Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2019 16:03 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AP/Forsetaembætti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. Þetta tilkynnti Erdogan í gær og getur verið að fylkingin verði send til Líbíu strax í næsta mánuði. Samhliða því mun Erdogan senda flota Tyrklands til að verja Trípóli, höfuðborg Líbíu, og hermenn til að sjálfa sveitir sjálfsstjórnarinnar. Starfsstjórn Líbíu sem kallast Government of National Accord, eða GNA, hefur átt erfitt með að halda aftur af sókn sveita Haftar. Óskaði stjórnin eftir aðstoð Tyrkja. Áður en Erdogan sendir hersveitir á vettvang þarf hann þó samþykki þingsins.Átökin í Líbíu eru nokkuð flókin þar sem Haftar er studdur af Egyptalandi, Jórdaníu, Rússlandi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Frakklandi. Tyrkir og GNA skrifuðu undir tvö samkomulög í síðasta mánuði. Annað sneri að hernaðaraðstoð en hitt að landhelgisdeilu í austanverðu Miðjarðarhafi. Tyrkir eiga þar í miklum deilum við Grikki og aðra nágranna sína. Heimildarmaður Bloomberg innan GNA sagði starfsstjórnina í fyrstu hafa verið andsnúna því að leita til Tyrkja en það hafi breyst vegna mikils þunga sóknar Haftar. Hann hefur notið aðstoðar vel þjálfaðra málaliða frá Rússlandi og Súdan auk þess að hafa fengið dróna frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Yfirvöld Rússlands hafa lýst yfir áhyggjum af ætlunum Tyrkja og það hafa yfirvöld Bandaríkjanna gert sömuleiðis. Umræddir uppreisnarhópar, sem til stendur að senda til Líbíu, innihalda öfgamenn, íslamista og jafnvel vígamenn Íslamska ríkisins og al-Qaeda og þeir hafa orð á sér fyrir ofbeldi og rán. Líbía Tyrkland Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. Þetta tilkynnti Erdogan í gær og getur verið að fylkingin verði send til Líbíu strax í næsta mánuði. Samhliða því mun Erdogan senda flota Tyrklands til að verja Trípóli, höfuðborg Líbíu, og hermenn til að sjálfa sveitir sjálfsstjórnarinnar. Starfsstjórn Líbíu sem kallast Government of National Accord, eða GNA, hefur átt erfitt með að halda aftur af sókn sveita Haftar. Óskaði stjórnin eftir aðstoð Tyrkja. Áður en Erdogan sendir hersveitir á vettvang þarf hann þó samþykki þingsins.Átökin í Líbíu eru nokkuð flókin þar sem Haftar er studdur af Egyptalandi, Jórdaníu, Rússlandi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Frakklandi. Tyrkir og GNA skrifuðu undir tvö samkomulög í síðasta mánuði. Annað sneri að hernaðaraðstoð en hitt að landhelgisdeilu í austanverðu Miðjarðarhafi. Tyrkir eiga þar í miklum deilum við Grikki og aðra nágranna sína. Heimildarmaður Bloomberg innan GNA sagði starfsstjórnina í fyrstu hafa verið andsnúna því að leita til Tyrkja en það hafi breyst vegna mikils þunga sóknar Haftar. Hann hefur notið aðstoðar vel þjálfaðra málaliða frá Rússlandi og Súdan auk þess að hafa fengið dróna frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Yfirvöld Rússlands hafa lýst yfir áhyggjum af ætlunum Tyrkja og það hafa yfirvöld Bandaríkjanna gert sömuleiðis. Umræddir uppreisnarhópar, sem til stendur að senda til Líbíu, innihalda öfgamenn, íslamista og jafnvel vígamenn Íslamska ríkisins og al-Qaeda og þeir hafa orð á sér fyrir ofbeldi og rán.
Líbía Tyrkland Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Sjá meira