Varsjáin í sviðsljósinu í sigri Liverpool Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. desember 2019 18:30 Sadio Mané skoraði mark Liverpool í dag Getty/Quality Sport Images Liverpool endurheimti þrettán stiga forskot sitt á toppi enksu úrvalsdeildarinnar í fótbolta með sigir á Úlfunum á Anfield í dag. Myndbandsdómgæslan var í sviðsljósinu enn á ný í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sadio Mane skoraði mark fyrir Liverpool þegar langt var liðið á fyrri hálfleik. Markið var hins vegar dæmt ógilt vegna þess að hendi var dæmd á Adam Lallana. Myndbandsdómarinn skoðaði atvikið vel og lengi og ákvað svo að markið fengi að standa. Áður en hálfleikurinn var úti var Pedro Neto búinn að jafna metin fyrir Úlfana. Aftur skarst myndbandsdómarinn í leikinn og í þetta skipti dæmdi hann markið af. Jonny var dæmdur rangstæður í aðdraganda marksins og því fékk það ekki að standa. Bæði lið fengu sín tækifæri til þess að skora í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki og endaði leikurinn 1-0 fyrir Liverpool. Enski boltinn
Liverpool endurheimti þrettán stiga forskot sitt á toppi enksu úrvalsdeildarinnar í fótbolta með sigir á Úlfunum á Anfield í dag. Myndbandsdómgæslan var í sviðsljósinu enn á ný í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sadio Mane skoraði mark fyrir Liverpool þegar langt var liðið á fyrri hálfleik. Markið var hins vegar dæmt ógilt vegna þess að hendi var dæmd á Adam Lallana. Myndbandsdómarinn skoðaði atvikið vel og lengi og ákvað svo að markið fengi að standa. Áður en hálfleikurinn var úti var Pedro Neto búinn að jafna metin fyrir Úlfana. Aftur skarst myndbandsdómarinn í leikinn og í þetta skipti dæmdi hann markið af. Jonny var dæmdur rangstæður í aðdraganda marksins og því fékk það ekki að standa. Bæði lið fengu sín tækifæri til þess að skora í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki og endaði leikurinn 1-0 fyrir Liverpool.