Faðir ósáttur við vinnubrögð lögreglu í máli lektors við HÍ Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 27. desember 2019 12:30 Frá vettvangi í Vesturbæ Reykjavíkur á Þorláksmessukvöld þegar lögreglan fór í aðgerðir á heimili Kristjáns. Maðurinn sem handtekinn var á jóladag og úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot og frelsissviptingu heitir Kristján Gunnar Valdimarsson. Hann er lektor við lagadeild Háskóla Íslands og hefur gjarnan verið álitsgjafi í fjölmiðlum um skattaleg málefni. Faðir 24 ára gamallar konu sem talið er að hafi verið frelsissvipt á heimili Kristjáns er afar ósáttur við vinnubrögð lögreglu sem hann telur hafa bjargað dóttur hans alltof seint. Þessi mynd var tekin á heimili Kristjáns á Þorláksmessukvöld. Á henni má sjá hníf, sprautu og hvítt efni sem ætla má að séu fíkniefni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í morgun. Þar kom fram að karlmaður á sextugsaldri hefði verið handtekinn á jóladag og úrskurðaður í gæsluvarðhald fram til sunnudagsins 29. desember, vegna gruns um kynferðisbrot og fleira. Telur að staða Kristjáns sem lektors hafi haft áhrif á vinnubrögð lögreglu Gunnar Jónsson, faðir konunnar sem Kristján er grunaður um að hafa brotið gegn, segir hana hafa verið á heimili Kristjáns í að minnsta kosti tíu daga áður en henni var bjargað þaðan aðfaranótt aðfangadags. Gunnar telur að staða mannsins sem lektors við HÍ hafi haft áhrif á vinnubrögð lögreglu. „Okkur var sagt það áður en við fórum með lögreglunni að ná í dóttur okkar að við skyldum átta okkur á því að hann væri löglærður og við skyldum ekki fara þarna inn nema með hans samþykki,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Gunnar kveðst fyrst hafa kallað til lögreglu vegna dóttur sinnar þann 22. desember. Þá fór lögregla að heimili Kristjáns en vildi lítið sem ekkert gera þar sem Kristján sagði að unga konan væri í góðum málum og vildi hvorki tala við lögreglu né foreldra sína. „Það hefði verið réttast og eðlilegast af því við sáum fíkniefni að lögreglan hefði farið inn í íbúðina. Það var ekki gert og ég var ósáttur við það.“ Ekki auðvelt að standa fyrir utan og geta ekki náð í stelpuna Á Þorláksmessukvöld kölluðu foreldrar konunnar svo aftur á lögreglu. Það gerðu þau eftir að hafa sent unga manneskju inn á heimili Kristjáns undir því yfirskini að hún væri á leið í partýið sem þar var í gangi. Gunnar Jónsson, faðir konu sem Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við HÍ, er grunaður um að hafa brotið gegn. Manneskjan sendi svo foreldrunum skilaboð um að dóttir þeirra væri í annarlegu ástandi í húsinu og að á heimilinu væru eiturlyf og sprautur. Foreldrarnir kölluðu þá aftur á lögregluna. Á svipuðum tíma og lögregla kom á vettvang kom dóttir Gunnars út af heimili Kristjáns, í mjög annarlegu ástandi. Var hún flutt með sjúkrabíl á Landspítalann þar sem hún dvelur enn. „Ég hefði bara auðvitað viljað fá stelpuna fyrra kvöldið. Það er ekkert grín að koma á svona stað og sjá þetta með svona augum hvernig þetta leit út. Hvað þetta var ógeðslegt og þurfa að standa fyrir utan og ná ekki í stelpuna sína, það er ekki auðvelt.“ Handtekinn tvisvar á rúmum sólarhring Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var Kristján handtekinn aðfaranótt aðfangadags og færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Honum var sleppt að henni lokinni. Rúmum sólarhring síðar, aðfaranótt jóladags, var Kristján svo aftur handtekinn á heimili sínu. Á jóladag var hann síðan úrskurðaður í gæsluvarðhald fram til sunnudagsins 29. desember. Frá aðgerðum lögreglu á Þorláksmessukvöld við heimili Kristjáns. Saga Ýrr Jónsdóttir, réttargæslumaður konunnar, tekur í sama streng og Gunnar. „Það átti að bjarga stelpunni þarna sólarhring áður enda ljóst miðað við lýsingar að lögreglan sá fíkniefni þarna inni og það eitt og sér er nóg til að fara inn. Óafsakanleg vinnubrögð,“ segir Saga Ýrr. Fréttastofa leitaði einnig eftir viðbrögðum frá Háskóla Íslands vegna stöðu Kristjáns þar. „Þetta eru alvarlegar ásakanir sem koma fram í fjölmiðlum. Ég get ekki tjáð mig um málið opinberlega en get staðfest að það er í tilteknum farvegi hér í háskólanum,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Kristján kallaður á fund í háskólanum fyrir jól til að ræða framtíð hans innan stofnunarinnar en hann mætti ekki.Nánar verður rætt við Gunnar og Sögu Ýrr í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum HÍ. Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Handtekinn grunaður um tilraun til nauðgunar og frelsissviptingu Karlmaður á sextugsaldri var á aðfangadag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til nauðgunar og frelsissviptingar á heimili sínu í Vesturbæ Reykjavíkur. 