta er í samræmi við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins og verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands, segir í greinargerð fjármálaráðherra. Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Nefskattur Ríkisútvarpsins hækkar um 2,3 prósent, úr 17.500 krónum í 17.900 krónur. Áfengis- og tóbaksgjald hækkar um 2,5 prósent. Sveitarfélögin láta ekki sitt eftir liggja í gjaldskrárhækkunum. Hjá stærsta sveitarfélaginu, Reykjavíkurborg, er línan 2,5 prósent, samkvæmt tillögu borgarstjóra. Á sundstöðum borgarinnar hækkar stakt gjald fyrir fullorðna úr 1.000 krónum í 1.030 krónur. Árskort fullorðinna hækkar úr 34.000 krónum í 34.850 krónur. Frá Laugardalslaug. Dýrara verður að fara í sund eftir áramót.vísir/vilhelm Aðgangseyrir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn hækkar fyrir fullorðna úr 900 krónum í 920 krónur og fyrir börn, 5-12 ára, úr 680 krónum í 700 krónur. Gjald fyrir að skoða Listasafn Reykjavíkur hækkar úr 1.800 krónum í 1.840 krónur og fyrir að heimsækja Borgarsögusafn Reykjavíkur hækkar gjald fullorðinna úr 1.700 krónum í 1.740 krónur. Leikskólagjöld hækka um áramót um 2,5 prósent. Námsgjald fyrir barn í átta tíma vistun fer yfir fimmtán þúsund krónur og svo bætist við fæðisgjald sem hækkar um sömu hlutfallstölu. Þá tilkynnti Strætó í dag um 2,3 prósenta hækkun fargjalda, sem þýðir að stakt gjald hækkar úr 470 krónum í 480 krónur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Alþingi Borgarstjórn Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir ASÍ segir að fasteignagjöld hækki umfram lífskjarasamninga í sumum hverfum í nokkrum sveitarfélögum Fasteignagjöld í sumum hverfum í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri hækka langt umfram markmið lífskjarasamninganna á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ. Verkefnastjóri þess segir þessar hækkanir vega þungt á almenning. 27. desember 2019 16:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
ASÍ segir að fasteignagjöld hækki umfram lífskjarasamninga í sumum hverfum í nokkrum sveitarfélögum Fasteignagjöld í sumum hverfum í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri hækka langt umfram markmið lífskjarasamninganna á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ. Verkefnastjóri þess segir þessar hækkanir vega þungt á almenning. 27. desember 2019 16:13