Enski boltinn

Hlutum kastað í átt að Sterling

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn CIty þurftu að sýna Martin Atkinson, dómara leiksins, fleyginn sem kastað var inn á völlinn
Leikmenn CIty þurftu að sýna Martin Atkinson, dómara leiksins, fleyginn sem kastað var inn á völlinn vísir/getty

Enska knattspyrnusambandið ætlar að rannsaka hegðun stuðningsmanna á leik Úlfanna og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld.

Í fyrri hálfleik var tilkynning í hátalarakerfi Molineux vallarins þar sem stuðningsmenn voru varaðir við því að hlutum hefði verið kastað inn á völlinn.

Hlutum, meðal annars litlum fleyg, var kastað á völlinn eftir að Raheem Sterling kom City yfir í leiknum á 25. mínútu.

Úlfarnir unnu leikinn 3-2 eftir að hafa lent 2-0 undir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×