Everton unnið báða leikina síðan Ancelotti tók við

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Calvert-Lewin skoraði bæði mörk Everton gegn Newcastle.
Calvert-Lewin skoraði bæði mörk Everton gegn Newcastle. vísir/getty

Everton lagði Newcastle United að velli, 1-2, á St James' Park í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Everton sem hefur unnið báða leikina undir stjórn Carlos Ancelotti og náð í ellefu stig af 15 mögulegum síðan Marco Silva var rekinn.

Dominic Calvert-Lewin skoraði bæði mörk Everton en hann hefur verið heitur upp á síðkastið.

Hann kom gestunum yfir á 14. mínútu. Gylfi átti þá aukaspyrnu sem fór í varnarvegginn. Hann fékk boltann aftur og átti skot sem fór af varnarmanni og til Calvert-Lewins sem skoraði.

Fabian Schär jafnaði fyrir Newcastle á 56. mínútu en átta mínútum síðar skoraði Calvert-Lewin annað mark sitt sem reyndist sigurmarkið.

Með sigrinum jafnaði Everton Newcastle að stigum. Liðin eru í 10.-11. sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira