Enski boltinn

Klopp hefur engan áhuga á að ræða forskotið

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jurgen Klopp ræðir við Brendan Rodgers í gær
Jurgen Klopp ræðir við Brendan Rodgers í gær vísir/getty

Óhætt er að segja að Liverpool sé komið með aðra höndina á Englandsmeistaratitilinn eftir að hafa valtað yfir næstbesta lið deildarinnar á útivelli í gær.

Liverpool er þvi með 13 stiga forystu á toppi deildarinnar þegar 20 leikir eru eftir af mótinu en í seinni tíð hefur ekkert lið tapað niður álíka forystu í ensku úrvalsdeildinni. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hafði hins vegar engan áhuga á að ræða þá staðreynd í leikslok. 

„Ég gæti ekki haft minni áhuga á að ræða það ef ég á að vera alveg heiðarlegur. Þetta var góður leikur. Við enduðum hann mjög sterkt og skoruðum frábær mörk,“ sagði Klopp.

„Við hlustum ekki á þetta og eina sem við einbeitum okkur að er næsti leikur. Við getum enn bætt okkur. Hvernig við stjórnum leikjum og hvernig við verjumst. En við njótum þessa frábæra sigurs og á morgun (í dag) hefjum við undirbúning að nýju,“ sagði Klopp.

Liverpool fær lengri hvíld á milli leikja í jólatörninni en önnur lið og spilar næst á sunnudag þegar liðið fær Wolves í heimsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×