26. desember 2019 22:00 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Maðurinn sem handtekinn var á jóladag og úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot og frelsissviptingu heitir Kristján Gunnar Valdimarsson. Hann er lektor við lagadeild Háskóla Íslands og hefur gjarnan verið álitsgjafi í fjölmiðlum um skattaleg málefni. Faðir 24 ára gamallar konu sem talið er að hafi verið frelsissvipt á heimili Kristjáns er afar ósáttur við vinnubrögð lögreglu sem hann telur hafa bjargað dóttur hans alltof seint. Þessi mynd var tekin á heimili Kristjáns á Þorláksmessukvöld. Á henni má sjá hníf, sprautu og hvítt efni sem ætla má að séu fíkniefni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í morgun. Þar kom fram að karlmaður á sextugsaldri hefði verið handtekinn á jóladag og úrskurðaður í gæsluvarðhald fram til sunnudagsins 29. desember, vegna gruns um kynferðisbrot og fleira. Telur að staða Kristjáns sem lektors hafi haft áhrif á vinnubrögð lögreglu Gunnar Jónsson, faðir konunnar sem Kristján er grunaður um að hafa brotið gegn, segir hana hafa verið á heimili Kristjáns í að minnsta kosti tíu daga áður en henni var bjargað þaðan aðfaranótt aðfangadags. Gunnar telur að staða mannsins sem lektors við HÍ hafi haft áhrif á vinnubrögð lögreglu. „Okkur var sagt það áður en við fórum með lögreglunni að ná í dóttur okkar að við skyldum átta okkur á því að hann væri löglærður og við skyldum ekki fara þarna inn nema með hans samþykki,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Gunnar kveðst fyrst hafa kallað til lögreglu vegna dóttur sinnar þann 22. desember. Þá fór lögregla að heimili Kristjáns en vildi lítið sem ekkert gera þar sem Kristján sagði að unga konan væri í góðum málum og vildi hvorki tala við lögreglu né foreldra sína. „Það hefði verið réttast og eðlilegast af því við sáum fíkniefni að lögreglan hefði farið inn í íbúðina. Það var ekki gert og ég var ósáttur við það.“ Ekki auðvelt að standa fyrir utan og geta ekki náð í stelpuna Á Þorláksmessukvöld kölluðu foreldrar konunnar svo aftur á lögreglu. Það gerðu þau eftir að hafa sent unga manneskju inn á heimili Kristjáns undir því yfirskini að hún væri á leið í partýið sem þar var í gangi. Gunnar Jónsson, faðir konu sem Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við HÍ, er grunaður um að hafa brotið gegn. Manneskjan sendi svo foreldrunum skilaboð um að dóttir þeirra væri í annarlegu ástandi í húsinu og að á heimilinu væru eiturlyf og sprautur. Foreldrarnir kölluðu þá aftur á lögregluna. Á svipuðum tíma og lögregla kom á vettvang kom dóttir Gunnars út af heimili Kristjáns, í mjög annarlegu ástandi. Var hún flutt með sjúkrabíl á Landspítalann þar sem hún dvelur enn. „Ég hefði bara auðvitað viljað fá stelpuna fyrra kvöldið. Það er ekkert grín að koma á svona stað og sjá þetta með svona augum hvernig þetta leit út. Hvað þetta var ógeðslegt og þurfa að standa fyrir utan og ná ekki í stelpuna sína, það er ekki auðvelt.“ Handtekinn tvisvar á rúmum sólarhring Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var Kristján handtekinn aðfaranótt aðfangadags og færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Honum var sleppt að henni lokinni. Rúmum sólarhring síðar, aðfaranótt jóladags, var Kristján svo aftur handtekinn á heimili sínu. Á jóladag var hann síðan úrskurðaður í gæsluvarðhald fram til sunnudagsins 29. desember. Frá aðgerðum lögreglu á Þorláksmessukvöld við heimili Kristjáns. Saga Ýrr Jónsdóttir, réttargæslumaður konunnar, tekur í sama streng og Gunnar. „Það átti að bjarga stelpunni þarna sólarhring áður enda ljóst miðað við lýsingar að lögreglan sá fíkniefni þarna inni og það eitt og sér er nóg til að fara inn. Óafsakanleg vinnubrögð,“ segir Saga Ýrr. Fréttastofa leitaði einnig eftir viðbrögðum frá Háskóla Íslands vegna stöðu Kristjáns þar. „Þetta eru alvarlegar ásakanir sem koma fram í fjölmiðlum. Ég get ekki tjáð mig um málið opinberlega en get staðfest að það er í tilteknum farvegi hér í háskólanum,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Kristján kallaður á fund í háskólanum fyrir jól til að ræða framtíð hans innan stofnunarinnar en hann mætti ekki.Nánar verður rætt við Gunnar og Sögu Ýrr í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum HÍ.
Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Handtekinn grunaður um tilraun til nauðgunar og frelsissviptingu Karlmaður á sextugsaldri var á aðfangadag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til nauðgunar og frelsissviptingar á heimili sínu í Vesturbæ Reykjavíkur. 26. desember 2019 22:00 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Handtekinn grunaður um tilraun til nauðgunar og frelsissviptingu Karlmaður á sextugsaldri var á aðfangadag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til nauðgunar og frelsissviptingar á heimili sínu í Vesturbæ Reykjavíkur. 26. desember 2019 22:00