Faðir ósáttur við vinnubrögð lögreglu í máli lektors við HÍ Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 27. desember 2019 12:30 Frá vettvangi í Vesturbæ Reykjavíkur á Þorláksmessukvöld þegar lögreglan fór í aðgerðir á heimili Kristjáns. Maðurinn sem handtekinn var á jóladag og úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot og frelsissviptingu heitir Kristján Gunnar Valdimarsson. Hann er lektor við lagadeild Háskóla Íslands og hefur gjarnan verið álitsgjafi í fjölmiðlum um skattaleg málefni. Faðir 24 ára gamallar konu sem talið er að hafi verið frelsissvipt á heimili Kristjáns er afar ósáttur við vinnubrögð lögreglu sem hann telur hafa bjargað dóttur hans alltof seint. Þessi mynd var tekin á heimili Kristjáns á Þorláksmessukvöld. Á henni má sjá hníf, sprautu og hvítt efni sem ætla má að séu fíkniefni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í morgun. Þar kom fram að karlmaður á sextugsaldri hefði verið handtekinn á jóladag og úrskurðaður í gæsluvarðhald fram til sunnudagsins 29. desember, vegna gruns um kynferðisbrot og fleira. Telur að staða Kristjáns sem lektors hafi haft áhrif á vinnubrögð lögreglu Gunnar Jónsson, faðir konunnar sem Kristján er grunaður um að hafa brotið gegn, segir hana hafa verið á heimili Kristjáns í að minnsta kosti tíu daga áður en henni var bjargað þaðan aðfaranótt aðfangadags. Gunnar telur að staða mannsins sem lektors við HÍ hafi haft áhrif á vinnubrögð lögreglu. „Okkur var sagt það áður en við fórum með lögreglunni að ná í dóttur okkar að við skyldum átta okkur á því að hann væri löglærður og við skyldum ekki fara þarna inn nema með hans samþykki,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Gunnar kveðst fyrst hafa kallað til lögreglu vegna dóttur sinnar þann 22. desember. Þá fór lögregla að heimili Kristjáns en vildi lítið sem ekkert gera þar sem Kristján sagði að unga konan væri í góðum málum og vildi hvorki tala við lögreglu né foreldra sína. „Það hefði verið réttast og eðlilegast af því við sáum fíkniefni að lögreglan hefði farið inn í íbúðina. Það var ekki gert og ég var ósáttur við það.“ Ekki auðvelt að standa fyrir utan og geta ekki náð í stelpuna Á Þorláksmessukvöld kölluðu foreldrar konunnar svo aftur á lögreglu. Það gerðu þau eftir að hafa sent unga manneskju inn á heimili Kristjáns undir því yfirskini að hún væri á leið í partýið sem þar var í gangi. Gunnar Jónsson, faðir konu sem Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við HÍ, er grunaður um að hafa brotið gegn. Manneskjan sendi svo foreldrunum skilaboð um að dóttir þeirra væri í annarlegu ástandi í húsinu og að á heimilinu væru eiturlyf og sprautur. Foreldrarnir kölluðu þá aftur á lögregluna. Á svipuðum tíma og lögregla kom á vettvang kom dóttir Gunnars út af heimili Kristjáns, í mjög annarlegu ástandi. Var hún flutt með sjúkrabíl á Landspítalann þar sem hún dvelur enn. „Ég hefði bara auðvitað viljað fá stelpuna fyrra kvöldið. Það er ekkert grín að koma á svona stað og sjá þetta með svona augum hvernig þetta leit út. Hvað þetta var ógeðslegt og þurfa að standa fyrir utan og ná ekki í stelpuna sína, það er ekki auðvelt.“ Handtekinn tvisvar á rúmum sólarhring Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var Kristján handtekinn aðfaranótt aðfangadags og færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Honum var sleppt að henni lokinni. Rúmum sólarhring síðar, aðfaranótt jóladags, var Kristján svo aftur handtekinn á heimili sínu. Á jóladag var hann síðan úrskurðaður í gæsluvarðhald fram til sunnudagsins 29. desember. Frá aðgerðum lögreglu á Þorláksmessukvöld við heimili Kristjáns. Saga Ýrr Jónsdóttir, réttargæslumaður konunnar, tekur í sama streng og Gunnar. „Það átti að bjarga stelpunni þarna sólarhring áður enda ljóst miðað við lýsingar að lögreglan sá fíkniefni þarna inni og það eitt og sér er nóg til að fara inn. Óafsakanleg vinnubrögð,“ segir Saga Ýrr. Fréttastofa leitaði einnig eftir viðbrögðum frá Háskóla Íslands vegna stöðu Kristjáns þar. „Þetta eru alvarlegar ásakanir sem koma fram í fjölmiðlum. Ég get ekki tjáð mig um málið opinberlega en get staðfest að það er í tilteknum farvegi hér í háskólanum,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Kristján kallaður á fund í háskólanum fyrir jól til að ræða framtíð hans innan stofnunarinnar en hann mætti ekki.Nánar verður rætt við Gunnar og Sögu Ýrr í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum HÍ. Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Handtekinn grunaður um tilraun til nauðgunar og frelsissviptingu Karlmaður á sextugsaldri var á aðfangadag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til nauðgunar og frelsissviptingar á heimili sínu í Vesturbæ Reykjavíkur. 26. desember 2019 22:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Maðurinn sem handtekinn var á jóladag og úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot og frelsissviptingu heitir Kristján Gunnar Valdimarsson. Hann er lektor við lagadeild Háskóla Íslands og hefur gjarnan verið álitsgjafi í fjölmiðlum um skattaleg málefni. Faðir 24 ára gamallar konu sem talið er að hafi verið frelsissvipt á heimili Kristjáns er afar ósáttur við vinnubrögð lögreglu sem hann telur hafa bjargað dóttur hans alltof seint. Þessi mynd var tekin á heimili Kristjáns á Þorláksmessukvöld. Á henni má sjá hníf, sprautu og hvítt efni sem ætla má að séu fíkniefni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í morgun. Þar kom fram að karlmaður á sextugsaldri hefði verið handtekinn á jóladag og úrskurðaður í gæsluvarðhald fram til sunnudagsins 29. desember, vegna gruns um kynferðisbrot og fleira. Telur að staða Kristjáns sem lektors hafi haft áhrif á vinnubrögð lögreglu Gunnar Jónsson, faðir konunnar sem Kristján er grunaður um að hafa brotið gegn, segir hana hafa verið á heimili Kristjáns í að minnsta kosti tíu daga áður en henni var bjargað þaðan aðfaranótt aðfangadags. Gunnar telur að staða mannsins sem lektors við HÍ hafi haft áhrif á vinnubrögð lögreglu. „Okkur var sagt það áður en við fórum með lögreglunni að ná í dóttur okkar að við skyldum átta okkur á því að hann væri löglærður og við skyldum ekki fara þarna inn nema með hans samþykki,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Gunnar kveðst fyrst hafa kallað til lögreglu vegna dóttur sinnar þann 22. desember. Þá fór lögregla að heimili Kristjáns en vildi lítið sem ekkert gera þar sem Kristján sagði að unga konan væri í góðum málum og vildi hvorki tala við lögreglu né foreldra sína. „Það hefði verið réttast og eðlilegast af því við sáum fíkniefni að lögreglan hefði farið inn í íbúðina. Það var ekki gert og ég var ósáttur við það.“ Ekki auðvelt að standa fyrir utan og geta ekki náð í stelpuna Á Þorláksmessukvöld kölluðu foreldrar konunnar svo aftur á lögreglu. Það gerðu þau eftir að hafa sent unga manneskju inn á heimili Kristjáns undir því yfirskini að hún væri á leið í partýið sem þar var í gangi. Gunnar Jónsson, faðir konu sem Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við HÍ, er grunaður um að hafa brotið gegn. Manneskjan sendi svo foreldrunum skilaboð um að dóttir þeirra væri í annarlegu ástandi í húsinu og að á heimilinu væru eiturlyf og sprautur. Foreldrarnir kölluðu þá aftur á lögregluna. Á svipuðum tíma og lögregla kom á vettvang kom dóttir Gunnars út af heimili Kristjáns, í mjög annarlegu ástandi. Var hún flutt með sjúkrabíl á Landspítalann þar sem hún dvelur enn. „Ég hefði bara auðvitað viljað fá stelpuna fyrra kvöldið. Það er ekkert grín að koma á svona stað og sjá þetta með svona augum hvernig þetta leit út. Hvað þetta var ógeðslegt og þurfa að standa fyrir utan og ná ekki í stelpuna sína, það er ekki auðvelt.“ Handtekinn tvisvar á rúmum sólarhring Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var Kristján handtekinn aðfaranótt aðfangadags og færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Honum var sleppt að henni lokinni. Rúmum sólarhring síðar, aðfaranótt jóladags, var Kristján svo aftur handtekinn á heimili sínu. Á jóladag var hann síðan úrskurðaður í gæsluvarðhald fram til sunnudagsins 29. desember. Frá aðgerðum lögreglu á Þorláksmessukvöld við heimili Kristjáns. Saga Ýrr Jónsdóttir, réttargæslumaður konunnar, tekur í sama streng og Gunnar. „Það átti að bjarga stelpunni þarna sólarhring áður enda ljóst miðað við lýsingar að lögreglan sá fíkniefni þarna inni og það eitt og sér er nóg til að fara inn. Óafsakanleg vinnubrögð,“ segir Saga Ýrr. Fréttastofa leitaði einnig eftir viðbrögðum frá Háskóla Íslands vegna stöðu Kristjáns þar. „Þetta eru alvarlegar ásakanir sem koma fram í fjölmiðlum. Ég get ekki tjáð mig um málið opinberlega en get staðfest að það er í tilteknum farvegi hér í háskólanum,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Kristján kallaður á fund í háskólanum fyrir jól til að ræða framtíð hans innan stofnunarinnar en hann mætti ekki.Nánar verður rætt við Gunnar og Sögu Ýrr í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum HÍ.
Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Handtekinn grunaður um tilraun til nauðgunar og frelsissviptingu Karlmaður á sextugsaldri var á aðfangadag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til nauðgunar og frelsissviptingar á heimili sínu í Vesturbæ Reykjavíkur. 26. desember 2019 22:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Handtekinn grunaður um tilraun til nauðgunar og frelsissviptingu Karlmaður á sextugsaldri var á aðfangadag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til nauðgunar og frelsissviptingar á heimili sínu í Vesturbæ Reykjavíkur. 26. desember 2019 22:00