Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2019 16:03 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AP/Forsetaembætti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. Þetta tilkynnti Erdogan í gær og getur verið að fylkingin verði send til Líbíu strax í næsta mánuði. Samhliða því mun Erdogan senda flota Tyrklands til að verja Trípóli, höfuðborg Líbíu, og hermenn til að sjálfa sveitir sjálfsstjórnarinnar. Starfsstjórn Líbíu sem kallast Government of National Accord, eða GNA, hefur átt erfitt með að halda aftur af sókn sveita Haftar. Óskaði stjórnin eftir aðstoð Tyrkja. Áður en Erdogan sendir hersveitir á vettvang þarf hann þó samþykki þingsins.Átökin í Líbíu eru nokkuð flókin þar sem Haftar er studdur af Egyptalandi, Jórdaníu, Rússlandi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Frakklandi. Tyrkir og GNA skrifuðu undir tvö samkomulög í síðasta mánuði. Annað sneri að hernaðaraðstoð en hitt að landhelgisdeilu í austanverðu Miðjarðarhafi. Tyrkir eiga þar í miklum deilum við Grikki og aðra nágranna sína. Heimildarmaður Bloomberg innan GNA sagði starfsstjórnina í fyrstu hafa verið andsnúna því að leita til Tyrkja en það hafi breyst vegna mikils þunga sóknar Haftar. Hann hefur notið aðstoðar vel þjálfaðra málaliða frá Rússlandi og Súdan auk þess að hafa fengið dróna frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Yfirvöld Rússlands hafa lýst yfir áhyggjum af ætlunum Tyrkja og það hafa yfirvöld Bandaríkjanna gert sömuleiðis. Umræddir uppreisnarhópar, sem til stendur að senda til Líbíu, innihalda öfgamenn, íslamista og jafnvel vígamenn Íslamska ríkisins og al-Qaeda og þeir hafa orð á sér fyrir ofbeldi og rán. Líbía Tyrkland Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. Þetta tilkynnti Erdogan í gær og getur verið að fylkingin verði send til Líbíu strax í næsta mánuði. Samhliða því mun Erdogan senda flota Tyrklands til að verja Trípóli, höfuðborg Líbíu, og hermenn til að sjálfa sveitir sjálfsstjórnarinnar. Starfsstjórn Líbíu sem kallast Government of National Accord, eða GNA, hefur átt erfitt með að halda aftur af sókn sveita Haftar. Óskaði stjórnin eftir aðstoð Tyrkja. Áður en Erdogan sendir hersveitir á vettvang þarf hann þó samþykki þingsins.Átökin í Líbíu eru nokkuð flókin þar sem Haftar er studdur af Egyptalandi, Jórdaníu, Rússlandi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Frakklandi. Tyrkir og GNA skrifuðu undir tvö samkomulög í síðasta mánuði. Annað sneri að hernaðaraðstoð en hitt að landhelgisdeilu í austanverðu Miðjarðarhafi. Tyrkir eiga þar í miklum deilum við Grikki og aðra nágranna sína. Heimildarmaður Bloomberg innan GNA sagði starfsstjórnina í fyrstu hafa verið andsnúna því að leita til Tyrkja en það hafi breyst vegna mikils þunga sóknar Haftar. Hann hefur notið aðstoðar vel þjálfaðra málaliða frá Rússlandi og Súdan auk þess að hafa fengið dróna frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Yfirvöld Rússlands hafa lýst yfir áhyggjum af ætlunum Tyrkja og það hafa yfirvöld Bandaríkjanna gert sömuleiðis. Umræddir uppreisnarhópar, sem til stendur að senda til Líbíu, innihalda öfgamenn, íslamista og jafnvel vígamenn Íslamska ríkisins og al-Qaeda og þeir hafa orð á sér fyrir ofbeldi og rán.
Líbía Tyrkland Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira